Athafnamaðurinn Þráinn Hafstein Kristjánsson látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2024 22:31 Þráinn Hafstein Kristjánsson stofnaði og rak fjölda veitingastaða í Bandaríkjunum og Kanada. Þráinn Hafstein Kristjánsson, athafnamaður, tónlistarmaður og veitingastjóri, er látinn, 84 ára gamall. Hann lést 2. október síðastliðinn og verður jarðsettur þriðjudaginn 8. október í Steinbach í Manitoba. Foreldrar Þráins voru Kristján Gíslason veitingamaður og Svandís Gísladóttir húsfrú. Saman áttu þau sex börn og fæddist þeim Þráinn þann 1. ágúst 1940. Þráinn byrjaði níu ára gamall í veitingabransanum sem móttökustjóri á veitingastað föður síns, Selfoss. Þar tók hann á móti fólki klæddur í kjólföt og lakkskó. Nítján ára gamall var hann orðinn yfirþjónn á Hótel Borg og á Naustinu. Þráinn var einnig mikill áhugamaður um jazz, spilaði á bæði píanó og sílófón og var um tíma formaður Jazzklúbbs Reykjavíkur. Hann hjálpaði einnig bróður sínum, Hilmari Kristjánssyni, að koma hljómsveitinni Dátum á legg og var umboðsmaður hennar. Þráinn fékk einnig erlendar hljómsveitir til að spila á Íslandi og má þar nefna The Hollies. Stórtækur í veitingarekstri vestanhafs Þráinn hafði mikla ástríðu fyrir faglegri framkomu og veitingastjórnun og fór því í nám við Minnesotaháskóla þar sem lagði stund á hótel- og veitingahúsarekstur. Illa gekk þó að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og eftir námið flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Eddu Ólafsdóttur og börnum þeirra, Önnu Bertu og Kristján Hafstein til Winnipeg í Kanada. Seinna fæddist þeim annar sonur, Víkingur, en Þráinn átti fyrir dótturina Guðrúnu sem býr nú á austurströnd Bandaríkjanna. Í Winnipeg vann hann með amerísku fyrirtæki að stofnun steikhúsakeðjunnar The Round Table og opnaði fyrsti veitingastaður hennar þann 7. október 1973. Þráinn opnaði síðan fyrsta Grape’s-staðinn árið 1980 og var fljótlega fenginn til að aðstoða fjárfesta við að koma öðram veitingastað á laggirnar, Jonathan’s. Hann tók starfið að sér í þrjú ár en ákvað árið 1985 að gera Grape’s að veitingahúsakeðju og rak á tímabili fimm Grape’s-staði og fjóra Round Table-staði. Þá var hann yfirmaður yfir 243 svokölluðum „country kitchens“ í Norður-Ameríku, má þar nefna Swensons, Jonathan’s, The Golden Spike og Gringo’s. Fjölskyldan í fyrsta sæti Þrátt fyrir mikla vinnusemi þá var fjölskylda Þráins alltaf í fyrsta sæti að sögn fjölskyldumeðlima hans. Helsta ástríða Þráins voru stundirnar sem hann átti með sinni fjölskyldu, bæði í Winnipeg og á Íslandi. Hann ræktaði fjölskyldutengslin af mikilli ást og umhyggju. Þráinn var trúrækin maður og vann alla sína tíð í að koma boðskapnum áfram. Eftir að hann seldi sitt fyrsta og síðasta veitingahús, The Round Table, til Kristjáns sonar síns þá flutti hann frá Selkirk til Steinbach þar sem yngsti sonur hans býr ásamt fjölskyldu sinni. Þar tók Þráinn að sér sjálfboðastarf við kirkjuna þar, Southland Church. Andlát Kanada Bandaríkin Veitingastaðir Íslendingar erlendis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Foreldrar Þráins voru Kristján Gíslason veitingamaður og Svandís Gísladóttir húsfrú. Saman áttu þau sex börn og fæddist þeim Þráinn þann 1. ágúst 1940. Þráinn byrjaði níu ára gamall í veitingabransanum sem móttökustjóri á veitingastað föður síns, Selfoss. Þar tók hann á móti fólki klæddur í kjólföt og lakkskó. Nítján ára gamall var hann orðinn yfirþjónn á Hótel Borg og á Naustinu. Þráinn var einnig mikill áhugamaður um jazz, spilaði á bæði píanó og sílófón og var um tíma formaður Jazzklúbbs Reykjavíkur. Hann hjálpaði einnig bróður sínum, Hilmari Kristjánssyni, að koma hljómsveitinni Dátum á legg og var umboðsmaður hennar. Þráinn fékk einnig erlendar hljómsveitir til að spila á Íslandi og má þar nefna The Hollies. Stórtækur í veitingarekstri vestanhafs Þráinn hafði mikla ástríðu fyrir faglegri framkomu og veitingastjórnun og fór því í nám við Minnesotaháskóla þar sem lagði stund á hótel- og veitingahúsarekstur. Illa gekk þó að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og eftir námið flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Eddu Ólafsdóttur og börnum þeirra, Önnu Bertu og Kristján Hafstein til Winnipeg í Kanada. Seinna fæddist þeim annar sonur, Víkingur, en Þráinn átti fyrir dótturina Guðrúnu sem býr nú á austurströnd Bandaríkjanna. Í Winnipeg vann hann með amerísku fyrirtæki að stofnun steikhúsakeðjunnar The Round Table og opnaði fyrsti veitingastaður hennar þann 7. október 1973. Þráinn opnaði síðan fyrsta Grape’s-staðinn árið 1980 og var fljótlega fenginn til að aðstoða fjárfesta við að koma öðram veitingastað á laggirnar, Jonathan’s. Hann tók starfið að sér í þrjú ár en ákvað árið 1985 að gera Grape’s að veitingahúsakeðju og rak á tímabili fimm Grape’s-staði og fjóra Round Table-staði. Þá var hann yfirmaður yfir 243 svokölluðum „country kitchens“ í Norður-Ameríku, má þar nefna Swensons, Jonathan’s, The Golden Spike og Gringo’s. Fjölskyldan í fyrsta sæti Þrátt fyrir mikla vinnusemi þá var fjölskylda Þráins alltaf í fyrsta sæti að sögn fjölskyldumeðlima hans. Helsta ástríða Þráins voru stundirnar sem hann átti með sinni fjölskyldu, bæði í Winnipeg og á Íslandi. Hann ræktaði fjölskyldutengslin af mikilli ást og umhyggju. Þráinn var trúrækin maður og vann alla sína tíð í að koma boðskapnum áfram. Eftir að hann seldi sitt fyrsta og síðasta veitingahús, The Round Table, til Kristjáns sonar síns þá flutti hann frá Selkirk til Steinbach þar sem yngsti sonur hans býr ásamt fjölskyldu sinni. Þar tók Þráinn að sér sjálfboðastarf við kirkjuna þar, Southland Church.
Andlát Kanada Bandaríkin Veitingastaðir Íslendingar erlendis Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira