Laxalúsin sækir í sig veðrið fyrir vestan Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 11:11 Lúsétinn lax í kvíum Arctic fish í Tálknafirði. Veiga Grétarsdóttir kajakræðari tók á sínum tíma áhrifaríkar myndir af því hversu grátt lúsin leikur laxinn í sjókvíum. Lúsin er í sókn og nú þarf að eitra. Veiga Grétarsdóttir Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með að fiskeldisfyrirtækin fyrir vestan fái að nota eitur til að eiga við laxalús. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir segir menn ekki vilja sjá stöðu sem uppi var í fyrra og lúsinni fjölgi. Nefndin hefur afgreitt nokkur erindi þar sem þau ráðleggja Matvælastofnun vegna umsóknar um leyfi til að lúsameðhöndla eldislaxa í sjókvíaeldi. Þarf að þétta nótina til að draga fiskinn í gegnum eitrunina Um er að ræða umsóknir sem varða lúsameðhöndlun á eldislaxi með Deltametrin í baðlausn, sem mun vera mest notaða skordýraeitur heims, fyrir meðal annars 8 kvíar í Tálknafirði en einnig í Patreksfirði og Dýrafirði. Í tveimur síðarnefndu fjörðunum varð ástandið óviðráðanlegt í fyrra og endaði með neyðarslátrun á 1,7 milljón eldislaxa og förgun þeirra. Nefndin segir að út frá fyrirliggjandi gögnum um núverandi stöðu og þróun mælir hún með því að fiskur í umræddum kvíum verði meðhöndlaður samkvæmt umsókn. En nefndin ítrekar jafnframt að ákveðin áhætta fylgi því að nota lyfið vegna ástands fisksins. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir er formaður nefndarinnar og hann segir þessa ráðleggingu hugsaða sem svo að böðun með lyfjum þarfnist ákveðinnar aðferðar. „Það er ekki beint lyfið sem hefur áhrif á fiskinn, heldur aðferðin. Yfirleitt er nótin dregin saman til að minnka rúmmálið og það getur haft áhrif á fiskinn, vatnsmagn og svo súrefni.“ Vilja ekki sama ástand og í fyrra en þangað stefnir lúsin Þá segir Þorvaldur að ekki sé hægt að líta hjá hliðarverkana sem varða sjávardýr í nágrenninu. „Við höfum verið íhaldssöm í að heimila eða mæla með notkun lyfjanna. Þetta var slæmt ár í fyrra, lúsin náði sér óheppilega á strik og olli talsvert miklum skaða. Lúsétinn lax í sjókví. Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með því að eldisfyrirtækin fái að eitra fyrir lúsinni en með semingi þó, því aðferðin sem slík setur laxinn í háska.Veiga Grétarsdóttir Við erum kannski ekki komin þangað í dag. En ef ekkert er aðhafst gæti þetta farið þangað og þangað vilja menn ekki fara aftur. Það er alveg ljóst. Slæmt ástand sem skapaðist í fyrra, gríðarlegt tjón og ekki gott fyrir fiskinn,“ segir Þorvaldur. Að sögn fiskifræðingsins eru lýs kaldar á fisknum, svo fer fram talning og þar er tekið eitthvað meðaltal. „Við tökum viðmið og ýmsir þættir sem spila inn í það hvort þurfi að meðhöndla eða ekki. Lúsinni fjölgar hægt og sígandi þegar líður á árið og menn vilja helst ekki fara inn í veturinn með mikla lús á fiskunum,“ segir Þorvaldur. Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Nefndin hefur afgreitt nokkur erindi þar sem þau ráðleggja Matvælastofnun vegna umsóknar um leyfi til að lúsameðhöndla eldislaxa í sjókvíaeldi. Þarf að þétta nótina til að draga fiskinn í gegnum eitrunina Um er að ræða umsóknir sem varða lúsameðhöndlun á eldislaxi með Deltametrin í baðlausn, sem mun vera mest notaða skordýraeitur heims, fyrir meðal annars 8 kvíar í Tálknafirði en einnig í Patreksfirði og Dýrafirði. Í tveimur síðarnefndu fjörðunum varð ástandið óviðráðanlegt í fyrra og endaði með neyðarslátrun á 1,7 milljón eldislaxa og förgun þeirra. Nefndin segir að út frá fyrirliggjandi gögnum um núverandi stöðu og þróun mælir hún með því að fiskur í umræddum kvíum verði meðhöndlaður samkvæmt umsókn. En nefndin ítrekar jafnframt að ákveðin áhætta fylgi því að nota lyfið vegna ástands fisksins. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir er formaður nefndarinnar og hann segir þessa ráðleggingu hugsaða sem svo að böðun með lyfjum þarfnist ákveðinnar aðferðar. „Það er ekki beint lyfið sem hefur áhrif á fiskinn, heldur aðferðin. Yfirleitt er nótin dregin saman til að minnka rúmmálið og það getur haft áhrif á fiskinn, vatnsmagn og svo súrefni.“ Vilja ekki sama ástand og í fyrra en þangað stefnir lúsin Þá segir Þorvaldur að ekki sé hægt að líta hjá hliðarverkana sem varða sjávardýr í nágrenninu. „Við höfum verið íhaldssöm í að heimila eða mæla með notkun lyfjanna. Þetta var slæmt ár í fyrra, lúsin náði sér óheppilega á strik og olli talsvert miklum skaða. Lúsétinn lax í sjókví. Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með því að eldisfyrirtækin fái að eitra fyrir lúsinni en með semingi þó, því aðferðin sem slík setur laxinn í háska.Veiga Grétarsdóttir Við erum kannski ekki komin þangað í dag. En ef ekkert er aðhafst gæti þetta farið þangað og þangað vilja menn ekki fara aftur. Það er alveg ljóst. Slæmt ástand sem skapaðist í fyrra, gríðarlegt tjón og ekki gott fyrir fiskinn,“ segir Þorvaldur. Að sögn fiskifræðingsins eru lýs kaldar á fisknum, svo fer fram talning og þar er tekið eitthvað meðaltal. „Við tökum viðmið og ýmsir þættir sem spila inn í það hvort þurfi að meðhöndla eða ekki. Lúsinni fjölgar hægt og sígandi þegar líður á árið og menn vilja helst ekki fara inn í veturinn með mikla lús á fiskunum,“ segir Þorvaldur.
Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira