Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson skrifar 8. október 2024 09:30 Pálínuboð eru stórkostleg. Allir koma með eitthvað í púkkið, það er ótrúleg fjölbreytni og enginn er fastur í eldhúsinu tímunum saman. Sumir eru kannski flottari á því en aðrir og slá í gegn með heimatilbúnu gourmet trufflusvepparísottói, sem auðvitað bara niðurlægir okkur hin. Einhverra hluta vegna mæta ákveðnir aðilar alltaf með sama réttinn, boð eftir boð. Það er bara hreint út sagt glatað, smá fjölbreytni myndi ekki drepa neinn. Svo er það þessi sviðsmynd þar sem þrír koma með nákvæmlega sama kartöflusalatið. Það er þá bara um að gera að hlæja vandræðalega og fara heim með afgangana. Síðan er líka hægt að semja um að einhver komi með eftirrétt. Það er nefnilega ágætt að skipuleggja þetta aðeins, ef tök eru á. En þá komum við að áhugaverðasta gestinum: sá sem mætir tómhentur. Það er alltaf einn þannig. Hann læðist inn eða reynir jafnvel að vera samferða hópi fólks sem er með fangið fullt. Svo er hann líka vís með að bókstaflega standa yfir hlaðborðinu og gúffa í sig, jafnvel að stinga smákökum í vasana, en það er önnur saga. Af hverju mætir hann aldrei með neitt? Kannski hafði hann ekki tíma, eða hann „gleymdi“ því. Æjæ. Gat hann ekki skotist í búðina og keypt einn eða tvo snakkpoka? Gosflösku? Eitthvað smotterí? Við látum þetta slæda í þetta sinn, en haldi hann þessu áfram, fær hann að lokum ekki boðskort. Að fjármagna kvikmynd eða sjónvarpsseríu er pínulítið eins og að skipuleggja gott Pálínuboð. Fjölmargir aðilar, framleiðslufyrirtæki og sjóðir í mörgum löndum leggja saman í púkk. Sum efnahagssvæði eru stærri og fjársterkari en önnur - og það er fullur skilningur á því. Litlu löndin fá gjarnan séns á því að vera með agnarlítið framlag í samanburði við það sem kemur utanfrá. En þetta litla framlag heimanfrá er samt ákaflega mikilvægt. Því fylgir ákveðinn gæðastimpill. Ráðgjafar kvikmyndamiðstöðvar viðkomandi lands eru búnir að liggja yfir umsóknum sem berast og hafa valið þetta verkefni til að styrkja með þeim litlu peningum sem eru til skiptanna. En það er kannski hægt að freistast til að halda að þessir litlu peningar að heiman skipti engu máli - svona í stóra samhenginu. Það er bara því miður ekki þannig. Við getum ekki endalaust skipulagt Pálínuboð heima hjá okkur og látið útlendingana sjá um að koma með veitingarnar. Af hverju ættu erlendir aðilar að hafa trú á kvikmynda- eða sjónvarpsverkefnum sem fá ekki einu sinni styrk frá heimalandinu? Ef við höldum áfram að skera niður Kvikmyndasjóð mun enginn koma í Pálínuboðin okkar. Við erum að verða slúbbertinn sem mætir aldrei með neitt. Á endanum fáum við engin boð lengur. Hver er þá lærdómurinn? Ekki vera slúbbertinn í Pálínuboðinu - eða farþeginn í kvikmyndabransanum. Komdu með eitthvað á borðið, eða þér er ekki boðið. H ö fundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Pálínuboð eru stórkostleg. Allir koma með eitthvað í púkkið, það er ótrúleg fjölbreytni og enginn er fastur í eldhúsinu tímunum saman. Sumir eru kannski flottari á því en aðrir og slá í gegn með heimatilbúnu gourmet trufflusvepparísottói, sem auðvitað bara niðurlægir okkur hin. Einhverra hluta vegna mæta ákveðnir aðilar alltaf með sama réttinn, boð eftir boð. Það er bara hreint út sagt glatað, smá fjölbreytni myndi ekki drepa neinn. Svo er það þessi sviðsmynd þar sem þrír koma með nákvæmlega sama kartöflusalatið. Það er þá bara um að gera að hlæja vandræðalega og fara heim með afgangana. Síðan er líka hægt að semja um að einhver komi með eftirrétt. Það er nefnilega ágætt að skipuleggja þetta aðeins, ef tök eru á. En þá komum við að áhugaverðasta gestinum: sá sem mætir tómhentur. Það er alltaf einn þannig. Hann læðist inn eða reynir jafnvel að vera samferða hópi fólks sem er með fangið fullt. Svo er hann líka vís með að bókstaflega standa yfir hlaðborðinu og gúffa í sig, jafnvel að stinga smákökum í vasana, en það er önnur saga. Af hverju mætir hann aldrei með neitt? Kannski hafði hann ekki tíma, eða hann „gleymdi“ því. Æjæ. Gat hann ekki skotist í búðina og keypt einn eða tvo snakkpoka? Gosflösku? Eitthvað smotterí? Við látum þetta slæda í þetta sinn, en haldi hann þessu áfram, fær hann að lokum ekki boðskort. Að fjármagna kvikmynd eða sjónvarpsseríu er pínulítið eins og að skipuleggja gott Pálínuboð. Fjölmargir aðilar, framleiðslufyrirtæki og sjóðir í mörgum löndum leggja saman í púkk. Sum efnahagssvæði eru stærri og fjársterkari en önnur - og það er fullur skilningur á því. Litlu löndin fá gjarnan séns á því að vera með agnarlítið framlag í samanburði við það sem kemur utanfrá. En þetta litla framlag heimanfrá er samt ákaflega mikilvægt. Því fylgir ákveðinn gæðastimpill. Ráðgjafar kvikmyndamiðstöðvar viðkomandi lands eru búnir að liggja yfir umsóknum sem berast og hafa valið þetta verkefni til að styrkja með þeim litlu peningum sem eru til skiptanna. En það er kannski hægt að freistast til að halda að þessir litlu peningar að heiman skipti engu máli - svona í stóra samhenginu. Það er bara því miður ekki þannig. Við getum ekki endalaust skipulagt Pálínuboð heima hjá okkur og látið útlendingana sjá um að koma með veitingarnar. Af hverju ættu erlendir aðilar að hafa trú á kvikmynda- eða sjónvarpsverkefnum sem fá ekki einu sinni styrk frá heimalandinu? Ef við höldum áfram að skera niður Kvikmyndasjóð mun enginn koma í Pálínuboðin okkar. Við erum að verða slúbbertinn sem mætir aldrei með neitt. Á endanum fáum við engin boð lengur. Hver er þá lærdómurinn? Ekki vera slúbbertinn í Pálínuboðinu - eða farþeginn í kvikmyndabransanum. Komdu með eitthvað á borðið, eða þér er ekki boðið. H ö fundur er kvikmyndagerðarmaður.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar