„Þetta er bara besta móment lífs míns“ Hinrik Wöhler skrifar 28. september 2024 17:24 Það er ljóst að það verður kátt á hjalla hjá Jökli Andréssyni og félögum í kvöld. Vísir/Anton Brink Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. „Þetta er bara besta móment lífs míns. Ég er búinn að gráta, ég er búinn að hlæja. Ég bara trúi þessu ekki,“ sagði Jökull eftir leikinn. Það heyrðist mikið í stuðningsfólki Aftureldingar í dag og Jökull getur varla orða bundist yfir stuðningnum. „Ég er að horfa á þetta, allir búnir að syngja í 90 mínútur fyrir okkur. Þetta er ótrúlegt, ég gæti farið að gráta núna. Ég er bara svo hamingjusamur.“ Jökull talar um það mikla hjarta sem er í félaginu og það hafi verið sterk liðsheild sem skilaði sigrinum í dag. Besta deildin bíður Aftureldingar á næsta tímabili.Vísir/Anton Brink „Það hefur alltaf slegið fast. Við erum svo mikið samfélag, við elskum hvorn annan, við gerum allt fyrir hvorn annan. Við hefðum ekki unnið í dag án þeirra, við sem liðsheild, þetta er bara Mosó hjarta.“ Jökull kom til liðsins á miðju tímabili þegar Afturelding var í neðri helming Lengjudeildarinnar og benti fátt til þess að liðið væri á leið upp í Bestu deildina að ári. „Persónulega hafði ég alltaf trú á þessu. Ég og Maggi [Magnús Már Einarsson] vorum búnir að skrifa upp plan. Hvað við ætluðum að gera, hvernig ég get hjálpað. Svo á endanum gerðu þeir allt fyrir mig, þessir strákar og allt liðið. Við gerðum þetta saman og ég bara trúi því ekki hvað er að gerast núna,“ sagði Jökull. Á láni frá Reading Á undanförnum árum hefur markvörðurinn flakkað á milli liða í neðri deildum Englands. Hann er láni frá Reading og gefur ekkert upp þegar hann var spurður hvort hann verði hjá Mosfellingum næsta tímabil. „Það er spurning maður, það er ekki leiðinlegt núna en við sjáum til. Ég ætla allavega að njóta í dag og njóta í kvöld. Vera með fjölskyldu og vinum, það getur allt gerst,“ sagði markvörðurinn litríki að lokum. Besta deild karla Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
„Þetta er bara besta móment lífs míns. Ég er búinn að gráta, ég er búinn að hlæja. Ég bara trúi þessu ekki,“ sagði Jökull eftir leikinn. Það heyrðist mikið í stuðningsfólki Aftureldingar í dag og Jökull getur varla orða bundist yfir stuðningnum. „Ég er að horfa á þetta, allir búnir að syngja í 90 mínútur fyrir okkur. Þetta er ótrúlegt, ég gæti farið að gráta núna. Ég er bara svo hamingjusamur.“ Jökull talar um það mikla hjarta sem er í félaginu og það hafi verið sterk liðsheild sem skilaði sigrinum í dag. Besta deildin bíður Aftureldingar á næsta tímabili.Vísir/Anton Brink „Það hefur alltaf slegið fast. Við erum svo mikið samfélag, við elskum hvorn annan, við gerum allt fyrir hvorn annan. Við hefðum ekki unnið í dag án þeirra, við sem liðsheild, þetta er bara Mosó hjarta.“ Jökull kom til liðsins á miðju tímabili þegar Afturelding var í neðri helming Lengjudeildarinnar og benti fátt til þess að liðið væri á leið upp í Bestu deildina að ári. „Persónulega hafði ég alltaf trú á þessu. Ég og Maggi [Magnús Már Einarsson] vorum búnir að skrifa upp plan. Hvað við ætluðum að gera, hvernig ég get hjálpað. Svo á endanum gerðu þeir allt fyrir mig, þessir strákar og allt liðið. Við gerðum þetta saman og ég bara trúi því ekki hvað er að gerast núna,“ sagði Jökull. Á láni frá Reading Á undanförnum árum hefur markvörðurinn flakkað á milli liða í neðri deildum Englands. Hann er láni frá Reading og gefur ekkert upp þegar hann var spurður hvort hann verði hjá Mosfellingum næsta tímabil. „Það er spurning maður, það er ekki leiðinlegt núna en við sjáum til. Ég ætla allavega að njóta í dag og njóta í kvöld. Vera með fjölskyldu og vinum, það getur allt gerst,“ sagði markvörðurinn litríki að lokum.
Besta deild karla Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira