Rússar reyndu að skjóta niður ísraelskar stýriflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2024 09:59 Ísraelar gera reglulega loftárásir í Sýrlandi en í flestum tilfellum virðast þær beinast að Írönum og vígamönnum Hezbollah. Hér má sjá menn þrífa eftir loftárás í Damascus, sem gerð var aðfaranótt 2. október en ráðgjafi Byltingarvarðar Írans er sagður hafa fallið í henni. AP/Omar Sanadiki Ísraelar gerðu í nótt árás á meinta vopnageymslu við hlið rússneskrar herstöðvar í Sýrlandi í nótt. Rússar reyndu að skjóta ísraelskar stýriflaugar niður en engin þeirra hæfði herstöðina sjálfa. Herstöðin kallast Khmeimim og er nærri hafnarborginni Lattakia í vesturhluta Sýrlands. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum rennur stoðum undir það að hergögn hafi verið geymd á staðnum. Rússneskir herbloggarar segja vöruskemmurnar hafa verið notaðar af sýrlenskum og írönskum hermönnum og að Ísraelar hafi notað stýriflaugar við árásina. Þeir segja rússneska hermenn hafa reynt að skjóta flaugarnar niður. Einhverjar stýriflaugar voru skotnar niður, samkvæmt herbloggurunum, en ljóst er að miklar sprengingar urðu í vöruskemmunum. Israel reportedly struck a warehouse of Iranian and Syrian weapons (you can see missiles or rockets cooking off) in the town of Jableh near the main Russian base of Hmeimim in Syria. The base itself has not been touched, per Russian accounts, and the Russians apparently tried to… pic.twitter.com/kyTlaPWWnu— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) October 3, 2024 Eins og fram kemur í frétt Times of Israel hafa forsvarsmenn ísraelska hersins heitið því að stöðva allar vopnasendingar frá Íran til Hezbollah í Líbanon. Sýrland hefur reglulega verið notað til slíkra sendinga og hafa Ísraelar gert fjölmargar árásir þar á undanförnum árum. Þessar árásir hafa bæði beinst að vopna og hergagnasendingum til Hezbollah og gegn samtökunum sjálfum, sem hafa verið umsvifamikil í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin hófst þar á síðasta áratug. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Fjölmiðlar í Íran segja að meðlimur Byltingarvarðar Írans, sem hafi starfað í Sýrlandi sem ráðgjafi, hafi fallið í árás Ísraela á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, fyrr í þessari viku. Ísrael Íran Sýrland Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Herstöðin kallast Khmeimim og er nærri hafnarborginni Lattakia í vesturhluta Sýrlands. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum rennur stoðum undir það að hergögn hafi verið geymd á staðnum. Rússneskir herbloggarar segja vöruskemmurnar hafa verið notaðar af sýrlenskum og írönskum hermönnum og að Ísraelar hafi notað stýriflaugar við árásina. Þeir segja rússneska hermenn hafa reynt að skjóta flaugarnar niður. Einhverjar stýriflaugar voru skotnar niður, samkvæmt herbloggurunum, en ljóst er að miklar sprengingar urðu í vöruskemmunum. Israel reportedly struck a warehouse of Iranian and Syrian weapons (you can see missiles or rockets cooking off) in the town of Jableh near the main Russian base of Hmeimim in Syria. The base itself has not been touched, per Russian accounts, and the Russians apparently tried to… pic.twitter.com/kyTlaPWWnu— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) October 3, 2024 Eins og fram kemur í frétt Times of Israel hafa forsvarsmenn ísraelska hersins heitið því að stöðva allar vopnasendingar frá Íran til Hezbollah í Líbanon. Sýrland hefur reglulega verið notað til slíkra sendinga og hafa Ísraelar gert fjölmargar árásir þar á undanförnum árum. Þessar árásir hafa bæði beinst að vopna og hergagnasendingum til Hezbollah og gegn samtökunum sjálfum, sem hafa verið umsvifamikil í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin hófst þar á síðasta áratug. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Fjölmiðlar í Íran segja að meðlimur Byltingarvarðar Írans, sem hafi starfað í Sýrlandi sem ráðgjafi, hafi fallið í árás Ísraela á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, fyrr í þessari viku.
Ísrael Íran Sýrland Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01 Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Fimm látnir í Beirút eftir loftárás á heilsugæslu Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir loftárás Ísraelsher á heilsugæslu í Beirút, höfuðborg Líbanon, samkvæmt tilkynningu frá stjórnvöldum í Líbanon. Að sögn Ísraelshers notuðu liðsmenn Hezbollah heilsugæsluna. 3. október 2024 00:01
Bera hefndaraðgerðir undir Bandaríkin Bandaríska fréttavefsíðan Axios hefur eftir háttsettum embættismanni í Ísrael að þarlend yfirvöld kunni að hefna fyrir umfangsmikla árás Íran í gær með árás á olíuframleiðslu Írana og aðra mikilvæga innviði. 2. október 2024 10:25