Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2024 11:32 Tarik Ibrahimagic reyndist hetja Víkinga í gær sem unnu sannkallaðan seiglusigur gegn Valsmönnum sem gæti reynst ansi dýrmætur þegar talið verður upp úr pokanum í lok tímabils. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Gærdagurinn í Bestu deild karla í fótbolta var áhugaverður og bauð upp á margar mismunandi sögulínur. Ekki vantaði mörkin í leikina fjóra og þá var dramatíkin allsráðandi í slag Vals og Víkings Reykjavíkur Með 3-2 dramatískum sigri í gær tókst Víkingum að tylla sér aftur á topp Bestu deildarinnar á markatölu. Daninn Tarik Ibrahimagic, sem kom til félagsins frá Vestra fyrr á tímabilinu, tók heldur betur á stóra sínum og skoraði sigurmark Víkinga þegar að langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Hans annað mark í leiknum. Víkingar eru sem fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar á betra markahlutfalli en Blikar. Valur er í þriðja sæti deildarinnar og ekki öruggir með Evrópusæti þegar að þrjár umferðir eru eftir. KR fór á kostum á Meistaravöllum þegar að þeir tóku á móti KR goðsögninni Rúnari Kristinssyni sem nú er þjálfari Fram. Benóný Breki Andrésson, framherji KR, tók yfir leikinn og skoraði fjögur af sjö mörkum KR í 7-1 sigri. Sigur sem gárungar segja að forði KR frá falli. Á Kerecisvellinum á Ísafirði unnu Vestramenn gífurlega mikilvægan 2-1 endurkomusigur á HK. Leikurinn bauð upp á glæsimörk en með sigrinum lyftir Vestri sér upp úr fallsæti, upp fyrir HK sem eru nú einu stigi á eftir Vestra í 11.sætinu. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu í leik Fylkis og KA í Árbænum í gær. Það kom eftir rúmar þrjátíu sekúndur og var KA manna sem áttu eftir að sigla heim 3-1 sigri. Útlitið er orðið dökkt fyrir Fylkismenn sem sitja límdir við botn Bestu deildarinnar. Stjarnan og ÍA eigast við í lokaleik 2.umferðar í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í kvöld. Bæði lið þurfa sigur í Evrópubaráttunni. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leikinn klukkan sjö. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KR Fram Vestri HK Fylkir KA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Með 3-2 dramatískum sigri í gær tókst Víkingum að tylla sér aftur á topp Bestu deildarinnar á markatölu. Daninn Tarik Ibrahimagic, sem kom til félagsins frá Vestra fyrr á tímabilinu, tók heldur betur á stóra sínum og skoraði sigurmark Víkinga þegar að langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Hans annað mark í leiknum. Víkingar eru sem fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar á betra markahlutfalli en Blikar. Valur er í þriðja sæti deildarinnar og ekki öruggir með Evrópusæti þegar að þrjár umferðir eru eftir. KR fór á kostum á Meistaravöllum þegar að þeir tóku á móti KR goðsögninni Rúnari Kristinssyni sem nú er þjálfari Fram. Benóný Breki Andrésson, framherji KR, tók yfir leikinn og skoraði fjögur af sjö mörkum KR í 7-1 sigri. Sigur sem gárungar segja að forði KR frá falli. Á Kerecisvellinum á Ísafirði unnu Vestramenn gífurlega mikilvægan 2-1 endurkomusigur á HK. Leikurinn bauð upp á glæsimörk en með sigrinum lyftir Vestri sér upp úr fallsæti, upp fyrir HK sem eru nú einu stigi á eftir Vestra í 11.sætinu. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta markinu í leik Fylkis og KA í Árbænum í gær. Það kom eftir rúmar þrjátíu sekúndur og var KA manna sem áttu eftir að sigla heim 3-1 sigri. Útlitið er orðið dökkt fyrir Fylkismenn sem sitja límdir við botn Bestu deildarinnar. Stjarnan og ÍA eigast við í lokaleik 2.umferðar í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í kvöld. Bæði lið þurfa sigur í Evrópubaráttunni. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst stundarfjórðungi fyrir leikinn klukkan sjö.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur KR Fram Vestri HK Fylkir KA Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira