Aftur fram af hengifluginu? Ingólfur Sverrisson skrifar 29. september 2024 17:30 Mikil undur og stórmerki voru talin ríkja fyrir tveimur áratugum þegar heimsbyggðinni var talin trú um að hér á landi byggju óviðjafnanlegir fjármálasnillingar. Við hefðum erft yfirskilvitleg gen frá víkingaöld sem síðan þróuðust í einangruninni úti í ballarhafi með þeim árangri að íslenska fjármálakerfið gat boðið hærri ávöxtun fjármuna en afgangurinn af veröldinni treysti sér til enda ekki náð sama þroska á þessu sviði. Peningar streymdu til landsins úr öllum heimshornum til að ná mestu ávöxtun sem sögur fóru af. Þegar þessi dapurlegi hrunadans stóð sem hæst gafst undirrituðum tækifæri til að spyrja í fáfræði einn bankastjóra stærstu bankanna í hverju snilldin væri fólgin. Hann taldi skýringarnar eflaust margar en nefndi þó eitt sérstaklega, að við hefðum Reiknistofu bankanna! Við svarið gafst ég endanlega upp á að skilja þetta sjónarspil og ekki leið á löngu þar til við svifum fram af bjargbrúninni eins og vængjalausir kálfar. Niðurstaðan varð hrikalegt áfall fyrir hið opinbera, einstaklinga og fyrirtæki sem enginn tók ábyrgð á og fáir lærðu af auk þess sem víða erlendis var litið á þessa þjóð eins og viðundur sem lifði í eigin sjálfsblekkingu og væri ekki við bjargandi. Nú bendir allt til þess að aftur sé tekið að hlaðast upp í samskonar bálköst sem gæti haft enn verri afleiðingar eftir nokkur ár fyrir land og þjóð. Í þetta skipti er það ekki ofurtrú á yfirburðafærni Íslendinga í fjármálum heldur að hér sé búið að rækta enn eitt snilldarverkið sem er íslenska krónan – minnsti gjaldmiðill í veröldinni. Þessi óviðjafnanlegi kjörgripur hafi reynst svo vel að ekki megi einu sinni ræða að taka upp annan og traustari alþjóðlegan gjaldmiðil eins og evruna. Slíkt og þvílíkt tal flokkast að margra mati undir helgispjöll. Þrátt fyrir það hefur um árabil verið hér mikill fjármálaóstöðugleiki og verðbólga meiri en annars staðar. Sífelldar aðgerðir til að halda dýrtíðinni niðri og minnka skaðann sem aðrar þjóðir með öflugri gjaldmiðla eru lausar við. Af þeim sökum hafa íslensk fyrirtæki með yfir 40% þjóðarframleiðslunnar, og keppa á alþjóðamarkaði, komið sér undan áhrifavaldi krónunnar og þar á meðal vaxtavendinum sem ætlað er að halda verðbólgunni niðri. Þess vegna er því pyntingartæki - með dyggri aðstoð íslensku bankanna - eingöngu beint að þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem eru lokuð inni í krónuhagkerfinu, skulda og komast ekki annað. Í þessum hópi má finna unga fólkið að koma sér þaki yfir höfuðið ásamt minni fyrirtækjum sem eru að mestu eða eingöngu með viðskipti á innanlandsmarkaði. Um þessar mundir sjást merki um að þetta fyrirkomulag sé að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar þar sem önnur býr við sömu aðstæður og fólk og fyrirtæki í nágrannalöndunum en hin verður að lúta allt öðrum og lakari kjörum. Með því að lítill áhugi virðist hjá þorra stjórnmálaflokkanna að móta stefnu til lengri tíma til að stöðva þessa þróun mun ójöfnuðurinn aðeins aukast næstu árin og að lokum springur þessi óskapnaður allur í andlitið á þjóðinni með miklum látum. Svona stigvaxandi mismunum gengur einfaldlega ekki til lengdar án alvarlegra afleiðinga. Tvær þjóðir í sama landi við gjörólík kjör til þess eins að halda í þennan örgjaldmiðil af því er virðist af trúarlegri og tilbeiðslukenndri sannfæringu um mikilvægi hans. Þrátt fyrir allt eru þó vísbendingar um að þeim fari fjölgandi sem sjá að í mikið óefni stefnir ef ekkert er að gert enda ekki seinna vænna að taka til hendi áður en við svífum í annað sinn fram af hengifluginu mikla eins og saklausir óvitar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikil undur og stórmerki voru talin ríkja fyrir tveimur áratugum þegar heimsbyggðinni var talin trú um að hér á landi byggju óviðjafnanlegir fjármálasnillingar. Við hefðum erft yfirskilvitleg gen frá víkingaöld sem síðan þróuðust í einangruninni úti í ballarhafi með þeim árangri að íslenska fjármálakerfið gat boðið hærri ávöxtun fjármuna en afgangurinn af veröldinni treysti sér til enda ekki náð sama þroska á þessu sviði. Peningar streymdu til landsins úr öllum heimshornum til að ná mestu ávöxtun sem sögur fóru af. Þegar þessi dapurlegi hrunadans stóð sem hæst gafst undirrituðum tækifæri til að spyrja í fáfræði einn bankastjóra stærstu bankanna í hverju snilldin væri fólgin. Hann taldi skýringarnar eflaust margar en nefndi þó eitt sérstaklega, að við hefðum Reiknistofu bankanna! Við svarið gafst ég endanlega upp á að skilja þetta sjónarspil og ekki leið á löngu þar til við svifum fram af bjargbrúninni eins og vængjalausir kálfar. Niðurstaðan varð hrikalegt áfall fyrir hið opinbera, einstaklinga og fyrirtæki sem enginn tók ábyrgð á og fáir lærðu af auk þess sem víða erlendis var litið á þessa þjóð eins og viðundur sem lifði í eigin sjálfsblekkingu og væri ekki við bjargandi. Nú bendir allt til þess að aftur sé tekið að hlaðast upp í samskonar bálköst sem gæti haft enn verri afleiðingar eftir nokkur ár fyrir land og þjóð. Í þetta skipti er það ekki ofurtrú á yfirburðafærni Íslendinga í fjármálum heldur að hér sé búið að rækta enn eitt snilldarverkið sem er íslenska krónan – minnsti gjaldmiðill í veröldinni. Þessi óviðjafnanlegi kjörgripur hafi reynst svo vel að ekki megi einu sinni ræða að taka upp annan og traustari alþjóðlegan gjaldmiðil eins og evruna. Slíkt og þvílíkt tal flokkast að margra mati undir helgispjöll. Þrátt fyrir það hefur um árabil verið hér mikill fjármálaóstöðugleiki og verðbólga meiri en annars staðar. Sífelldar aðgerðir til að halda dýrtíðinni niðri og minnka skaðann sem aðrar þjóðir með öflugri gjaldmiðla eru lausar við. Af þeim sökum hafa íslensk fyrirtæki með yfir 40% þjóðarframleiðslunnar, og keppa á alþjóðamarkaði, komið sér undan áhrifavaldi krónunnar og þar á meðal vaxtavendinum sem ætlað er að halda verðbólgunni niðri. Þess vegna er því pyntingartæki - með dyggri aðstoð íslensku bankanna - eingöngu beint að þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem eru lokuð inni í krónuhagkerfinu, skulda og komast ekki annað. Í þessum hópi má finna unga fólkið að koma sér þaki yfir höfuðið ásamt minni fyrirtækjum sem eru að mestu eða eingöngu með viðskipti á innanlandsmarkaði. Um þessar mundir sjást merki um að þetta fyrirkomulag sé að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar þar sem önnur býr við sömu aðstæður og fólk og fyrirtæki í nágrannalöndunum en hin verður að lúta allt öðrum og lakari kjörum. Með því að lítill áhugi virðist hjá þorra stjórnmálaflokkanna að móta stefnu til lengri tíma til að stöðva þessa þróun mun ójöfnuðurinn aðeins aukast næstu árin og að lokum springur þessi óskapnaður allur í andlitið á þjóðinni með miklum látum. Svona stigvaxandi mismunum gengur einfaldlega ekki til lengdar án alvarlegra afleiðinga. Tvær þjóðir í sama landi við gjörólík kjör til þess eins að halda í þennan örgjaldmiðil af því er virðist af trúarlegri og tilbeiðslukenndri sannfæringu um mikilvægi hans. Þrátt fyrir allt eru þó vísbendingar um að þeim fari fjölgandi sem sjá að í mikið óefni stefnir ef ekkert er að gert enda ekki seinna vænna að taka til hendi áður en við svífum í annað sinn fram af hengifluginu mikla eins og saklausir óvitar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun