Bönnum hnefaleika alfarið Adolf Ingi Erlingsson skrifar 1. október 2024 09:02 Nú stendur til að flytja frumvarp á alþingi um að leyfa atvinnuhnefaleika sem hingað til hafa verið bannaðir. Nær væri að stíga skrefið í hina áttina og banna hnefaleika alfarið eins og gert var frá 1956 til ársins 2002 þegar ólympískir hnefaleikar voru leyfðir. Með þá vitneskju í farteskinu sem við höfum í dag um afleiðingar höfuðmeiðsla og heilahristings eigum við að vera komin lengra en það að gera okkur að leik að lemja hvert annað. Undirritaður vann sem íþróttafréttamaður í ríflega tvo áratugi og fylgdist því með flest öllum íþróttagreinum, þar á meðal hnefaleikum. Þótt sumir álíti hnefaleika eina af merkustu íþróttunum var ég alltaf efins, og dró jafnvel í efa að flokka ætti hnefaleika sem íþrótt. Sá efi er ekki lengur til staðar, heldur fullvissa um að þeir séu það ekki (sorrí, Bubbi, ég elska þig). Það er grundvallarmunur á hnefaleikum og öðrum íþróttum, meira að segja öðrum bardagaíþróttum. Hnefaleikar eru nefnilega eina íþróttin sem gengur útá að skaða mótherjann. Í hnefaleikum er markmiðið að meiða andstæðinginn og fullnaðarsigur fæst með því að rota hann. Skiptir engu hvort um sé að ræða ólympíska hnefaleika eða atvinnuhnefaleika. Í öðrum íþróttum er þér refsað fyrir að meiða andstæðinginn og til dæmis í karate fær keppandi refsistig ef hann slær keppinautinn í andlitið og getur jafnvel verið dæmdur úr leik. Á síðustu árum hefur orðið æ ljósara hve skaðleg ítrekuð höfuðhögg eru. Fjölmargt íþróttafólk hefur þurft að hætta keppni vegna höfuðmeiðsla og sumt jafnvel látið lífið. Fræg er rannsóknin á fyrrverandi ruðningsköppum í Bandaríkjunum þar sem krufning á 376 þeirra leiddi í ljós heilaskemmdir hjá 345. Löngu var orðið ljóst að sama hætta fylgdi hnefaleikum og meðal annars þess vegna hafa vinsældir þeirra dvínað verulega á síðustu árum. Formælendum hnefaleika er tíðrætt um að keppendur í öðrum íþróttagreinum meiðist líka og stundum alvarlega. Það er satt og rétt, en hinsvegar eru reglur í þeim greinum til þess að koma í veg fyrir meiðsli eins og hægt er og keppendum iðulega refsað ef sýnt þykir að þeir hafi meitt andstæðing viljandi. Utan hnefaleikahringsins er athæfið sem þar er viðhaft flokkað sem líkamsárás. Af hverju ættum við að leyfa líkamsárásir í nafni íþrótta bara vegna þess að þær eiga sér stað í hringnum? Vissulega eiga hnefaleikar sér langa sögu, en hún er æði skrautleg og hefur auk ofbeldisins einkennst af harðvítugum deilum og klofningi innan íþróttarinnar, svindli, ógegnsæi og óljósum reglum, jafnt innan hringsins sem utan hans. Í Róm voru skylmingaþrælar látnir fórna lífi sínu lýðnum til skemmtunar. Árið 2024 eigum við að vera komin lengra en það að láta hnefaleikafólk fórna heilsu sinni okkur til skemmtunar. Bönnum hnefaleika alfarið og verðum á ný skrýtna landið sem hefur forgöngu í lýðheilsu í stað þess að færa lýðnum blóð. Höfundur er ökuleiðsögumaður, fyrrverandi íþróttafréttamaður og áhugamaður um lýðheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Box Alþingi Adolf Ingi Erlingsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Nú stendur til að flytja frumvarp á alþingi um að leyfa atvinnuhnefaleika sem hingað til hafa verið bannaðir. Nær væri að stíga skrefið í hina áttina og banna hnefaleika alfarið eins og gert var frá 1956 til ársins 2002 þegar ólympískir hnefaleikar voru leyfðir. Með þá vitneskju í farteskinu sem við höfum í dag um afleiðingar höfuðmeiðsla og heilahristings eigum við að vera komin lengra en það að gera okkur að leik að lemja hvert annað. Undirritaður vann sem íþróttafréttamaður í ríflega tvo áratugi og fylgdist því með flest öllum íþróttagreinum, þar á meðal hnefaleikum. Þótt sumir álíti hnefaleika eina af merkustu íþróttunum var ég alltaf efins, og dró jafnvel í efa að flokka ætti hnefaleika sem íþrótt. Sá efi er ekki lengur til staðar, heldur fullvissa um að þeir séu það ekki (sorrí, Bubbi, ég elska þig). Það er grundvallarmunur á hnefaleikum og öðrum íþróttum, meira að segja öðrum bardagaíþróttum. Hnefaleikar eru nefnilega eina íþróttin sem gengur útá að skaða mótherjann. Í hnefaleikum er markmiðið að meiða andstæðinginn og fullnaðarsigur fæst með því að rota hann. Skiptir engu hvort um sé að ræða ólympíska hnefaleika eða atvinnuhnefaleika. Í öðrum íþróttum er þér refsað fyrir að meiða andstæðinginn og til dæmis í karate fær keppandi refsistig ef hann slær keppinautinn í andlitið og getur jafnvel verið dæmdur úr leik. Á síðustu árum hefur orðið æ ljósara hve skaðleg ítrekuð höfuðhögg eru. Fjölmargt íþróttafólk hefur þurft að hætta keppni vegna höfuðmeiðsla og sumt jafnvel látið lífið. Fræg er rannsóknin á fyrrverandi ruðningsköppum í Bandaríkjunum þar sem krufning á 376 þeirra leiddi í ljós heilaskemmdir hjá 345. Löngu var orðið ljóst að sama hætta fylgdi hnefaleikum og meðal annars þess vegna hafa vinsældir þeirra dvínað verulega á síðustu árum. Formælendum hnefaleika er tíðrætt um að keppendur í öðrum íþróttagreinum meiðist líka og stundum alvarlega. Það er satt og rétt, en hinsvegar eru reglur í þeim greinum til þess að koma í veg fyrir meiðsli eins og hægt er og keppendum iðulega refsað ef sýnt þykir að þeir hafi meitt andstæðing viljandi. Utan hnefaleikahringsins er athæfið sem þar er viðhaft flokkað sem líkamsárás. Af hverju ættum við að leyfa líkamsárásir í nafni íþrótta bara vegna þess að þær eiga sér stað í hringnum? Vissulega eiga hnefaleikar sér langa sögu, en hún er æði skrautleg og hefur auk ofbeldisins einkennst af harðvítugum deilum og klofningi innan íþróttarinnar, svindli, ógegnsæi og óljósum reglum, jafnt innan hringsins sem utan hans. Í Róm voru skylmingaþrælar látnir fórna lífi sínu lýðnum til skemmtunar. Árið 2024 eigum við að vera komin lengra en það að láta hnefaleikafólk fórna heilsu sinni okkur til skemmtunar. Bönnum hnefaleika alfarið og verðum á ný skrýtna landið sem hefur forgöngu í lýðheilsu í stað þess að færa lýðnum blóð. Höfundur er ökuleiðsögumaður, fyrrverandi íþróttafréttamaður og áhugamaður um lýðheilsu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun