„Fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 22:33 Gísli Gottskálk Þórðarson (t.h.) var afar svekktur eftir tap kvöldsins. Vísir/Pawel „Þetta er bara svekkjandi. Við vitum í svona leikjum þá er refsað fyrir öll mistök, ekki bara einstaklingsmistök heldur líka taktísk. Það gerðist fjórum sinnum í dag og þetta er mjög svekkjandi,“ segir Gísli Gottskálk Þórðarson eftir 4-0 tap Víkings ytra fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Víkingur fékk færi til að komast yfir í fyrri hálfleik en markvörður heimamanna greip vel inn í oftar en einu sinni. Liðið fékk mark á sig snemma í seinni hálfleik og svo missti liðið dampinn í lokin er það fékk á sig þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum. „Mér fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik. Þegar við vorum ekki með boltann vörðumst við frábærlega, við bjuggum til færi og töluðum um það í hálfleik að fara ekki út í seinni og klúðra þessu. Við gerðum allt í lagi en var refsað fyrir mistök. Á svona stóru sviði gerist það og við vitum betur næst,“ segir Gísli. „Ég get ekki útskýrt þetta. Það er ein sekúnda sem við slökkvum á okkur og þá gerist þetta. Þetta er ótrúlegt í svona leikjum, þá þarf maður að vera on í 90 mínútur. Við spiluðum mjög vel og þess vegna er svo ótrúlega svekkjandi að þetta hafi farið 4-0,“ segir Danijel. Hinn tvítugi Gísli naut sín samt sem áður stóra hluta leiksins en hann var án efa að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Svekkelsið stendur aftur á móti upp úr. „Þetta var alveg geðveikt, ég veit ekki hvað það voru margir á vellinum en það voru helvíti mikil læti. Það kom alvöru meðbyr með þeim þegar þeir gerðu eitthvað gott en við þögguðum niður í þeim í fyrri hálfleiknum. Enn og aftur er þetta bara svo svekkjandi,“ segir Gísli. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Sjá meira
Víkingur fékk færi til að komast yfir í fyrri hálfleik en markvörður heimamanna greip vel inn í oftar en einu sinni. Liðið fékk mark á sig snemma í seinni hálfleik og svo missti liðið dampinn í lokin er það fékk á sig þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum. „Mér fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik. Þegar við vorum ekki með boltann vörðumst við frábærlega, við bjuggum til færi og töluðum um það í hálfleik að fara ekki út í seinni og klúðra þessu. Við gerðum allt í lagi en var refsað fyrir mistök. Á svona stóru sviði gerist það og við vitum betur næst,“ segir Gísli. „Ég get ekki útskýrt þetta. Það er ein sekúnda sem við slökkvum á okkur og þá gerist þetta. Þetta er ótrúlegt í svona leikjum, þá þarf maður að vera on í 90 mínútur. Við spiluðum mjög vel og þess vegna er svo ótrúlega svekkjandi að þetta hafi farið 4-0,“ segir Danijel. Hinn tvítugi Gísli naut sín samt sem áður stóra hluta leiksins en hann var án efa að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Svekkelsið stendur aftur á móti upp úr. „Þetta var alveg geðveikt, ég veit ekki hvað það voru margir á vellinum en það voru helvíti mikil læti. Það kom alvöru meðbyr með þeim þegar þeir gerðu eitthvað gott en við þögguðum niður í þeim í fyrri hálfleiknum. Enn og aftur er þetta bara svo svekkjandi,“ segir Gísli.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Sjá meira