Sigmundur góður sessunautur af því að hann mæti sjaldan Árni Sæberg skrifar 2. október 2024 12:03 Ef marka má færslu Björns Levís gerist það sjaldan að setið er í öllum þessum sætum. X „Sigmundur Davíð er sessunautur minn á þessu þingi. Hann hefur verið það einu sinni áður. Hann er mjög góður sessunautur af því að hann situr eiginlega aldrei í sætinu sínu,“ segir þingmaður Pírata um formann Miðflokksins. Hann veltir því fyrir sér hvort leiðin að 19 prósenta fylgi sé að mæta ekki í vinnuna. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson í langri færslu á Facebook, þar sem hann birtir meðal annars einhver konar rappeinvígi milli Sigmundar Davíðs árið 2009 og Sigmundar Davíðs árið 2024, sem samið er af gervigreind. Fær meira pláss í litlum salnum Björn Leví segir það mikinn kost sessunautar á Alþingi að mæta sjaldan á þingfundi, enda fái hann aðeins meira pláss í litlum þingsalnum. Fleiri þingmenn Pírata ættu því að geta fagnað með Birni Leví, enda dróst Sigmundur Davíð á borð með þremur Pírötum. „Stundum hefur mér þótt Píratarnir vera alveg á réttri línu, til dæmis með persónufrelsi og tölvumálin sem þeir eru auðvitað áhugasamir um. En stundum verða þeir alveg mjög skrýtnir. Þannig ég veit ekki alveg hverju ég á von á í þessum hópi. Það var strax byrjað að reyna að sannfæra mig um að ganga til liðs við þennan hóp sem varð þarna til fyrir tilviljun,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Vísi eftir að dregið hafði verið í sæti. Mæti ekki á nefndarfundi heldur Björn Leví segir aftur á móti að mæting á þingfundi segi ekki alla söguna. Mæting í nefndir sé aðeins betri vísbending um það hvernig þingmaður sinni starfi sínu. Sigmundur Davíð sé skráður aðalmaður í tvær nefndir, framtíðarnefnd og utanríkismálanefnd. Miðað við fundargerðir utanríkisnefndar hafi Sigmundur Davíð mætt átta sinnum á réttum tíma á fundi hennar, fjórum sinnum of seint eða farið snemma og 19 sinnum ekki mætt yfir höfuð. Í framtíðarnefnd hafi hann verið fjarverandi á öllum fundum utan þess fyrsta, sem komnar eru fundargerðir fyrir. „Var hann kannski í áheyrnarnefndunum í staðinn? Nei, ég skoðaði svona 30 fundargerðir frá atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd og fann hann hvergi í þeim fundargerðum enda veit ég ekki til þess að hann hafi mætt á neina af þeim fundum og nennti því ekki að leita meira.“ Leiðin að nítján prósenta fylgi? „Er þetta leiðin til þess að fá 19% í skoðanakönnum? Að sinna bara ekki þingstörfunum? Ef svo er þá þarf ég alvarlega að fara að íhuga hvernig ég sinni þessu starfi --- eða ekki,“ segir Björn Leví. Í nýjast þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær mælist Miðflokkur Sigmundar Davíðs með 19 prósenta fylgi og er næststærsti flokkur landsins. Félli ef hann væri í menntaskóla Björn Leví er ekki sá fyrsti til þess að gagnrýna takmarkaða viðveru Sigmundar Davíðs í þinginu. Í grein Lilju Hrundar Lúðvíksdóttur, starfsmanns þingflokks Sjálfstæðiflokksins, á dögunum kom fram að fjarvistarhlutfall Sigmundar Davíðs við atkvæðagreiðslur hefði verið 62 prósent á síðasta þingvetri. Nokkuð ljóst er að enginn kæmist upp með slíka mætingu í menntaskóla. Þá benti Lilja Hrund einnig á að á síðustu sex þingvetrum hafi Sigmundur Davíð aðeins lagt fram frumvarp fimm sinnum, öll um sömu tvö málin. Miðflokkurinn Alþingi Píratar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Þetta segir Björn Leví Gunnarsson í langri færslu á Facebook, þar sem hann birtir meðal annars einhver konar rappeinvígi milli Sigmundar Davíðs árið 2009 og Sigmundar Davíðs árið 2024, sem samið er af gervigreind. Fær meira pláss í litlum salnum Björn Leví segir það mikinn kost sessunautar á Alþingi að mæta sjaldan á þingfundi, enda fái hann aðeins meira pláss í litlum þingsalnum. Fleiri þingmenn Pírata ættu því að geta fagnað með Birni Leví, enda dróst Sigmundur Davíð á borð með þremur Pírötum. „Stundum hefur mér þótt Píratarnir vera alveg á réttri línu, til dæmis með persónufrelsi og tölvumálin sem þeir eru auðvitað áhugasamir um. En stundum verða þeir alveg mjög skrýtnir. Þannig ég veit ekki alveg hverju ég á von á í þessum hópi. Það var strax byrjað að reyna að sannfæra mig um að ganga til liðs við þennan hóp sem varð þarna til fyrir tilviljun,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Vísi eftir að dregið hafði verið í sæti. Mæti ekki á nefndarfundi heldur Björn Leví segir aftur á móti að mæting á þingfundi segi ekki alla söguna. Mæting í nefndir sé aðeins betri vísbending um það hvernig þingmaður sinni starfi sínu. Sigmundur Davíð sé skráður aðalmaður í tvær nefndir, framtíðarnefnd og utanríkismálanefnd. Miðað við fundargerðir utanríkisnefndar hafi Sigmundur Davíð mætt átta sinnum á réttum tíma á fundi hennar, fjórum sinnum of seint eða farið snemma og 19 sinnum ekki mætt yfir höfuð. Í framtíðarnefnd hafi hann verið fjarverandi á öllum fundum utan þess fyrsta, sem komnar eru fundargerðir fyrir. „Var hann kannski í áheyrnarnefndunum í staðinn? Nei, ég skoðaði svona 30 fundargerðir frá atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd og fann hann hvergi í þeim fundargerðum enda veit ég ekki til þess að hann hafi mætt á neina af þeim fundum og nennti því ekki að leita meira.“ Leiðin að nítján prósenta fylgi? „Er þetta leiðin til þess að fá 19% í skoðanakönnum? Að sinna bara ekki þingstörfunum? Ef svo er þá þarf ég alvarlega að fara að íhuga hvernig ég sinni þessu starfi --- eða ekki,“ segir Björn Leví. Í nýjast þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær mælist Miðflokkur Sigmundar Davíðs með 19 prósenta fylgi og er næststærsti flokkur landsins. Félli ef hann væri í menntaskóla Björn Leví er ekki sá fyrsti til þess að gagnrýna takmarkaða viðveru Sigmundar Davíðs í þinginu. Í grein Lilju Hrundar Lúðvíksdóttur, starfsmanns þingflokks Sjálfstæðiflokksins, á dögunum kom fram að fjarvistarhlutfall Sigmundar Davíðs við atkvæðagreiðslur hefði verið 62 prósent á síðasta þingvetri. Nokkuð ljóst er að enginn kæmist upp með slíka mætingu í menntaskóla. Þá benti Lilja Hrund einnig á að á síðustu sex þingvetrum hafi Sigmundur Davíð aðeins lagt fram frumvarp fimm sinnum, öll um sömu tvö málin.
Miðflokkurinn Alþingi Píratar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira