Hefur verið með kindur í Reykjavík í 67 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2024 20:06 Ólafur Dýrmundsson, sauðfjárbóndi í Reykjavík, sem er búin að halda kindur í höfuðborginni í 67 ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjár konur eru fjallkóngar í smölun og réttum í Grímsnes- og Grafningshreppi enda segir ein af konunum að það smalist miklu betur þegar konur stýra leitum og réttum. Fjárbóndi í Reykjavík, sem hefur verið með kindur í höfuðborginni frá 1957 sótti sitt fé í Grafningsrétt í morgun. Það var fátt fé í Grafningsrétt, kannski um 250 til 300 fjár en það verður réttað þar aftur eftir hálfan mánuð og þá verður jafnvel meira fé. Konur eru alltaf að sækja meira og meira í sig veðrið þegar kemur að því að vera fjallkóngur í leitum og réttum en besta dæmið um það eru konurnar þrjár, sem eru fjallkóngar í Grímsnes- og Grafningshreppi í mismunandi réttum í sveitarfélaginu. Þrjár konur, það er svolítið sérstakt eða hvað? „Já, en þetta er ekkert í fyrsta skipti, það var líka í fyrra. Hlutverk fjallkóngsins er að fá mannskap til að koma og smala og skipuleggja,” segir Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum. Smalast betur þegar konur ráða? „Það gengur allt betur þegar konur ráða,” segir Ragnheiður hlæjandi. Hinar konurnar, sem eru fjallkóngar með Ragnheiði eru Antonía Helga Guðmundsdóttir og Auður Gunnarsdóttir. Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum þremur í Grímsnes- og Grafningshreppi en það eru allt konur í þeim störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökunum til fjölmargra ára var í Grafningsrétt. „Ég er skilamaður fyrir Reykjavík og Kópavog. Mér líst bara vel á féð en það er fátt fé núna,” segir Ólafur og bætir við. „Sauðfjárbændur standa sig alltaf mjög vel en sauðfjárræktin skiptir ekki bara máli efnahagslega því hún skiptir svo miklu máli byggðalega séð. Ég er alltaf með svona 10 til 12 vetrarfóðraðar í Reykjavík en ég er búin að eiga kindur í Reykjavík síðan 1957, engin lengur,” segir Ólafur fjárbóndi í höfuðborginni. Það tók fljótt af að rétta í Grafningsrétt í morgun enda fátt fé í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brúney Bjarklind sauðfjárbóndi á Villingavatni vill bara kollótt fé enda er hún með meira og minn allt kollótt á bænum. „Af því að það er bara fallegra, minni marblettir þegar það er verið að eiga við það. Kollótt er inn í dag,” segir Brúney. Og það eru þrjár konur fjallkóngar hér, það er svolítið sérstakt? „Er það ekki, það er bara mjög flott, smalast mun betur, nei djók. En þær standa sig vel ótrúlega vel,” bætir Brúney við. Brúney Bjarklind, sauðfjárbóndi á Villingavatni í Grafningi, sem vill helst bara eiga kollótt fé.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Réttir Landbúnaður Reykjavík Eldri borgarar Sauðfé Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Það var fátt fé í Grafningsrétt, kannski um 250 til 300 fjár en það verður réttað þar aftur eftir hálfan mánuð og þá verður jafnvel meira fé. Konur eru alltaf að sækja meira og meira í sig veðrið þegar kemur að því að vera fjallkóngur í leitum og réttum en besta dæmið um það eru konurnar þrjár, sem eru fjallkóngar í Grímsnes- og Grafningshreppi í mismunandi réttum í sveitarfélaginu. Þrjár konur, það er svolítið sérstakt eða hvað? „Já, en þetta er ekkert í fyrsta skipti, það var líka í fyrra. Hlutverk fjallkóngsins er að fá mannskap til að koma og smala og skipuleggja,” segir Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum. Smalast betur þegar konur ráða? „Það gengur allt betur þegar konur ráða,” segir Ragnheiður hlæjandi. Hinar konurnar, sem eru fjallkóngar með Ragnheiði eru Antonía Helga Guðmundsdóttir og Auður Gunnarsdóttir. Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum þremur í Grímsnes- og Grafningshreppi en það eru allt konur í þeim störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökunum til fjölmargra ára var í Grafningsrétt. „Ég er skilamaður fyrir Reykjavík og Kópavog. Mér líst bara vel á féð en það er fátt fé núna,” segir Ólafur og bætir við. „Sauðfjárbændur standa sig alltaf mjög vel en sauðfjárræktin skiptir ekki bara máli efnahagslega því hún skiptir svo miklu máli byggðalega séð. Ég er alltaf með svona 10 til 12 vetrarfóðraðar í Reykjavík en ég er búin að eiga kindur í Reykjavík síðan 1957, engin lengur,” segir Ólafur fjárbóndi í höfuðborginni. Það tók fljótt af að rétta í Grafningsrétt í morgun enda fátt fé í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brúney Bjarklind sauðfjárbóndi á Villingavatni vill bara kollótt fé enda er hún með meira og minn allt kollótt á bænum. „Af því að það er bara fallegra, minni marblettir þegar það er verið að eiga við það. Kollótt er inn í dag,” segir Brúney. Og það eru þrjár konur fjallkóngar hér, það er svolítið sérstakt? „Er það ekki, það er bara mjög flott, smalast mun betur, nei djók. En þær standa sig vel ótrúlega vel,” bætir Brúney við. Brúney Bjarklind, sauðfjárbóndi á Villingavatni í Grafningi, sem vill helst bara eiga kollótt fé.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Réttir Landbúnaður Reykjavík Eldri borgarar Sauðfé Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira