Sjálfstæðismenn í borginni vilja samræmd próf aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2024 18:45 Frá fundi borgarstjórnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að vísa til skóla- og frístundaráðs tillögu Sjálfstæðisflokks þess efnis borgin færi þess á leit við menntamálaráðherra að samræmd próf yrðu tekin upp að nýju í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla. Skólayfirvöld í borginni vinna með menntamálaráðuneytinu að námsmati sem ætlað er að leysa samræmd próf af hólmi. Samþykkt var með tuttugu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, eftir því sem fram kemur í fundargerð borgarstjórnar. Dýrt kerfi en lítill árangur Í greinargerð með tillögunni segir að frá árinu 2009 hafi íslenskur grunnskóli dalað um það sem nemur 64 Pisa-stigum í lesskilningi. Það jafngildi rúmega þremur heilum grunnskólaárum. „Ísland er neðst Norðurlandanna í síðustu Pisa-könnun, næstneðst allra Evrópuríkja og í 6. neðsta sæti allra þátttökuríkjanna. Hér er því um óvenjulega mikla afturför að ræða á skömmum tíma. Engu að síður er hér rekið eitt dýrasta grunnskólakerfi innan OECD ríkjanna,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að kostnaður við hvern nemanda sé um 2,7 milljónir á ári, eða 27 milljónir á hvern nemanda út grunnskólagönguna. Nýtt kerfi leysi prófin af hólmi Í bókun borgarfulltrúa meirihlutans, þ.e. Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, í umræðum um menntamál var umræðu og áhuga á skólamálum fagnað. „Enda haldast gæði menntunar í hendur við hagsæld og velgengni okkar sem samfélags. Endurteknar niðurstöður úr Pisa-könnunum eru tilefni til þess að endurskoða og setja í forgang viðbrögð til þess að gera betur og auka árangur menntakerfisins,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að þegar hafi verið sett af stað fagleg vinna til að greina stöðuna og finna lausnir til þess að bregðast við. „Nú stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Reykjavíkur. Að auki hafa skólayfirföld í borginni unnið þétt með mennta- og barnamálaráðuneytinu að nýju og bættu samræmdu námsmati, matsferli, sem mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi.“ Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tillagan hefði verið samþykkt. Það er ekki rétt. Hið rétta er að samþykkt var að vísa henni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, þar sem tekin verður afstaða til hennar. Velvirðingar er beðist á þessu. Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Samþykkt var með tuttugu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, eftir því sem fram kemur í fundargerð borgarstjórnar. Dýrt kerfi en lítill árangur Í greinargerð með tillögunni segir að frá árinu 2009 hafi íslenskur grunnskóli dalað um það sem nemur 64 Pisa-stigum í lesskilningi. Það jafngildi rúmega þremur heilum grunnskólaárum. „Ísland er neðst Norðurlandanna í síðustu Pisa-könnun, næstneðst allra Evrópuríkja og í 6. neðsta sæti allra þátttökuríkjanna. Hér er því um óvenjulega mikla afturför að ræða á skömmum tíma. Engu að síður er hér rekið eitt dýrasta grunnskólakerfi innan OECD ríkjanna,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að kostnaður við hvern nemanda sé um 2,7 milljónir á ári, eða 27 milljónir á hvern nemanda út grunnskólagönguna. Nýtt kerfi leysi prófin af hólmi Í bókun borgarfulltrúa meirihlutans, þ.e. Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, í umræðum um menntamál var umræðu og áhuga á skólamálum fagnað. „Enda haldast gæði menntunar í hendur við hagsæld og velgengni okkar sem samfélags. Endurteknar niðurstöður úr Pisa-könnunum eru tilefni til þess að endurskoða og setja í forgang viðbrögð til þess að gera betur og auka árangur menntakerfisins,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að þegar hafi verið sett af stað fagleg vinna til að greina stöðuna og finna lausnir til þess að bregðast við. „Nú stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Reykjavíkur. Að auki hafa skólayfirföld í borginni unnið þétt með mennta- og barnamálaráðuneytinu að nýju og bættu samræmdu námsmati, matsferli, sem mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi.“ Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tillagan hefði verið samþykkt. Það er ekki rétt. Hið rétta er að samþykkt var að vísa henni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, þar sem tekin verður afstaða til hennar. Velvirðingar er beðist á þessu.
Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira