Sýndi lögreglu löngutöng og var ekinn út af Árni Sæberg skrifar 20. september 2024 16:42 Sérsveitarmaður á Ford Explorer ók manninn út af veginum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Vátryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða Ríkislögreglustjóra tjón sem varð af því þegar sérsveitarbíl var ekið á bíl manns sem ekið hafði á ofsahraða. Hann hafði sýnt lögreglumönnum „ósæmilega löngutöng“ á gatnamótum áður en eftirför hófst. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Ríkislögreglustjóri hafi stefnt Sjóvá til greiðslu um 2,9 milljóna króna vegna tjóns á lögreglubifreið. Sjóvá hafi hafnað bótaskyldu í málinu en málsatvik hafi að meginstefnu verið óumdeild. Lögregla hafi að næturlagi í byrjun júní árið 2018 hugst hafa afskipti af ökumanni bifreiðar, sem tryggð var af Sjóvá, á Hringbraut í Reykjavík. Tildrög afskiptanna hafi verið þau að ökumaðurinn blikkaði ljósum og flautaði án tilefnis fyrir aftan lögreglubifreið. Að því loknu hafi hann ekið bifreiðinni hægra megin við lögreglubifreiðina, rétt upp löngutöng með ósæmilegum hætti og ekið svo brott og þá gegn rauðu ljósi. Lögregla hafi gefið ökumanninum merki með bláum blikkandi ljósum um að staðnæmast, en ökumaðurinn hafi þá aukið hraðann. Ágreiningslaust sé að ökumaðurinn hafi verið kominn á um 150 kílómetra hraða á klukkustund á Bústaðavegi, þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar. Ók á þreföldum hámarkshraða Lögreglumenn hafi óskað aðstoðar við eftirförina og bifreiðin þá náð hraðanum um 170 kílómetrar á klukkustund, þegar henni var ekið upp á Höfðabakkabrú og svo um tíma á móti umferð þannig að bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt þurftu að sveigja frá. Síðar hafi bifreiðin náð um 200 kílómetra hraða á klukkustund vestur eftir Vesturlandsvegi. Á þeim tímapunkti hafi varðstjóri heimilað að ekið yrði á bifreiðina til að stöðva för hennar. Síðar hafi bifreiðinni verið ekið á rúmlega þreföldum hámarkshraða austur Listabraut gegn rauðu ljósi. Bifreiðinni hafi síðan verið ekið aftur út á Vesturlandsveg. Á hringtorgi við Baugshlíð í Mosfellsbæ hafi ökumaður bifreiðarinnar beygt gegn akstursstefnu og virst ætla að snúa við vestur Vesturlandsveg, en þá hafi lögreglubifreið af gerðinni Ford Explorer verið ekið utan í bifreiðina með þeim afleiðingum að hún snerist við. Ökumaðurinn hafi þó ekki stöðvað heldur ekið þvert yfir umferðareyju og yfir á akbrautina austur Vesturlandsveg. Þegar komið var út í Kjós, rétt áður en komið er að Hvalfjarðarvegi, hafi ökumanninum tekist að keyra fram hjá naglamottu sem lögregla hafði komið fyrir. Slökkti ljósin til að nálgast ökumanninn Sérsveitarmaður, sá sami og hafði ekið á bíl ökumannsins á Vesturlandsvegi, þá gripið til til þess ráðs að slökkva á ljósum bifreiðarinnar. Við það hafi ökumaðurinn hægt á sér þannig að unnt varð að nálgast bifreiðina. Það hafi sérsveitarmaðurinn gert og síðan ekið á vinstra afturhorn bílsins, með þeim afleiðingum að hún snerist og fór út af veginum. Þar með hafi eftirförinni, sem þá hafði staðið í um þrjátíu mínútur, lokið. Við þetta hafi lögreglubifreiðin skemmst töluvert og viðgerðarkostnaður upp á 2.876.763 krónur fallið á Ríkissaksóknara. Alfarið ökumanninum að kenna Í niðurstöðukafla dómsins segir að eins atvikum háttar í málinu beri að fallast á með Ríkislögreglustjóra að eiginleg orsök árekstrarins hafi í reynd alfariðv erið ólögmæt háttsemi ökumanns bifreiðarinnar, sem hafi neitað að verða við ítrekuðum og lögmætum fyrirmælum lögreglu um að nema staðar. Með þeirri háttsemi ökumannsins hafi hann skapað aðstæður þar sem óhjákvæmilegt hafi verið að til árekstrar kæmi, það er að hann yrði stöðvaður með réttmætri valdbeitingu lögreglu. Háttsemi lögreglumannsins sem ók lögreglubifreiðinni yrði, að virtum atvikum öllum, ekki metin honum til sakar að nokkru leyti. Því var fallist á kröfu Ríkislögreglustjóra og Sjóvá dæmt til að greiða embættinu 2.876.763 krónur með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá greiði Sjóvá Ríkislögreglustjóra 1,45 milljónir króna í málskostnað. Lögreglumál Dómsmál Tryggingar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Ríkislögreglustjóri hafi stefnt Sjóvá til greiðslu um 2,9 milljóna króna vegna tjóns á lögreglubifreið. Sjóvá hafi hafnað bótaskyldu í málinu en málsatvik hafi að meginstefnu verið óumdeild. Lögregla hafi að næturlagi í byrjun júní árið 2018 hugst hafa afskipti af ökumanni bifreiðar, sem tryggð var af Sjóvá, á Hringbraut í Reykjavík. Tildrög afskiptanna hafi verið þau að ökumaðurinn blikkaði ljósum og flautaði án tilefnis fyrir aftan lögreglubifreið. Að því loknu hafi hann ekið bifreiðinni hægra megin við lögreglubifreiðina, rétt upp löngutöng með ósæmilegum hætti og ekið svo brott og þá gegn rauðu ljósi. Lögregla hafi gefið ökumanninum merki með bláum blikkandi ljósum um að staðnæmast, en ökumaðurinn hafi þá aukið hraðann. Ágreiningslaust sé að ökumaðurinn hafi verið kominn á um 150 kílómetra hraða á klukkustund á Bústaðavegi, þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar. Ók á þreföldum hámarkshraða Lögreglumenn hafi óskað aðstoðar við eftirförina og bifreiðin þá náð hraðanum um 170 kílómetrar á klukkustund, þegar henni var ekið upp á Höfðabakkabrú og svo um tíma á móti umferð þannig að bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt þurftu að sveigja frá. Síðar hafi bifreiðin náð um 200 kílómetra hraða á klukkustund vestur eftir Vesturlandsvegi. Á þeim tímapunkti hafi varðstjóri heimilað að ekið yrði á bifreiðina til að stöðva för hennar. Síðar hafi bifreiðinni verið ekið á rúmlega þreföldum hámarkshraða austur Listabraut gegn rauðu ljósi. Bifreiðinni hafi síðan verið ekið aftur út á Vesturlandsveg. Á hringtorgi við Baugshlíð í Mosfellsbæ hafi ökumaður bifreiðarinnar beygt gegn akstursstefnu og virst ætla að snúa við vestur Vesturlandsveg, en þá hafi lögreglubifreið af gerðinni Ford Explorer verið ekið utan í bifreiðina með þeim afleiðingum að hún snerist við. Ökumaðurinn hafi þó ekki stöðvað heldur ekið þvert yfir umferðareyju og yfir á akbrautina austur Vesturlandsveg. Þegar komið var út í Kjós, rétt áður en komið er að Hvalfjarðarvegi, hafi ökumanninum tekist að keyra fram hjá naglamottu sem lögregla hafði komið fyrir. Slökkti ljósin til að nálgast ökumanninn Sérsveitarmaður, sá sami og hafði ekið á bíl ökumannsins á Vesturlandsvegi, þá gripið til til þess ráðs að slökkva á ljósum bifreiðarinnar. Við það hafi ökumaðurinn hægt á sér þannig að unnt varð að nálgast bifreiðina. Það hafi sérsveitarmaðurinn gert og síðan ekið á vinstra afturhorn bílsins, með þeim afleiðingum að hún snerist og fór út af veginum. Þar með hafi eftirförinni, sem þá hafði staðið í um þrjátíu mínútur, lokið. Við þetta hafi lögreglubifreiðin skemmst töluvert og viðgerðarkostnaður upp á 2.876.763 krónur fallið á Ríkissaksóknara. Alfarið ökumanninum að kenna Í niðurstöðukafla dómsins segir að eins atvikum háttar í málinu beri að fallast á með Ríkislögreglustjóra að eiginleg orsök árekstrarins hafi í reynd alfariðv erið ólögmæt háttsemi ökumanns bifreiðarinnar, sem hafi neitað að verða við ítrekuðum og lögmætum fyrirmælum lögreglu um að nema staðar. Með þeirri háttsemi ökumannsins hafi hann skapað aðstæður þar sem óhjákvæmilegt hafi verið að til árekstrar kæmi, það er að hann yrði stöðvaður með réttmætri valdbeitingu lögreglu. Háttsemi lögreglumannsins sem ók lögreglubifreiðinni yrði, að virtum atvikum öllum, ekki metin honum til sakar að nokkru leyti. Því var fallist á kröfu Ríkislögreglustjóra og Sjóvá dæmt til að greiða embættinu 2.876.763 krónur með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá greiði Sjóvá Ríkislögreglustjóra 1,45 milljónir króna í málskostnað.
Lögreglumál Dómsmál Tryggingar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira