Má ekkert gera fyrir millistéttina? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 17. september 2024 12:31 Vaxtakostnaður heimila jókst um meira en 30 milljarða í fyrra. Fórnarkostnaður fólks er mikill af ævintýralega háum vöxtum. Viðreisn hefur aftur og aftur talað um þessa stöðu. Hina ógnarháu vexti krónunnar sem almenningur á Íslandi býr við í öllum alþjóðlegum samanburði. Vextir á Íslandi eru á pari við það sem þekkist í stríðshrjáðum ríkjum. Verðbólga hefur núna verið yfir markmiðum í fjögur ár. Og það er reyndar ekki fyrr en haustið 2026 sem gert er ráð fyrir að verðbólga geti náð 2,5% markmiði Seðlabankans. Það yrði þá eftir næstum 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Það er með því lengsta í sögunni. Fólkið sem er að díla við erfið húsnæðislán fær núna þau skilaboð að ætlunin sé að hrifsa burt það úrræði að geta nýtt séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Ég spurði forsætisráðherra í gær í fyrirspurnartíma á Alþingi út í þau plön ríkisstjórnarinnar að taka burt heimild fólks til að nýta séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Hvaða pólitísku skilaboð eru í því gagnvart millistéttinni ? Ég segi millistéttinni því þetta er úrræði sem launafólk notfærir sér. Er það málið að fólk sem fær verðbólguna á sig af fullum þunga hafi það of gott? Núna er talað um að þetta nýtist sterkefnuðu stóreignafólki. Fólki sem á mjög mikið af eignum. Eins og moldríkt stóreignafólk sé mikið með húsnæðislán á fasteignum sínum. Stóreignafólk lifir af fjármagnstekjum en ekki af launum. Og stóreignafólk borgar ekki heldur í lífeyrissjóði af fjármagnstekjunum. Það er venjulegt millistéttarfólk sem finnur fyrir því að þessi heimild hverfur. Og þetta úrræði hefur reynst millistéttinni vel. Upphæðirnar hafa síðan verið þær sömu í heilan áratug. Hafa sem sagt lækkað verulega að raunvirði og mörkin á þessum heimildum eru frekar lág. Önnur úrræði sem stjórnin hefur lagt upp nýtast eðlilega fyrst og fremst lægri tekjuhópum. Húsnæðisbætur, vaxtabætur og barnabætur. Hér er eitt úrræði sem fer aðeins lengra upp tekjustigann. En hvað með það? Má ekkert gera fyrir millistéttina? Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Vaxtakostnaður heimila jókst um meira en 30 milljarða í fyrra. Fórnarkostnaður fólks er mikill af ævintýralega háum vöxtum. Viðreisn hefur aftur og aftur talað um þessa stöðu. Hina ógnarháu vexti krónunnar sem almenningur á Íslandi býr við í öllum alþjóðlegum samanburði. Vextir á Íslandi eru á pari við það sem þekkist í stríðshrjáðum ríkjum. Verðbólga hefur núna verið yfir markmiðum í fjögur ár. Og það er reyndar ekki fyrr en haustið 2026 sem gert er ráð fyrir að verðbólga geti náð 2,5% markmiði Seðlabankans. Það yrði þá eftir næstum 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Það er með því lengsta í sögunni. Fólkið sem er að díla við erfið húsnæðislán fær núna þau skilaboð að ætlunin sé að hrifsa burt það úrræði að geta nýtt séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Ég spurði forsætisráðherra í gær í fyrirspurnartíma á Alþingi út í þau plön ríkisstjórnarinnar að taka burt heimild fólks til að nýta séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Hvaða pólitísku skilaboð eru í því gagnvart millistéttinni ? Ég segi millistéttinni því þetta er úrræði sem launafólk notfærir sér. Er það málið að fólk sem fær verðbólguna á sig af fullum þunga hafi það of gott? Núna er talað um að þetta nýtist sterkefnuðu stóreignafólki. Fólki sem á mjög mikið af eignum. Eins og moldríkt stóreignafólk sé mikið með húsnæðislán á fasteignum sínum. Stóreignafólk lifir af fjármagnstekjum en ekki af launum. Og stóreignafólk borgar ekki heldur í lífeyrissjóði af fjármagnstekjunum. Það er venjulegt millistéttarfólk sem finnur fyrir því að þessi heimild hverfur. Og þetta úrræði hefur reynst millistéttinni vel. Upphæðirnar hafa síðan verið þær sömu í heilan áratug. Hafa sem sagt lækkað verulega að raunvirði og mörkin á þessum heimildum eru frekar lág. Önnur úrræði sem stjórnin hefur lagt upp nýtast eðlilega fyrst og fremst lægri tekjuhópum. Húsnæðisbætur, vaxtabætur og barnabætur. Hér er eitt úrræði sem fer aðeins lengra upp tekjustigann. En hvað með það? Má ekkert gera fyrir millistéttina? Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun