Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum Valdimar Víðisson skrifar 4. október 2024 13:33 Góð samvinna heimilis og skóla er einn af hornsteinum farsællar skólagöngu barna. Skólinn gerir ekkert einn og sér, foreldrar gera ekkert einir og sér og barnið gerir ekkert eitt og sér. Hér þarf góða og virka samvinnu. Sem betur fer gengur oftast vel en eðlilega geta komið upp atvik sem vinna þarf úr. Þegar það gerist erum við ekkert alltaf sammála um leiðir og þess vegna er mikilvægt að samvinnan sé góð og einkennist af trausti og virðingu. Ræðum málin og komumst að bestu lausninni barninu til heilla. Vanlíðan barna hefur aukist síðustu ár. Við sjáum það í þeim mælingum sem gerðar eru, t.d. í íslensku æskulýðsrannsókninni og í Skólapúlsinum. Samhliða aukinni vanlíðan hefur ofbeldi aukist og einnig er meira um ofbeldisumræðu barnanna í milli, bæði í raunheimum sem og í skjóli samfélagsmiðla. Við heyrum og sjáum þetta í skólum landsins. Þetta getur skólinn ekki unnið með nema í samvinnu við foreldra. Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum. Í skólanum fáum við stundum þá spurningu hvað ætlar skólinn að gera í þessu? Eins og ég kom að hér á undan þá gerir skólinn ekkert einn og sér og það þarf að umorða þessa spurningu og segja, hvað ætlum við saman að gera í þessu? Það er skýrt í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins að foreldrar bera ábyrgð á hegðun sinna barna og þurfa að bregðast við ef barnið er að vanrækja sínar skyldur gagnvart námi og skólasókn eða sýnir ofbeldi. En hvaða leiðir eru þá til fyrir foreldra að vinna með skólanum að bættri líðan barna? Það er mikilvægt að vera virk í öllu foreldrasamstarfi, vera dugleg að mæta á fundi og taka þátt í því sem fram fer innan skólans. Einnig er mikilvægt að tala vel um skólann í eyru barnanna því neikvæð umræða um skólann stuðlar að neikvæðni barnsins gagnvart honum. Í þeim skóla sem ég starfa í erum við með sérstaka líðanfundi fyrir foreldra. Þeir eru einu sinni til tvisvar á hverju skólaári og á fundina mæta foreldrar einungis til að ræða líðan sinna barna. Virkilega góðir fundir sem hafa skilað góðum árangri. En fyrst og síðast snýst þetta um traust milli allra aðila. Skólafólk þarf að finna traust frá foreldrum og nemendum. Ef traustið er brostið er afar brýnt að setjast niður og finna leiðir og lausnir. Það vinnst ekkert ef vantraust svífur yfir. Þá skiptir máli að byggja upp traust á ný. Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman. Vellíðan barna er forgangsmál. Ef barni líður ekki vel þá fer minna nám fram og skólasókn minnkar. Vanlíðan skerðir félagslega þætti og getur stuðlað að auknu ofbeldi. Það er ekkert við og þið þegar við tölum um grunnskólann. Það er bara við sem skólasamfélag. Höfundur er skólastjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Góð samvinna heimilis og skóla er einn af hornsteinum farsællar skólagöngu barna. Skólinn gerir ekkert einn og sér, foreldrar gera ekkert einir og sér og barnið gerir ekkert eitt og sér. Hér þarf góða og virka samvinnu. Sem betur fer gengur oftast vel en eðlilega geta komið upp atvik sem vinna þarf úr. Þegar það gerist erum við ekkert alltaf sammála um leiðir og þess vegna er mikilvægt að samvinnan sé góð og einkennist af trausti og virðingu. Ræðum málin og komumst að bestu lausninni barninu til heilla. Vanlíðan barna hefur aukist síðustu ár. Við sjáum það í þeim mælingum sem gerðar eru, t.d. í íslensku æskulýðsrannsókninni og í Skólapúlsinum. Samhliða aukinni vanlíðan hefur ofbeldi aukist og einnig er meira um ofbeldisumræðu barnanna í milli, bæði í raunheimum sem og í skjóli samfélagsmiðla. Við heyrum og sjáum þetta í skólum landsins. Þetta getur skólinn ekki unnið með nema í samvinnu við foreldra. Foreldrar eru sérfræðingar í sínum börnum. Í skólanum fáum við stundum þá spurningu hvað ætlar skólinn að gera í þessu? Eins og ég kom að hér á undan þá gerir skólinn ekkert einn og sér og það þarf að umorða þessa spurningu og segja, hvað ætlum við saman að gera í þessu? Það er skýrt í reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins að foreldrar bera ábyrgð á hegðun sinna barna og þurfa að bregðast við ef barnið er að vanrækja sínar skyldur gagnvart námi og skólasókn eða sýnir ofbeldi. En hvaða leiðir eru þá til fyrir foreldra að vinna með skólanum að bættri líðan barna? Það er mikilvægt að vera virk í öllu foreldrasamstarfi, vera dugleg að mæta á fundi og taka þátt í því sem fram fer innan skólans. Einnig er mikilvægt að tala vel um skólann í eyru barnanna því neikvæð umræða um skólann stuðlar að neikvæðni barnsins gagnvart honum. Í þeim skóla sem ég starfa í erum við með sérstaka líðanfundi fyrir foreldra. Þeir eru einu sinni til tvisvar á hverju skólaári og á fundina mæta foreldrar einungis til að ræða líðan sinna barna. Virkilega góðir fundir sem hafa skilað góðum árangri. En fyrst og síðast snýst þetta um traust milli allra aðila. Skólafólk þarf að finna traust frá foreldrum og nemendum. Ef traustið er brostið er afar brýnt að setjast niður og finna leiðir og lausnir. Það vinnst ekkert ef vantraust svífur yfir. Þá skiptir máli að byggja upp traust á ný. Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman. Vellíðan barna er forgangsmál. Ef barni líður ekki vel þá fer minna nám fram og skólasókn minnkar. Vanlíðan skerðir félagslega þætti og getur stuðlað að auknu ofbeldi. Það er ekkert við og þið þegar við tölum um grunnskólann. Það er bara við sem skólasamfélag. Höfundur er skólastjóri í Hafnarfirði.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun