Af hverju erum við að þessu? Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar 4. október 2024 07:31 Það liggur lítill vafi á að mikilvægustu menntastofnanir landsins eru leikskólarnir. Þar er kennt að hafa samkennd, auðmýkt, skilning, virðingu fyrir öðru fólki og vinna saman. Þetta veitir mikilvægan grunn að seinni lexíum um lýðræði og mannréttindi. En hvaða gagn gerir það? Af hverju erum við að birta þennan texta? Hví fylgjum við ekki ráðum félagsmiðstöðvarstarfsmannsins úr Fóstbræðrum og “höldum bara fokking kjafti?” Í aðalnámskrá framhaldsskóla er lagt jafn mikið upp úr getu nemenda til þess að taka þátt í lýðræðissamfélagi og atvinnulífinu. Ef þátttaka í samfélaginu er jafn mikilvæg og þátttaka í atvinnulífinu, má ætla að skortur á þátttöku í einu sé jafn skaðandi og í hinu. Hvernig væri ef atvinnuþátttaka ungs fólks myndi byggjast á einum tveimur krökkum í hverjum bekk? Sjáum við ekki með eigin augum hversu ömurlegt er, þegar ungt fólk ber takmarkaðan skilning á samfélaginu í kringum sig? Undanfarið hafa vinsældir viðskiptafræði, nýsköpunar, sprotafyrirtækja og fjármálalæsis aukist allverulega í menntastofnunum, en áhugi á hinu er því miður enn fremur aðstæðubundinn. Það má rifja upp að þegar loftslagsverkfall ungmenna átti sér stað, reyndu sumir skólar að halda nemendum frá þáttöku, t.d. með pizzapartíum eða hótunum um að veita fjarvist. Hvaða lexíu draga krakkar frá svoleiðis framkomu? Við erum ekki að dæma kennara, þetta er frekar dæmi um hugarfarsskekkju stjórnvalda en starfsmanna á plani. Við höfum í sama ranni komist að því undanfarið ár, að háskólar á Íslandi vilja ekki taka afstöðu gegn Ísrael og hafa raunar sýnt sterkari afstöðu gegn okkur, Stúdentaráði, Landssamtökum íslenskra stúdenta, Háskólafólki fyrir Palestínu og nemendum, bæði héðan og frá Palestínu, en gegn þjóðarmorði og hryðjuverkum Ísraelskra yfirvalda. Titill pistilsins er “af hverju erum við að þessu?” þ.e. að taka þátt í félagastarfi sem styggir skólastjórn, tekur tíma frá námi og skerðir jafnvel atvinnumöguleika í farmtíðnni? Jú, við viljum að allar stofnanir geri sitt til þess að fordæma og vinna gegn öllum mögulegum glæpum gegn mannkyni. Við teljum þetta vera ákveðna lágmarkskröfu sem flestallir ættu að skilja og bera virðingu fyrir. Ergo eiga háskólar á Íslandi eiga ekki að vera meðvirkir vargríkjum. Áhrifin sem hlytust af tengslaslitum við Ísraelska háskóla yrðu líklega meiri en við búumst við, því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og sú ákvörðun myndi vafalaust hafa áhrif t.d. aðrar menntastofnanir í norrænu ríkjunum eða evrópu, sem eru núþegar undir pressu systurfélaga okkar ytra. Við erum að þessu, því í hinum allrabesta heimi, þyrftum við ekki að vera að þessu, eða í það minnsta væri jafn mikil virðing borin fyrir mannréttindum á borði og í orði. Höfundur er Kjartan Sveinn Guðmundsson og skrifar f.h Stúdenta fyrir Palestínu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það liggur lítill vafi á að mikilvægustu menntastofnanir landsins eru leikskólarnir. Þar er kennt að hafa samkennd, auðmýkt, skilning, virðingu fyrir öðru fólki og vinna saman. Þetta veitir mikilvægan grunn að seinni lexíum um lýðræði og mannréttindi. En hvaða gagn gerir það? Af hverju erum við að birta þennan texta? Hví fylgjum við ekki ráðum félagsmiðstöðvarstarfsmannsins úr Fóstbræðrum og “höldum bara fokking kjafti?” Í aðalnámskrá framhaldsskóla er lagt jafn mikið upp úr getu nemenda til þess að taka þátt í lýðræðissamfélagi og atvinnulífinu. Ef þátttaka í samfélaginu er jafn mikilvæg og þátttaka í atvinnulífinu, má ætla að skortur á þátttöku í einu sé jafn skaðandi og í hinu. Hvernig væri ef atvinnuþátttaka ungs fólks myndi byggjast á einum tveimur krökkum í hverjum bekk? Sjáum við ekki með eigin augum hversu ömurlegt er, þegar ungt fólk ber takmarkaðan skilning á samfélaginu í kringum sig? Undanfarið hafa vinsældir viðskiptafræði, nýsköpunar, sprotafyrirtækja og fjármálalæsis aukist allverulega í menntastofnunum, en áhugi á hinu er því miður enn fremur aðstæðubundinn. Það má rifja upp að þegar loftslagsverkfall ungmenna átti sér stað, reyndu sumir skólar að halda nemendum frá þáttöku, t.d. með pizzapartíum eða hótunum um að veita fjarvist. Hvaða lexíu draga krakkar frá svoleiðis framkomu? Við erum ekki að dæma kennara, þetta er frekar dæmi um hugarfarsskekkju stjórnvalda en starfsmanna á plani. Við höfum í sama ranni komist að því undanfarið ár, að háskólar á Íslandi vilja ekki taka afstöðu gegn Ísrael og hafa raunar sýnt sterkari afstöðu gegn okkur, Stúdentaráði, Landssamtökum íslenskra stúdenta, Háskólafólki fyrir Palestínu og nemendum, bæði héðan og frá Palestínu, en gegn þjóðarmorði og hryðjuverkum Ísraelskra yfirvalda. Titill pistilsins er “af hverju erum við að þessu?” þ.e. að taka þátt í félagastarfi sem styggir skólastjórn, tekur tíma frá námi og skerðir jafnvel atvinnumöguleika í farmtíðnni? Jú, við viljum að allar stofnanir geri sitt til þess að fordæma og vinna gegn öllum mögulegum glæpum gegn mannkyni. Við teljum þetta vera ákveðna lágmarkskröfu sem flestallir ættu að skilja og bera virðingu fyrir. Ergo eiga háskólar á Íslandi eiga ekki að vera meðvirkir vargríkjum. Áhrifin sem hlytust af tengslaslitum við Ísraelska háskóla yrðu líklega meiri en við búumst við, því oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og sú ákvörðun myndi vafalaust hafa áhrif t.d. aðrar menntastofnanir í norrænu ríkjunum eða evrópu, sem eru núþegar undir pressu systurfélaga okkar ytra. Við erum að þessu, því í hinum allrabesta heimi, þyrftum við ekki að vera að þessu, eða í það minnsta væri jafn mikil virðing borin fyrir mannréttindum á borði og í orði. Höfundur er Kjartan Sveinn Guðmundsson og skrifar f.h Stúdenta fyrir Palestínu við Háskóla Íslands.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun