Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2024 07:19 Vance hefur viðurkennt að gæludýraátið sé aðeins orðrómur en Trump heldur áfram að halda því fram að hælisleitendur séu að éta hunda og ketti nágranna sinna. AP/Yuki Iwamura Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. Springfield komst í fréttirnar þegar bæði Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance héldu því fram að hælisleitendur frá Haítí væru að buga innviði borgarinnar og drepa og borða gæludýr íbúa. Staðhæfing Vance þess efnis hafði raunar þegar verið afsönnuð þegar Trump endurtók hana í kappræðum sínum við Kamölu Harris, varaforseta og forsetaefni Demókrataflokksins. Hið rétta er að stór meirihluti umræddra íbúa frá Haítí eru löglegir innflytjendur en þeir hafa sætt áreiti og ofsóknum frá því að orðrómurinn um gæludýraátið fór af stað í netheimum. Ríkisstjórinn Mike DeWine og borgarstjórinn Rob Rue segja undirbúning hafinn fyrir heimsókn Trump, jafnvel þótt teymi forsetaframbjóðandans hafi ekki staðfest að það sé sannarlega von á honum í heimsókn. Trump er þekktur fyrir yfirlýsingar sem virðast svo gleymast, þannig að óvíst þykir hvort hann muni raunverulega heimsækja borgina, ekki síst með tilliti til þess hversu mikil spenna hefur skapast þar. DeWine hefur sjálfur ítrekað að hann muni halda áfram að leiðrétta rangar staðhæfingar Trump og Rue hefur tekið sér vald til að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi íbúa. „Mér finnst þetta ekki góð hugmynd,“ segir Sue Call, 75 ára, í samtali við New York Times. Fyrir manneskju af þessu kalíberi að vera að endurtaka orðróm? Þetta særði marga,“ bætir hún við. „Ég tel það væri gott ef verðandi forseti kæmi hingað að sjá hvaða áhrif fólkið frá Haítí og er að hafa og hvernig þarf að laga þetta,“ segir Dave Ryan, 46 ára. „Haítibúarnir hafa áhrif á alla. Fólk er hrætt. Lífsmáti þeirra er ólíkur okkar.“ Presturinn Silencieux, innflytjandi frá Haítí, segir athyglina vegna ummæla Trump og Vance hafa verið erfiða. „Við erum hrædd við að fara út. Okkur hafa borist mikið af hótunum, líkamlegum og munnlegum.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Springfield komst í fréttirnar þegar bæði Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance héldu því fram að hælisleitendur frá Haítí væru að buga innviði borgarinnar og drepa og borða gæludýr íbúa. Staðhæfing Vance þess efnis hafði raunar þegar verið afsönnuð þegar Trump endurtók hana í kappræðum sínum við Kamölu Harris, varaforseta og forsetaefni Demókrataflokksins. Hið rétta er að stór meirihluti umræddra íbúa frá Haítí eru löglegir innflytjendur en þeir hafa sætt áreiti og ofsóknum frá því að orðrómurinn um gæludýraátið fór af stað í netheimum. Ríkisstjórinn Mike DeWine og borgarstjórinn Rob Rue segja undirbúning hafinn fyrir heimsókn Trump, jafnvel þótt teymi forsetaframbjóðandans hafi ekki staðfest að það sé sannarlega von á honum í heimsókn. Trump er þekktur fyrir yfirlýsingar sem virðast svo gleymast, þannig að óvíst þykir hvort hann muni raunverulega heimsækja borgina, ekki síst með tilliti til þess hversu mikil spenna hefur skapast þar. DeWine hefur sjálfur ítrekað að hann muni halda áfram að leiðrétta rangar staðhæfingar Trump og Rue hefur tekið sér vald til að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi íbúa. „Mér finnst þetta ekki góð hugmynd,“ segir Sue Call, 75 ára, í samtali við New York Times. Fyrir manneskju af þessu kalíberi að vera að endurtaka orðróm? Þetta særði marga,“ bætir hún við. „Ég tel það væri gott ef verðandi forseti kæmi hingað að sjá hvaða áhrif fólkið frá Haítí og er að hafa og hvernig þarf að laga þetta,“ segir Dave Ryan, 46 ára. „Haítibúarnir hafa áhrif á alla. Fólk er hrætt. Lífsmáti þeirra er ólíkur okkar.“ Presturinn Silencieux, innflytjandi frá Haítí, segir athyglina vegna ummæla Trump og Vance hafa verið erfiða. „Við erum hrædd við að fara út. Okkur hafa borist mikið af hótunum, líkamlegum og munnlegum.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira