Segir ráðherra neita að afhenda gögn um bókun 35 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2024 06:56 Þórdís Kolbrún, Bergþór og Guðlaugur Þór. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra hafa neitað skriflega að afhenda honum afrit af bréfum sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi ESA vegna bókunar 35. Frá þessu greinir Bergþór í aðsendri grein í Morgunblaðinu, þar sem hann segir Guðlaug Þór hafa mótmælt bókun 35 við eftirlitsstofnun EFTA í þremur bréfum þegar hann var utanríkisráðherra. Bókun 35 varðar eins og kunnugt er forgang laga og reglna sem innleidd eru á grundvelli EES-samningsins. Bergþór segir að í erindum Guðlaugs hafi núverandi fyrirkomulag verið sagt fullnægjandi, „enda ljóst að EES-samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á sínum tíma hefði kröfunni um innleiðingu bókunar 35 verið haldið uppi þá – með þeim hætti sem nú er gert.“ Núverandi utanríkisráðherra hafi hins vegar neitað því að leyfa þingmönnum að sjá umrædd bréf. „Undirritaður hefur óskað eftir þeim en fengið skriflega neitun. Þingmenn eiga ekki að fá að sjá varnir og sjónarmið Íslands á liðnu kjörtímabili,“ segir Bergþór, sem hefur grein sína á að fullyrða að það sé helsta lokaverkefni Þórdísar á kjörtímabilinu að koma bókuninni í gegnum þingið. „Það stenst auðvitað enga skoðun að bréfin séu háð trúnaði, enda er ráðherrann búin að fella allar varnir Íslands í málinu nú þegar. Engar skýringar hafa fengist á þessum feluleik ráðherrans gagnvart Alþingi. Hún kýs að halda kjarnagögnum leyndum í málinu – gögnum sem varpa ljós á það af hverju Ísland ætti ekki að innleiða bókun 35. Vill ráðherrann kannski ekki djúpa og ígrundaða umræðu um þetta eina þingmál sitt?,“ spyr Bergþór. Þingflokkur Miðflokksins muni ekki „láta á sér standa“ í umræðum um bókunina. Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Utanríkismál Bókun 35 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Frá þessu greinir Bergþór í aðsendri grein í Morgunblaðinu, þar sem hann segir Guðlaug Þór hafa mótmælt bókun 35 við eftirlitsstofnun EFTA í þremur bréfum þegar hann var utanríkisráðherra. Bókun 35 varðar eins og kunnugt er forgang laga og reglna sem innleidd eru á grundvelli EES-samningsins. Bergþór segir að í erindum Guðlaugs hafi núverandi fyrirkomulag verið sagt fullnægjandi, „enda ljóst að EES-samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á sínum tíma hefði kröfunni um innleiðingu bókunar 35 verið haldið uppi þá – með þeim hætti sem nú er gert.“ Núverandi utanríkisráðherra hafi hins vegar neitað því að leyfa þingmönnum að sjá umrædd bréf. „Undirritaður hefur óskað eftir þeim en fengið skriflega neitun. Þingmenn eiga ekki að fá að sjá varnir og sjónarmið Íslands á liðnu kjörtímabili,“ segir Bergþór, sem hefur grein sína á að fullyrða að það sé helsta lokaverkefni Þórdísar á kjörtímabilinu að koma bókuninni í gegnum þingið. „Það stenst auðvitað enga skoðun að bréfin séu háð trúnaði, enda er ráðherrann búin að fella allar varnir Íslands í málinu nú þegar. Engar skýringar hafa fengist á þessum feluleik ráðherrans gagnvart Alþingi. Hún kýs að halda kjarnagögnum leyndum í málinu – gögnum sem varpa ljós á það af hverju Ísland ætti ekki að innleiða bókun 35. Vill ráðherrann kannski ekki djúpa og ígrundaða umræðu um þetta eina þingmál sitt?,“ spyr Bergþór. Þingflokkur Miðflokksins muni ekki „láta á sér standa“ í umræðum um bókunina.
Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Utanríkismál Bókun 35 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira