Keflvíkingar skutu Eyjamenn upp í Bestu deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2024 16:03 Eyjamenn fagna hér sigri í Lengjudeildinni og sæti í Bestu deildinni. Vísir Eyjamenn endurheimtu sæti sitt í Bestu deild karla í fótbolta í dag en þá fór fram lokaumferðin í Lengjudeild karla. ÍBV féll í fyrra en kemur strax upp aftur. Eyjamenn þurftu ekki að treysta neinn nema sjálfan sig í lokaumferðinni því sigur nægði liðinu til að vinna deildina og fara upp. Á endanum þurftu Eyjamenn þó að fá hjálp úr Keflavík. ÍBV mætti Leikni upp í Efra-Breiðholti. Róbert Hauksson kom Leiknismönnum í 1-0 á 36. mínútu og það stefndi lengi í heimasigur. Vicente Valor náði að tryggja ÍBV jafntefli með marki úr víti í uppbótartíma. Eyjamenn sluppu því við að fagna eftir tapleik. Þeir vissu þá að Keflvíkingar væru með örugga forystu á móti þeirra helstu keppinautum úr Fjölni. Tekið við titlinumvísir / smári jökullÍBV gat fagnað þrátt fyrir að hafa ekki unnið leikinn. vísir / smári jökullTekið við titlinum.vísir / smári jökullStillt sér upp og tekið við ávísun frá Lengjunni.vísir / smári jökull Næstu fjögur lið, liðin í öðru til fimmta sæti, fara í umspil um hitt lausa sætið. Þar mætast Keflavík og ÍR annars vegar en Fjölnir og Afturelding hins vegar. Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Fjölnismenn. Þeir unnu 4-0 sigur og hjálpuðu ekki aðeins ÍBV, heldur gulltryggðu þeir sér annað sætið og heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Kári Sigfússon, Mihael Mlade, Ari Steinn Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson skoruðu mörk Keflavíkurliðsins Afturelding tryggði sér líka sæti í umspilinu með 3-0 sigri á ÍR. Aron Jóhannsson og Elmar Kári Enesson Cogic, úr víti, og Patrekur Orri Guðjónsson skoruðu mörk Mosfellinga. Það var líka spenna í baráttu Njarðvíkinga og ÍR um síðasta sætið inn í umspilið. Njarðvík komst yfir á móti Grindavík og var í góðum málum en Grindvíkingum tókst að snúa leiknum við. Njarðvík og ÍR töpuðu því bæði og það kom sér betur fyrir ÍR-inga sem eru síðasta liðið inn í umspilið. Oumar Diouck kom Njarðvík yfir en Kristófer Konráðsson breytti leiknum með tveimur mörkum með mínútu millibili. Njarðvíkingar jöfnuði undir lokin með marki Marcello Deverlan Vicente en það var ekki nóg. Það var samt spenna á síðustu sekúndum leiks og þetta var líka síðasti leikurinn til að klárast. Úrslitin urðu þó 2-2 og ÍR-ingar gátu fagnað umspilssætinu þrátt fyrir tapleik. Þróttur vann 5-2 sigur á Dalvík/Reyni og Þór Akureyri vann 2-1 útisigur á Gróttu en tapliðin voru bæði fallin niður í 2. deildina. Lengjudeild karla ÍBV Afturelding Keflavík ÍF ÍR UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Eyjamenn þurftu ekki að treysta neinn nema sjálfan sig í lokaumferðinni því sigur nægði liðinu til að vinna deildina og fara upp. Á endanum þurftu Eyjamenn þó að fá hjálp úr Keflavík. ÍBV mætti Leikni upp í Efra-Breiðholti. Róbert Hauksson kom Leiknismönnum í 1-0 á 36. mínútu og það stefndi lengi í heimasigur. Vicente Valor náði að tryggja ÍBV jafntefli með marki úr víti í uppbótartíma. Eyjamenn sluppu því við að fagna eftir tapleik. Þeir vissu þá að Keflvíkingar væru með örugga forystu á móti þeirra helstu keppinautum úr Fjölni. Tekið við titlinumvísir / smári jökullÍBV gat fagnað þrátt fyrir að hafa ekki unnið leikinn. vísir / smári jökullTekið við titlinum.vísir / smári jökullStillt sér upp og tekið við ávísun frá Lengjunni.vísir / smári jökull Næstu fjögur lið, liðin í öðru til fimmta sæti, fara í umspil um hitt lausa sætið. Þar mætast Keflavík og ÍR annars vegar en Fjölnir og Afturelding hins vegar. Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Fjölnismenn. Þeir unnu 4-0 sigur og hjálpuðu ekki aðeins ÍBV, heldur gulltryggðu þeir sér annað sætið og heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Kári Sigfússon, Mihael Mlade, Ari Steinn Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson skoruðu mörk Keflavíkurliðsins Afturelding tryggði sér líka sæti í umspilinu með 3-0 sigri á ÍR. Aron Jóhannsson og Elmar Kári Enesson Cogic, úr víti, og Patrekur Orri Guðjónsson skoruðu mörk Mosfellinga. Það var líka spenna í baráttu Njarðvíkinga og ÍR um síðasta sætið inn í umspilið. Njarðvík komst yfir á móti Grindavík og var í góðum málum en Grindvíkingum tókst að snúa leiknum við. Njarðvík og ÍR töpuðu því bæði og það kom sér betur fyrir ÍR-inga sem eru síðasta liðið inn í umspilið. Oumar Diouck kom Njarðvík yfir en Kristófer Konráðsson breytti leiknum með tveimur mörkum með mínútu millibili. Njarðvíkingar jöfnuði undir lokin með marki Marcello Deverlan Vicente en það var ekki nóg. Það var samt spenna á síðustu sekúndum leiks og þetta var líka síðasti leikurinn til að klárast. Úrslitin urðu þó 2-2 og ÍR-ingar gátu fagnað umspilssætinu þrátt fyrir tapleik. Þróttur vann 5-2 sigur á Dalvík/Reyni og Þór Akureyri vann 2-1 útisigur á Gróttu en tapliðin voru bæði fallin niður í 2. deildina.
Lengjudeild karla ÍBV Afturelding Keflavík ÍF ÍR UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira