Nýir vendir sópa best Arnar Þór Jónsson, Kári Allansson og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifa 2. október 2024 11:00 Stofnun Lýðræðisflokksins er nauðsynlegt andsvar við þeim doða sem lagst hefur yfir íslensk stjórnmál. Í landi þar sem stór hluti almennings þorir ekki að tjá skoðanir sínar halda margir að framtíðin verði best tryggð með því að þegja, brosa og hlýða yfirvaldinu. Gömlu stjórnmálaflokkarnir eru myndbirting þessa vandamáls og þjóna hagsmunum flokkseigenda fremur en kjósenda. Ríkisreknir fjölmiðlar og ríkisreknir stjórnmálaflokkar sameinast um að þjóna kerfinu sem til er orðið. Það útskýrir sterk viðbrögð við Lýðræðisflokknum sem lofar að þjóna almenningi og efla beint lýðræði. Í umhverfi þar sem stefnumál flokka sjást ekki í framkvæmd bregðast flokkarnir hagsmunum kjósenda sinna daglega. Við slíkar aðstæður er brýn nauðsyn á pólitískri endurnýjun. Á þremur sólarhringum, síðan tilkynnt var um stofnun Lýðræðisflokksins hafa komið fram eftirfarandi áherslumál flokksins: Á Íslandi búi frjáls þjóð í frjálsu landi: Staðinn verði traustur vörður um frelsi fólks til orðs og athafna. Í stað áframhaldandi stofnanavæðingar stjórnmálaflokka fái almenningur að endurheimta áhrif sín og sjálfsvirðingu með þátttöku í beinu lýðræði um mikilvægustu mál. Að innviðir íslensks samfélags, sem grotnað hafa niður á síðustu árum, verði treystir að nýju. Miklu lægri skattar, tollar og opinber gjöld: Þetta verður ekki gert nema með því að skrúfa fyrir stjórnlausan leka úr ríkiskassanum, m.a. í loftslagsmál, hælisleitendamál og daglega útþenslu ríkisins. Ríkið hætti að vasast í málum sem ekki falla undir grundvallarhlutverk þess, en eftirláti einstaklingum og fyrirtækjum að stýra sínum eigin málum. Fjölmiðlar: Samkvæmt fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga 2025 eiga tæplega 6,5 milljarðar af almannafé að renna til RÚV á því ári. Þetta er tímaskekkja. Þær aðstæður sem réttlættu stofnun Ríkisútvarps á sínum tíma eiga ekki lengur við nú á dögum. Eigi nefskattur að standa áfram ber að veita skattgreiðendum frjálst val um hvaða fjölmiðill fær útvarpsgjaldið sem hver og einn greiðir. RÚV ohf. á að selja eða leggja niður. Húsnæðismál: Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð. Lækkun vaxta og verðbólgu: Áhrif 80.000 útlendinga sem dveljast á Íslandi og ríflega tvær milljónir ferðamanna árlega setja gríðarlegt álag á innviði, ekki síst á húsnæðismarkað. Peningastefna yfirvalda stefni að nýju marki, þ.e. að bæta hag almennings fremur en að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um það sem þarf að gera og verður gert, sbr. stefnuyfirlýsingu Lýðræðisflokksins og 12 loforð til kjósenda sem birt verða á næstunni. Höfundar eru stofnendur Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Stofnun Lýðræðisflokksins er nauðsynlegt andsvar við þeim doða sem lagst hefur yfir íslensk stjórnmál. Í landi þar sem stór hluti almennings þorir ekki að tjá skoðanir sínar halda margir að framtíðin verði best tryggð með því að þegja, brosa og hlýða yfirvaldinu. Gömlu stjórnmálaflokkarnir eru myndbirting þessa vandamáls og þjóna hagsmunum flokkseigenda fremur en kjósenda. Ríkisreknir fjölmiðlar og ríkisreknir stjórnmálaflokkar sameinast um að þjóna kerfinu sem til er orðið. Það útskýrir sterk viðbrögð við Lýðræðisflokknum sem lofar að þjóna almenningi og efla beint lýðræði. Í umhverfi þar sem stefnumál flokka sjást ekki í framkvæmd bregðast flokkarnir hagsmunum kjósenda sinna daglega. Við slíkar aðstæður er brýn nauðsyn á pólitískri endurnýjun. Á þremur sólarhringum, síðan tilkynnt var um stofnun Lýðræðisflokksins hafa komið fram eftirfarandi áherslumál flokksins: Á Íslandi búi frjáls þjóð í frjálsu landi: Staðinn verði traustur vörður um frelsi fólks til orðs og athafna. Í stað áframhaldandi stofnanavæðingar stjórnmálaflokka fái almenningur að endurheimta áhrif sín og sjálfsvirðingu með þátttöku í beinu lýðræði um mikilvægustu mál. Að innviðir íslensks samfélags, sem grotnað hafa niður á síðustu árum, verði treystir að nýju. Miklu lægri skattar, tollar og opinber gjöld: Þetta verður ekki gert nema með því að skrúfa fyrir stjórnlausan leka úr ríkiskassanum, m.a. í loftslagsmál, hælisleitendamál og daglega útþenslu ríkisins. Ríkið hætti að vasast í málum sem ekki falla undir grundvallarhlutverk þess, en eftirláti einstaklingum og fyrirtækjum að stýra sínum eigin málum. Fjölmiðlar: Samkvæmt fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga 2025 eiga tæplega 6,5 milljarðar af almannafé að renna til RÚV á því ári. Þetta er tímaskekkja. Þær aðstæður sem réttlættu stofnun Ríkisútvarps á sínum tíma eiga ekki lengur við nú á dögum. Eigi nefskattur að standa áfram ber að veita skattgreiðendum frjálst val um hvaða fjölmiðill fær útvarpsgjaldið sem hver og einn greiðir. RÚV ohf. á að selja eða leggja niður. Húsnæðismál: Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð. Lækkun vaxta og verðbólgu: Áhrif 80.000 útlendinga sem dveljast á Íslandi og ríflega tvær milljónir ferðamanna árlega setja gríðarlegt álag á innviði, ekki síst á húsnæðismarkað. Peningastefna yfirvalda stefni að nýju marki, þ.e. að bæta hag almennings fremur en að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um það sem þarf að gera og verður gert, sbr. stefnuyfirlýsingu Lýðræðisflokksins og 12 loforð til kjósenda sem birt verða á næstunni. Höfundar eru stofnendur Lýðræðisflokksins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun