Segir rangt að þau hafi reynt að stöðva lögreglubíl í forgangsakstri Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2024 14:23 Ragnheiður segir að hópurinn hafi verið að fara yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Kristínardóttir vísar orðum lögreglunnar á bug um að mótmælendur hafi gengið í veg fyrir lögreglubíl sem var í forgangsakstri í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær sagði að lögreglubíll sem var á leið á vettvang harðs áreksturs í hverfi 105 þegar mótmælendur hafi gengið í veg fyrir hann. Fólkið hafi gert það til að stöðva lögreglu. „Það er mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för þeirra,“ sagði í tilkynningunni. Sjá nánar: Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Ragnheiður segist hafa verið í hópi mótmælendanna og kannast ekki við lýsingu lögreglu. „Við vorum að ganga yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut á grænu ljósi. Þá kemur bíllinn mjög hratt upp að okkur, vissulega með ljósin í gangi,“ segir Ragnheiður. Á augabragði hafi hún velt fyrir sér hvort það væri réttara að halda áfram að labba yfir götuna eða snúa við, og hún hafi ákveðið að halda áfram. Þá hafi hún einnig hugsað með sér hvort lögreglan væri að stöðva umferð, eins og sé yfirleitt þegar fjöldi fólks er í göngu sem þessari. „Það getur verið að það hafi verið mistök hjá mér, en ég tek ákvörðun um að halda áfram að labba yfir götuna. Við erum þarna hópur fólks að fara yfir, kannski tíu til fimmtán manns. Þetta tók í mesta lagi þrjátíu sekúndur. Þetta var undir mínútu þar sem fólk fór yfir og svo hélt bíllinn áfram sína leið,“ segir hún. Það var enginn tilgangur að ykkar hálfu að stöðva lögreglubílinn? „Alls ekki. Ég var kominn út á miðja gangbraut á grænu ljósi þegar bíllinn kemur að okkur,“ segir Ragnheiður. „Það var ekki ætlunin, og þar að auki finnst mér þetta mjög alvarlegar og misvísandi ásakanir af hálfu lögreglu að setja þetta fram á þennan hátt.“ Ragnheiður tekur fram að ef að um sjúkrabíl hefði verið að ræða hefði henni þótt tilgangurinn skýrarari og mögulega verið fljótari að bregðast við. En vegna þess að þetta var lögreglan hafi hún ekki áttað sig á því hvort hún væri að stoppa þarna eða fara annað. „En sem betur fer held ég að enginn skaði hafi verið skeður.“ Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær sagði að lögreglubíll sem var á leið á vettvang harðs áreksturs í hverfi 105 þegar mótmælendur hafi gengið í veg fyrir hann. Fólkið hafi gert það til að stöðva lögreglu. „Það er mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för þeirra,“ sagði í tilkynningunni. Sjá nánar: Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Ragnheiður segist hafa verið í hópi mótmælendanna og kannast ekki við lýsingu lögreglu. „Við vorum að ganga yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut á grænu ljósi. Þá kemur bíllinn mjög hratt upp að okkur, vissulega með ljósin í gangi,“ segir Ragnheiður. Á augabragði hafi hún velt fyrir sér hvort það væri réttara að halda áfram að labba yfir götuna eða snúa við, og hún hafi ákveðið að halda áfram. Þá hafi hún einnig hugsað með sér hvort lögreglan væri að stöðva umferð, eins og sé yfirleitt þegar fjöldi fólks er í göngu sem þessari. „Það getur verið að það hafi verið mistök hjá mér, en ég tek ákvörðun um að halda áfram að labba yfir götuna. Við erum þarna hópur fólks að fara yfir, kannski tíu til fimmtán manns. Þetta tók í mesta lagi þrjátíu sekúndur. Þetta var undir mínútu þar sem fólk fór yfir og svo hélt bíllinn áfram sína leið,“ segir hún. Það var enginn tilgangur að ykkar hálfu að stöðva lögreglubílinn? „Alls ekki. Ég var kominn út á miðja gangbraut á grænu ljósi þegar bíllinn kemur að okkur,“ segir Ragnheiður. „Það var ekki ætlunin, og þar að auki finnst mér þetta mjög alvarlegar og misvísandi ásakanir af hálfu lögreglu að setja þetta fram á þennan hátt.“ Ragnheiður tekur fram að ef að um sjúkrabíl hefði verið að ræða hefði henni þótt tilgangurinn skýrarari og mögulega verið fljótari að bregðast við. En vegna þess að þetta var lögreglan hafi hún ekki áttað sig á því hvort hún væri að stoppa þarna eða fara annað. „En sem betur fer held ég að enginn skaði hafi verið skeður.“
Lögreglumál Lögreglan Reykjavík Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira