Segir ráðherra neita að afhenda gögn um bókun 35 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2024 06:56 Þórdís Kolbrún, Bergþór og Guðlaugur Þór. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra hafa neitað skriflega að afhenda honum afrit af bréfum sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi ESA vegna bókunar 35. Frá þessu greinir Bergþór í aðsendri grein í Morgunblaðinu, þar sem hann segir Guðlaug Þór hafa mótmælt bókun 35 við eftirlitsstofnun EFTA í þremur bréfum þegar hann var utanríkisráðherra. Bókun 35 varðar eins og kunnugt er forgang laga og reglna sem innleidd eru á grundvelli EES-samningsins. Bergþór segir að í erindum Guðlaugs hafi núverandi fyrirkomulag verið sagt fullnægjandi, „enda ljóst að EES-samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á sínum tíma hefði kröfunni um innleiðingu bókunar 35 verið haldið uppi þá – með þeim hætti sem nú er gert.“ Núverandi utanríkisráðherra hafi hins vegar neitað því að leyfa þingmönnum að sjá umrædd bréf. „Undirritaður hefur óskað eftir þeim en fengið skriflega neitun. Þingmenn eiga ekki að fá að sjá varnir og sjónarmið Íslands á liðnu kjörtímabili,“ segir Bergþór, sem hefur grein sína á að fullyrða að það sé helsta lokaverkefni Þórdísar á kjörtímabilinu að koma bókuninni í gegnum þingið. „Það stenst auðvitað enga skoðun að bréfin séu háð trúnaði, enda er ráðherrann búin að fella allar varnir Íslands í málinu nú þegar. Engar skýringar hafa fengist á þessum feluleik ráðherrans gagnvart Alþingi. Hún kýs að halda kjarnagögnum leyndum í málinu – gögnum sem varpa ljós á það af hverju Ísland ætti ekki að innleiða bókun 35. Vill ráðherrann kannski ekki djúpa og ígrundaða umræðu um þetta eina þingmál sitt?,“ spyr Bergþór. Þingflokkur Miðflokksins muni ekki „láta á sér standa“ í umræðum um bókunina. Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Utanríkismál Bókun 35 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Frá þessu greinir Bergþór í aðsendri grein í Morgunblaðinu, þar sem hann segir Guðlaug Þór hafa mótmælt bókun 35 við eftirlitsstofnun EFTA í þremur bréfum þegar hann var utanríkisráðherra. Bókun 35 varðar eins og kunnugt er forgang laga og reglna sem innleidd eru á grundvelli EES-samningsins. Bergþór segir að í erindum Guðlaugs hafi núverandi fyrirkomulag verið sagt fullnægjandi, „enda ljóst að EES-samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á sínum tíma hefði kröfunni um innleiðingu bókunar 35 verið haldið uppi þá – með þeim hætti sem nú er gert.“ Núverandi utanríkisráðherra hafi hins vegar neitað því að leyfa þingmönnum að sjá umrædd bréf. „Undirritaður hefur óskað eftir þeim en fengið skriflega neitun. Þingmenn eiga ekki að fá að sjá varnir og sjónarmið Íslands á liðnu kjörtímabili,“ segir Bergþór, sem hefur grein sína á að fullyrða að það sé helsta lokaverkefni Þórdísar á kjörtímabilinu að koma bókuninni í gegnum þingið. „Það stenst auðvitað enga skoðun að bréfin séu háð trúnaði, enda er ráðherrann búin að fella allar varnir Íslands í málinu nú þegar. Engar skýringar hafa fengist á þessum feluleik ráðherrans gagnvart Alþingi. Hún kýs að halda kjarnagögnum leyndum í málinu – gögnum sem varpa ljós á það af hverju Ísland ætti ekki að innleiða bókun 35. Vill ráðherrann kannski ekki djúpa og ígrundaða umræðu um þetta eina þingmál sitt?,“ spyr Bergþór. Þingflokkur Miðflokksins muni ekki „láta á sér standa“ í umræðum um bókunina.
Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Utanríkismál Bókun 35 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira