Segja íbúum tuttugu og fimm þorpa að flýja Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2024 16:18 Ísraelskir hermenn í Líbanon. Yfirlýsingar hersins gefa til kynna að umfang innrásarinnar gæti aukist. IDF Ísraelski herinn sagði íbúum 25 bæja og þorpa í sunnanverðu Líbanon í dag að yfirgefa heimili sín. Byggðirnar eru norður af Litani-á en hún markar svæði sem átti að vera nokkurs konar hlífðarsvæði samkvæmt ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og þykir yfirlýsingin til marks um mögulega útvíkkun innrásar Ísraela í Líbanon. Markmið Ísraela er að þeirra sögn að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon til að tryggja það að um sextíu þúsund Ísraelar sem þurftu að flýja heimili sín í norðanverðu Ísrael fyrir tæpu ári, geti snúið aftur. Yfirvöld í Líbanon segja að um 1,2 milljónir manna hafi þurft að flýja heimili sín þar í landi vegna árása Ísraela og að nærri því tvö þúsund manns hafi fallið á síðasta ári. Þar af flestir á síðustu tveimur vikum. Ísraelar segja að nærri því tvö hundruð eldflaugum hafi verið skotið frá Líbanon í dag og nokkrum sjálfsprengidrónum hafi einnig verið flogið yfir landamærin. Herinn birti í dag myndefni af hermönnum úr varaliði landsins í Líbanon og er það í fyrsta sinn sem staðfest er að varalið komi að árásinni. Nokkur stórfylki af varaliði hafa verið kölluð út og send að landamærum Líbanon á undanförnum dögum. חטיבת ׳עציוני׳ (6) נכנסו ביממה האחרונה ללחימה בדרום לבנון לאחר שנה בה החטיבה פעלה להגנה על ישובי הצפון.בשנה האחרונה, כוחות החטיבה גיוסו לשירות מספר פעמים, התאמנו והעלו את כשירותם לפעולה קרקעית בלבנון>> pic.twitter.com/pF4KSiE8Lc— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) October 3, 2024 Hingað til hafa ísraelskir hermenn í Líbanon haldið sig nærri landamærum Ísrael og hafa loftárásir verið gerðar norðar í landinu. Ein þeirra er sögð hafa beinst að fjölmiðladeild Hezbollah-samtakanna í Beirút. AP fréttaveitan hefur eftir meðlimi Hezbollah að enginn hafi fallið í árásinni. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í einni loftárás Ísraela í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Þá hefur komið til átaka milli ísraelskra hermanna og meðlima Hezbollah í suðurhluta Líbanon og virðist það hafa fyrst gert í dag, síðan Ísraelar hófu innrásina. Ísraelar segja að átta hermenn hafi fallið og þar af fimm sérsveitarmenn, í átökum við vígamenn sem eiga að hafa átt sér stað í miklu návígi, samkvæmt New York Times. Engar árásir væntanlegar í dag Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að ekki væri von á því í dag að Ísraelar gerðu árásir á Íran, eftir að Íranar skutu um tvö hundruð skotflaugum. Fregnir hafa borist af því að Ísraelar væru að íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkurannsóknarstöðar í Íran. Sjá einnig: Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Biden sagði fyrr í dag að hann væri ekki hlynntur árásum á kjarnorkustöðvar en seinna þegar hann ræddi við blaðamenn sagði hann að embættismenn í Ísrael og í Bandaríkjunum væru að ræða árásir á olíuvinnslur en forsetinn virtist ekki hlynntur því. „Við erum að ræða það. Ég held að það væri...en allavega,“ sagði Biden. Here what Biden said:(Vídeo: @faisalislam) https://t.co/pm8USsmGfR pic.twitter.com/sY80ZjZ8eS— Javier Blas (@JavierBlas) October 3, 2024 Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. 3. október 2024 09:59 Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Markmið Ísraela er að þeirra sögn að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon til að tryggja það að um sextíu þúsund Ísraelar sem þurftu að flýja heimili sín í norðanverðu Ísrael fyrir tæpu ári, geti snúið aftur. Yfirvöld í Líbanon segja að um 1,2 milljónir manna hafi þurft að flýja heimili sín þar í landi vegna árása Ísraela og að nærri því tvö þúsund manns hafi fallið á síðasta ári. Þar af flestir á síðustu tveimur vikum. Ísraelar segja að nærri því tvö hundruð eldflaugum hafi verið skotið frá Líbanon í dag og nokkrum sjálfsprengidrónum hafi einnig verið flogið yfir landamærin. Herinn birti í dag myndefni af hermönnum úr varaliði landsins í Líbanon og er það í fyrsta sinn sem staðfest er að varalið komi að árásinni. Nokkur stórfylki af varaliði hafa verið kölluð út og send að landamærum Líbanon á undanförnum dögum. חטיבת ׳עציוני׳ (6) נכנסו ביממה האחרונה ללחימה בדרום לבנון לאחר שנה בה החטיבה פעלה להגנה על ישובי הצפון.בשנה האחרונה, כוחות החטיבה גיוסו לשירות מספר פעמים, התאמנו והעלו את כשירותם לפעולה קרקעית בלבנון>> pic.twitter.com/pF4KSiE8Lc— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) October 3, 2024 Hingað til hafa ísraelskir hermenn í Líbanon haldið sig nærri landamærum Ísrael og hafa loftárásir verið gerðar norðar í landinu. Ein þeirra er sögð hafa beinst að fjölmiðladeild Hezbollah-samtakanna í Beirút. AP fréttaveitan hefur eftir meðlimi Hezbollah að enginn hafi fallið í árásinni. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í einni loftárás Ísraela í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Þá hefur komið til átaka milli ísraelskra hermanna og meðlima Hezbollah í suðurhluta Líbanon og virðist það hafa fyrst gert í dag, síðan Ísraelar hófu innrásina. Ísraelar segja að átta hermenn hafi fallið og þar af fimm sérsveitarmenn, í átökum við vígamenn sem eiga að hafa átt sér stað í miklu návígi, samkvæmt New York Times. Engar árásir væntanlegar í dag Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að ekki væri von á því í dag að Ísraelar gerðu árásir á Íran, eftir að Íranar skutu um tvö hundruð skotflaugum. Fregnir hafa borist af því að Ísraelar væru að íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkurannsóknarstöðar í Íran. Sjá einnig: Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran Biden sagði fyrr í dag að hann væri ekki hlynntur árásum á kjarnorkustöðvar en seinna þegar hann ræddi við blaðamenn sagði hann að embættismenn í Ísrael og í Bandaríkjunum væru að ræða árásir á olíuvinnslur en forsetinn virtist ekki hlynntur því. „Við erum að ræða það. Ég held að það væri...en allavega,“ sagði Biden. Here what Biden said:(Vídeo: @faisalislam) https://t.co/pm8USsmGfR pic.twitter.com/sY80ZjZ8eS— Javier Blas (@JavierBlas) October 3, 2024
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. 3. október 2024 09:59 Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. 3. október 2024 09:59
Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01
Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25