Man Utd hafði samband við Inzaghi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 08:00 Simone Inzaghi og Luciano Spalletti á góðri stundu þegar sá síðarnefndi var enn þjálfari Napoli. Francesco Pecoraro/Getty Images Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri fullyrðir að Manchester United hafi haft samband við Simone Inzaghi, þjálfara Ítalíumeistara Inter Milan, um að taka við liðinu. Ítalinn neitaði hins vegar. Það er ljóst að staða Erik ten Hag, núverandi þjálfara Man United, er ekki góð. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Porto á útivelli í Evrópudeildinni í liðinni viku eftir að komast 2-0 yfir. Þar áður tapaði liðið 3-0 á heimavelli fyrir Tottenham Hotspur, annað 3-0 tap liðsins á heimavelli á leiktíðinni. Á morgun mæta lærisveinar Ten Hag svo á Villa Park þar sem sprækt lið Aston Villa bíður. Palmeri fullyrðir að forráðamenn Man Utd hafi haft samband við Inzaghi í von um að fá hann inn sem þjálfara í komandi landsliðsglugga. Hinn 48 ára gamli Ítali á hins vegar að afþakkað pent. Inzaghi ólíkt öðrum ítölskum þjálfurum hefur haldist lengi í starfi þar sem hann hefur starfað. Hann stýrði U-19 ára liði Lazio frá 2014 til 2016 áður en hann tók við aðalliði félagsins. Þar var hann til 2021 en tók svo við Inter árið 2022. Undir hans stjórn hefur Inter blómstrað en liðið er ríkjandi Ítalíumeistari. Það hefur byrjað yfirstandandi leiktíð ágætlega en Inter er með 11 stig að loknum sex leikjum. Fimm minnaen topplið Napoli sem hefur leikið einum leik meira. Síðan Inzaghi tók við stjórnartaumunum hefur Inter einnig orðið bikarmeistari tvívegis sem og það komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2023 þar sem það tapaði naumlega fyrir Manchester City. JUST IN:EXCLUSIVE:Manchester United in past days offered to Simone Inzaghi to take over managerial job with immediate effect during international break but Inzaghi declinedhttps://t.co/cJWRcboZUR— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) October 4, 2024 Inzaghi er þekktur fyrir að spila 3-5-2, eða 5-3-2, leikkerfi og væri því forvitnilegt að sjá hann hjá Man United þar sem varnarsinnaðir þjálfarar hafa verið harðlega gagnrýndir undanfarin ár. Man Utd situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir með sjö stig að loknum sex leikjum. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Það er ljóst að staða Erik ten Hag, núverandi þjálfara Man United, er ekki góð. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Porto á útivelli í Evrópudeildinni í liðinni viku eftir að komast 2-0 yfir. Þar áður tapaði liðið 3-0 á heimavelli fyrir Tottenham Hotspur, annað 3-0 tap liðsins á heimavelli á leiktíðinni. Á morgun mæta lærisveinar Ten Hag svo á Villa Park þar sem sprækt lið Aston Villa bíður. Palmeri fullyrðir að forráðamenn Man Utd hafi haft samband við Inzaghi í von um að fá hann inn sem þjálfara í komandi landsliðsglugga. Hinn 48 ára gamli Ítali á hins vegar að afþakkað pent. Inzaghi ólíkt öðrum ítölskum þjálfurum hefur haldist lengi í starfi þar sem hann hefur starfað. Hann stýrði U-19 ára liði Lazio frá 2014 til 2016 áður en hann tók við aðalliði félagsins. Þar var hann til 2021 en tók svo við Inter árið 2022. Undir hans stjórn hefur Inter blómstrað en liðið er ríkjandi Ítalíumeistari. Það hefur byrjað yfirstandandi leiktíð ágætlega en Inter er með 11 stig að loknum sex leikjum. Fimm minnaen topplið Napoli sem hefur leikið einum leik meira. Síðan Inzaghi tók við stjórnartaumunum hefur Inter einnig orðið bikarmeistari tvívegis sem og það komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2023 þar sem það tapaði naumlega fyrir Manchester City. JUST IN:EXCLUSIVE:Manchester United in past days offered to Simone Inzaghi to take over managerial job with immediate effect during international break but Inzaghi declinedhttps://t.co/cJWRcboZUR— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) October 4, 2024 Inzaghi er þekktur fyrir að spila 3-5-2, eða 5-3-2, leikkerfi og væri því forvitnilegt að sjá hann hjá Man United þar sem varnarsinnaðir þjálfarar hafa verið harðlega gagnrýndir undanfarin ár. Man Utd situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir með sjö stig að loknum sex leikjum.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira