Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson skrifar 8. október 2024 09:30 Pálínuboð eru stórkostleg. Allir koma með eitthvað í púkkið, það er ótrúleg fjölbreytni og enginn er fastur í eldhúsinu tímunum saman. Sumir eru kannski flottari á því en aðrir og slá í gegn með heimatilbúnu gourmet trufflusvepparísottói, sem auðvitað bara niðurlægir okkur hin. Einhverra hluta vegna mæta ákveðnir aðilar alltaf með sama réttinn, boð eftir boð. Það er bara hreint út sagt glatað, smá fjölbreytni myndi ekki drepa neinn. Svo er það þessi sviðsmynd þar sem þrír koma með nákvæmlega sama kartöflusalatið. Það er þá bara um að gera að hlæja vandræðalega og fara heim með afgangana. Síðan er líka hægt að semja um að einhver komi með eftirrétt. Það er nefnilega ágætt að skipuleggja þetta aðeins, ef tök eru á. En þá komum við að áhugaverðasta gestinum: sá sem mætir tómhentur. Það er alltaf einn þannig. Hann læðist inn eða reynir jafnvel að vera samferða hópi fólks sem er með fangið fullt. Svo er hann líka vís með að bókstaflega standa yfir hlaðborðinu og gúffa í sig, jafnvel að stinga smákökum í vasana, en það er önnur saga. Af hverju mætir hann aldrei með neitt? Kannski hafði hann ekki tíma, eða hann „gleymdi“ því. Æjæ. Gat hann ekki skotist í búðina og keypt einn eða tvo snakkpoka? Gosflösku? Eitthvað smotterí? Við látum þetta slæda í þetta sinn, en haldi hann þessu áfram, fær hann að lokum ekki boðskort. Að fjármagna kvikmynd eða sjónvarpsseríu er pínulítið eins og að skipuleggja gott Pálínuboð. Fjölmargir aðilar, framleiðslufyrirtæki og sjóðir í mörgum löndum leggja saman í púkk. Sum efnahagssvæði eru stærri og fjársterkari en önnur - og það er fullur skilningur á því. Litlu löndin fá gjarnan séns á því að vera með agnarlítið framlag í samanburði við það sem kemur utanfrá. En þetta litla framlag heimanfrá er samt ákaflega mikilvægt. Því fylgir ákveðinn gæðastimpill. Ráðgjafar kvikmyndamiðstöðvar viðkomandi lands eru búnir að liggja yfir umsóknum sem berast og hafa valið þetta verkefni til að styrkja með þeim litlu peningum sem eru til skiptanna. En það er kannski hægt að freistast til að halda að þessir litlu peningar að heiman skipti engu máli - svona í stóra samhenginu. Það er bara því miður ekki þannig. Við getum ekki endalaust skipulagt Pálínuboð heima hjá okkur og látið útlendingana sjá um að koma með veitingarnar. Af hverju ættu erlendir aðilar að hafa trú á kvikmynda- eða sjónvarpsverkefnum sem fá ekki einu sinni styrk frá heimalandinu? Ef við höldum áfram að skera niður Kvikmyndasjóð mun enginn koma í Pálínuboðin okkar. Við erum að verða slúbbertinn sem mætir aldrei með neitt. Á endanum fáum við engin boð lengur. Hver er þá lærdómurinn? Ekki vera slúbbertinn í Pálínuboðinu - eða farþeginn í kvikmyndabransanum. Komdu með eitthvað á borðið, eða þér er ekki boðið. H ö fundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Pálínuboð eru stórkostleg. Allir koma með eitthvað í púkkið, það er ótrúleg fjölbreytni og enginn er fastur í eldhúsinu tímunum saman. Sumir eru kannski flottari á því en aðrir og slá í gegn með heimatilbúnu gourmet trufflusvepparísottói, sem auðvitað bara niðurlægir okkur hin. Einhverra hluta vegna mæta ákveðnir aðilar alltaf með sama réttinn, boð eftir boð. Það er bara hreint út sagt glatað, smá fjölbreytni myndi ekki drepa neinn. Svo er það þessi sviðsmynd þar sem þrír koma með nákvæmlega sama kartöflusalatið. Það er þá bara um að gera að hlæja vandræðalega og fara heim með afgangana. Síðan er líka hægt að semja um að einhver komi með eftirrétt. Það er nefnilega ágætt að skipuleggja þetta aðeins, ef tök eru á. En þá komum við að áhugaverðasta gestinum: sá sem mætir tómhentur. Það er alltaf einn þannig. Hann læðist inn eða reynir jafnvel að vera samferða hópi fólks sem er með fangið fullt. Svo er hann líka vís með að bókstaflega standa yfir hlaðborðinu og gúffa í sig, jafnvel að stinga smákökum í vasana, en það er önnur saga. Af hverju mætir hann aldrei með neitt? Kannski hafði hann ekki tíma, eða hann „gleymdi“ því. Æjæ. Gat hann ekki skotist í búðina og keypt einn eða tvo snakkpoka? Gosflösku? Eitthvað smotterí? Við látum þetta slæda í þetta sinn, en haldi hann þessu áfram, fær hann að lokum ekki boðskort. Að fjármagna kvikmynd eða sjónvarpsseríu er pínulítið eins og að skipuleggja gott Pálínuboð. Fjölmargir aðilar, framleiðslufyrirtæki og sjóðir í mörgum löndum leggja saman í púkk. Sum efnahagssvæði eru stærri og fjársterkari en önnur - og það er fullur skilningur á því. Litlu löndin fá gjarnan séns á því að vera með agnarlítið framlag í samanburði við það sem kemur utanfrá. En þetta litla framlag heimanfrá er samt ákaflega mikilvægt. Því fylgir ákveðinn gæðastimpill. Ráðgjafar kvikmyndamiðstöðvar viðkomandi lands eru búnir að liggja yfir umsóknum sem berast og hafa valið þetta verkefni til að styrkja með þeim litlu peningum sem eru til skiptanna. En það er kannski hægt að freistast til að halda að þessir litlu peningar að heiman skipti engu máli - svona í stóra samhenginu. Það er bara því miður ekki þannig. Við getum ekki endalaust skipulagt Pálínuboð heima hjá okkur og látið útlendingana sjá um að koma með veitingarnar. Af hverju ættu erlendir aðilar að hafa trú á kvikmynda- eða sjónvarpsverkefnum sem fá ekki einu sinni styrk frá heimalandinu? Ef við höldum áfram að skera niður Kvikmyndasjóð mun enginn koma í Pálínuboðin okkar. Við erum að verða slúbbertinn sem mætir aldrei með neitt. Á endanum fáum við engin boð lengur. Hver er þá lærdómurinn? Ekki vera slúbbertinn í Pálínuboðinu - eða farþeginn í kvikmyndabransanum. Komdu með eitthvað á borðið, eða þér er ekki boðið. H ö fundur er kvikmyndagerðarmaður.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun