Segir gagnrýnina ósvífna og ósanngjarna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. október 2024 20:12 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Aðsend „Mér finnst þetta bara vera mjög ósvífin og ósanngjörn gagnrýni. Ég skil ekki hvernig það er hægt að saka einhvern um tvískinnung í svona máli sem hefur allan tímann óskað eftir meiri úrbótum fyrir óvarða vegfarendur og vildi ganga lengra en gengið var. Við höfum ekkert skipt um skoðun í þessu máli og gerðum það aldrei.“ Þetta segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um gagnrýni borgarfulltrúi Pírata sem tengist öryggi gangandi vegfarenda á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg þar sem banaslys varð um helgina. Blöskraði viðtal Kjartans Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, sagðist blöskra það að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ í kjölfar slyssins og sakaði hann um að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi vegfarenda við umrædd gatnamót. Hún vísaði þá í viðtal Kjartans við Morgunblaðið þar sem hann talaði um tillögu flokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur á síðasta ári. Dóra sakaði Kjartan um tvískinnung og sagði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ekki vera hluta af lausninni heldur vandanum. „Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung.“ Meirihlutinn hafi valið verri lausn Kjartan segir í samtali við Vísi að gagnrýni Dóru sé alröng. Hann ítrekar að ekki sé hægt að saka hann um tvískinnung í þessu máli þar sem hann hefur ávallt kallað eftir enn meira öryggi á svæðinu. Tillögur um breytingar á gatnamótunum sem hafa verið framkvæmdar. „Mér finnst afskaplega ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung. Þetta snýst um tillögu frá meirihlutanum um breytingu á gatnamótunum en við sátum hjá við afgreiðslu þessarar tillögu á þeim tíma. Vegna þess að við töldum ekki nægilega langt gengið fyrir öryggi vegfarenda og töldum að það væri verið að búa til verri lausn fyrir umferðina á svæðinu.“ Telur ljóst að tæknin sem er notuð sé ekki fullkomin Hann segir það augljóst að breyting meirihlutans á gatnamótunum hafi ekki tryggt öryggi vegfarenda nægilega. „Við vildum bæta öryggi gangandi vegfarenda með hnapp og snjallljósastýringu á umferðarljósunum og svo er sú tillaga felld af meirihlutanum. Það er ótrúlegt að tæpu ári síðar er maður sakaður um það að vinna gegn hagsmunum gangandi vegfaranda þegar við lögðum fram tillögu sem vildi ganga lengra.“ Með snjallljósastýringu á Kjartan við að skynjari myndi mæla gangandi vegfarendur og gefa þeim þann tíma sem hann þarf til að komast yfir götuna. Hann segist ekki vita hvers vegna meirihlutinn hafi farið þessa leið í stað þeirrar leiðar sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til. „Það er alveg ljóst á þessum gatnamótum að það er ekki fullkomin tækni notuð. Það er notast við klukkukerfi þar sem er alltaf miðað við fimmtán sekúndur fyrir gangandi vegfarendur. Það eru til miklu betri lausnir.“ Foreldrar kvörtuðu yfir skömmum tíma til að komast yfir gatnamótin í samtali við fréttastofu á sunnudaginn og sögðu hann of skamman fyrir börn. Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Sjálfstæðisflokkurinn Banaslys við Sæbraut Píratar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira
Þetta segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um gagnrýni borgarfulltrúi Pírata sem tengist öryggi gangandi vegfarenda á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg þar sem banaslys varð um helgina. Blöskraði viðtal Kjartans Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, sagðist blöskra það að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ í kjölfar slyssins og sakaði hann um að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi vegfarenda við umrædd gatnamót. Hún vísaði þá í viðtal Kjartans við Morgunblaðið þar sem hann talaði um tillögu flokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur á síðasta ári. Dóra sakaði Kjartan um tvískinnung og sagði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ekki vera hluta af lausninni heldur vandanum. „Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung.“ Meirihlutinn hafi valið verri lausn Kjartan segir í samtali við Vísi að gagnrýni Dóru sé alröng. Hann ítrekar að ekki sé hægt að saka hann um tvískinnung í þessu máli þar sem hann hefur ávallt kallað eftir enn meira öryggi á svæðinu. Tillögur um breytingar á gatnamótunum sem hafa verið framkvæmdar. „Mér finnst afskaplega ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung. Þetta snýst um tillögu frá meirihlutanum um breytingu á gatnamótunum en við sátum hjá við afgreiðslu þessarar tillögu á þeim tíma. Vegna þess að við töldum ekki nægilega langt gengið fyrir öryggi vegfarenda og töldum að það væri verið að búa til verri lausn fyrir umferðina á svæðinu.“ Telur ljóst að tæknin sem er notuð sé ekki fullkomin Hann segir það augljóst að breyting meirihlutans á gatnamótunum hafi ekki tryggt öryggi vegfarenda nægilega. „Við vildum bæta öryggi gangandi vegfarenda með hnapp og snjallljósastýringu á umferðarljósunum og svo er sú tillaga felld af meirihlutanum. Það er ótrúlegt að tæpu ári síðar er maður sakaður um það að vinna gegn hagsmunum gangandi vegfaranda þegar við lögðum fram tillögu sem vildi ganga lengra.“ Með snjallljósastýringu á Kjartan við að skynjari myndi mæla gangandi vegfarendur og gefa þeim þann tíma sem hann þarf til að komast yfir götuna. Hann segist ekki vita hvers vegna meirihlutinn hafi farið þessa leið í stað þeirrar leiðar sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til. „Það er alveg ljóst á þessum gatnamótum að það er ekki fullkomin tækni notuð. Það er notast við klukkukerfi þar sem er alltaf miðað við fimmtán sekúndur fyrir gangandi vegfarendur. Það eru til miklu betri lausnir.“ Foreldrar kvörtuðu yfir skömmum tíma til að komast yfir gatnamótin í samtali við fréttastofu á sunnudaginn og sögðu hann of skamman fyrir börn.
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Sjálfstæðisflokkurinn Banaslys við Sæbraut Píratar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar Sjá meira