Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 22:24 Ungverjar myndu verjast innrás Rússa eftir allt saman ef marka má yfirlýsingar Viktors Orbán, forsætisráðherra landsins. Ráðgjafi hans gaf annað til kynna í vikunni. AP/Luca Bruno Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. Ummæli ráðgjafans, sem féllu í hlaðvarpsþætti sem birtist á miðvikudag, ollu töluverðu uppnámi í Ungverjalandi, Balázs Orbán, sem er ekki skyldur Orbán forsætisráðherra, sagði þar að það hefði verið „ábyrgðarlaust“ af forseta Úkraínu að verja land sitt með hervaldi þegar Rússar gerðu innrás árið 2022. Ungverjar hefðu lært það af uppreisninni gegn hersetuliði Sovétríkjanna árið 1956 að fara ætti með „dýrmæt ungversk líf“ af varkárkni frekar en að „fórna þeim“ í varnir. Margir tóku ummælunum óstinnt upp þar sem með þeim virtist ráðgjafinn gefa til kynna að það það hefðu verið mistök af ungverskum uppreisnarmönnum að streitast gegn hernámi Sovétmanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Rauði herinn drap um þrjú þúsund óbreytta borgara og lagði stóran hluta Búdapestar í rúst þegar hann barði uppreisnina niður. Péter Magyar, leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar, sakaði ráðgjafann um að svívirða minningu uppreisnarfólksins og krafðist þess að hann segði af sér. Bálazs Orbán er einn nánasti ráðgjafi Orbán forsætisráðherra. Þrátt fyrir eftirnafnið eru þeir ekki tengdir fjölskylduböndum.AP/Michel Euler Telja stríðið tilgangslaust Viktor Orbán reyndi að gera sem minnst úr ummælum ráðgjafa síns í dag. Lýsti hann þeim sem óljósum og það hefðu verið mistök af ráðgjafanum í þessu samhengi. Fullyrti forsætisráðherrann að Ungverjalandi hefði „alltaf varið sig, það mun verja sig í dag og það mun halda áfram að verja sig í framtíðinni með öllum tiltækum ráðum.“ Stjórn Orbán hefur reynt að hindra, tefja og draga úr efnahagslegri og hernaðarlegri aðstoð Evrópusambandsins við Úkraínu og refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Ráðgjafi forsætisráðherrans sagði í samfélagsmiðlafærslu í gær að ungverska ríkisstjórnin sæi „engan tilgang“ í stríðinu í Úkraínu og fullyrti að hundrað þúsundir manna hefði látið lífið þar „til einskis“. Eftir að Rússar gerðu allsherjarinnrás í Úkraínu í febrúar 2022 hafa þeir hernumið um fimmtung landsins. Þeir héldu síðar málamynda atkvæðagreiðslur í hernumdum héruðum til þess að réttlæta innlimum þeirra. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að Úkraína eigi sér ekki tilverurétt sem fullvalda ríki. Ungverjaland Rússland Sovétríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Ummæli ráðgjafans, sem féllu í hlaðvarpsþætti sem birtist á miðvikudag, ollu töluverðu uppnámi í Ungverjalandi, Balázs Orbán, sem er ekki skyldur Orbán forsætisráðherra, sagði þar að það hefði verið „ábyrgðarlaust“ af forseta Úkraínu að verja land sitt með hervaldi þegar Rússar gerðu innrás árið 2022. Ungverjar hefðu lært það af uppreisninni gegn hersetuliði Sovétríkjanna árið 1956 að fara ætti með „dýrmæt ungversk líf“ af varkárkni frekar en að „fórna þeim“ í varnir. Margir tóku ummælunum óstinnt upp þar sem með þeim virtist ráðgjafinn gefa til kynna að það það hefðu verið mistök af ungverskum uppreisnarmönnum að streitast gegn hernámi Sovétmanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Rauði herinn drap um þrjú þúsund óbreytta borgara og lagði stóran hluta Búdapestar í rúst þegar hann barði uppreisnina niður. Péter Magyar, leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar, sakaði ráðgjafann um að svívirða minningu uppreisnarfólksins og krafðist þess að hann segði af sér. Bálazs Orbán er einn nánasti ráðgjafi Orbán forsætisráðherra. Þrátt fyrir eftirnafnið eru þeir ekki tengdir fjölskylduböndum.AP/Michel Euler Telja stríðið tilgangslaust Viktor Orbán reyndi að gera sem minnst úr ummælum ráðgjafa síns í dag. Lýsti hann þeim sem óljósum og það hefðu verið mistök af ráðgjafanum í þessu samhengi. Fullyrti forsætisráðherrann að Ungverjalandi hefði „alltaf varið sig, það mun verja sig í dag og það mun halda áfram að verja sig í framtíðinni með öllum tiltækum ráðum.“ Stjórn Orbán hefur reynt að hindra, tefja og draga úr efnahagslegri og hernaðarlegri aðstoð Evrópusambandsins við Úkraínu og refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Ráðgjafi forsætisráðherrans sagði í samfélagsmiðlafærslu í gær að ungverska ríkisstjórnin sæi „engan tilgang“ í stríðinu í Úkraínu og fullyrti að hundrað þúsundir manna hefði látið lífið þar „til einskis“. Eftir að Rússar gerðu allsherjarinnrás í Úkraínu í febrúar 2022 hafa þeir hernumið um fimmtung landsins. Þeir héldu síðar málamynda atkvæðagreiðslur í hernumdum héruðum til þess að réttlæta innlimum þeirra. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að Úkraína eigi sér ekki tilverurétt sem fullvalda ríki.
Ungverjaland Rússland Sovétríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira