Tryggir ÍBV Bestu deildar sæti í dag? | „Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila“ Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2024 12:16 Hermann Hreiðarsson er þjálfari ÍBV sem er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Bestu deild karla fyrir næsta tímabil Vísir/Hulda Margrét Eyjamenn eru með örlögin í sínum höndum fyrir lokaumferð Lengjudeildar karla í fótbolta í dag. Sigur gegn Leikni Reykjavík gulltryggir sæti ÍBV í Bestu deildinni á næsta tímabili og myndi um leið binda endi á stutta veru liðsins í næstefstu deild. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV segir sína menn klára í alvöru leik gegn hættulegu liði Leiknis sem hefur að engu öðru að keppa nema stoltinu. Spennan í Lengjudeildinni hefur verið nær óbærileg á tímabilinu og sökum þess að aðeins topplið deildarinnar tryggir sér beint sæti upp í Bestu deildina, á meðan að liðin í öðru til fimmta sæti fara í útsláttarkeppni, er óhætt að segja að spennan nái hámarki í lokaumferð dagsins. Fyrir hana eru það lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar úr Vestmannaeyjum sem standa best að vígi á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á Fjölni í öðru sætinu. Lið Grafarvogsbúa er það eina sem getur hrifsað toppsætið af ÍBV í dag. En til þess að gera það þarf Fjölnir að bera sigur úr bítum gegn Keflavík á útivelli og um leið treysta á að Eyjamenn misstígi sig gegn Leikni í Breiðholtinu, annað hvort tapi leiknum eða geri jafntefli. Eyjamenn vita að sigur í leik dagsins sér til þess að ÍBV snúi aftur í efstu deild. Staða sem Hermann þjálfari hefði tekið fagnandi ef honum hefði verið boðið hún fyrir tímabilið. „Að sjálfsögðu. Maður hefði hrifsað það af hverjum sem er,“ segir Hermann í samtali við Vísi í morgun. Hermann hefur marga fjöruna sopið sem atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og nú sem þjálfari. Hann veit sem víst að Leiknir getur reynst hættulegur andstæðingur í dag þrátt fyrir að liðið hafi að engu að keppa nema stoltinu. Það eru oft erfiðustu andstæðingarnir. „Þeir eru með hörku lið. Við þurfum að eiga okkar dag og þá sér leikurinn um sig sjálfur. Við þurfum bara að spila vel og njóta þess að spila. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila. Stóru leikirnir með stórum verðlaunum. Við ætlum að njóta dagsins í botn og erum klárir í alvöru leik. “ Með þá staðreynd í huga að sigur í dag gulltryggir ykkur sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Hvað viltu sjá frá þínum mönnum í dag? „Í rauninni bara það sem að ég hef séð í allt sumar. Bara þetta vinnuframlag og stemningu í liðinu sem hefur fleytt okkur langt. Við höfum farið mjög langt á stemningunni, leikgleði og vinnusemi. Ég vil bara sjá það frá mínum mönnum. Að menn séu að njóta þess að spila sinn fótbolta. Við höfum verið að spila skemmtilegan bolta. Orkumikinn bolta. Það er það sem maður fer fram á fyrir hvern einasta leik.“ Frítt er í Herjólf í tilefni dagsins og má gera ráð fyrir því að Eyjamenn fjölmenni upp á land og í Breiðholtið til þess að styðja við bakið á sínum mönnum er þeir leggja í loka atlöguna í átt að Bestu deildar sæti. „Jú það er engin spurning. Það er stemning fyrir þessum leik. Enda mikið undir. Við ætlum að gera þetta að skemmtilegum degi. Það verður gaman í Breiðholtinu.“ Lokaumferð Lengjudeildarinnar hefst klukkan tvö í dag. Við greinum frá úrslitum hennar hér á Vísi. Lengjudeild karla Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Spennan í Lengjudeildinni hefur verið nær óbærileg á tímabilinu og sökum þess að aðeins topplið deildarinnar tryggir sér beint sæti upp í Bestu deildina, á meðan að liðin í öðru til fimmta sæti fara í útsláttarkeppni, er óhætt að segja að spennan nái hámarki í lokaumferð dagsins. Fyrir hana eru það lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar úr Vestmannaeyjum sem standa best að vígi á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á Fjölni í öðru sætinu. Lið Grafarvogsbúa er það eina sem getur hrifsað toppsætið af ÍBV í dag. En til þess að gera það þarf Fjölnir að bera sigur úr bítum gegn Keflavík á útivelli og um leið treysta á að Eyjamenn misstígi sig gegn Leikni í Breiðholtinu, annað hvort tapi leiknum eða geri jafntefli. Eyjamenn vita að sigur í leik dagsins sér til þess að ÍBV snúi aftur í efstu deild. Staða sem Hermann þjálfari hefði tekið fagnandi ef honum hefði verið boðið hún fyrir tímabilið. „Að sjálfsögðu. Maður hefði hrifsað það af hverjum sem er,“ segir Hermann í samtali við Vísi í morgun. Hermann hefur marga fjöruna sopið sem atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og nú sem þjálfari. Hann veit sem víst að Leiknir getur reynst hættulegur andstæðingur í dag þrátt fyrir að liðið hafi að engu að keppa nema stoltinu. Það eru oft erfiðustu andstæðingarnir. „Þeir eru með hörku lið. Við þurfum að eiga okkar dag og þá sér leikurinn um sig sjálfur. Við þurfum bara að spila vel og njóta þess að spila. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila. Stóru leikirnir með stórum verðlaunum. Við ætlum að njóta dagsins í botn og erum klárir í alvöru leik. “ Með þá staðreynd í huga að sigur í dag gulltryggir ykkur sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Hvað viltu sjá frá þínum mönnum í dag? „Í rauninni bara það sem að ég hef séð í allt sumar. Bara þetta vinnuframlag og stemningu í liðinu sem hefur fleytt okkur langt. Við höfum farið mjög langt á stemningunni, leikgleði og vinnusemi. Ég vil bara sjá það frá mínum mönnum. Að menn séu að njóta þess að spila sinn fótbolta. Við höfum verið að spila skemmtilegan bolta. Orkumikinn bolta. Það er það sem maður fer fram á fyrir hvern einasta leik.“ Frítt er í Herjólf í tilefni dagsins og má gera ráð fyrir því að Eyjamenn fjölmenni upp á land og í Breiðholtið til þess að styðja við bakið á sínum mönnum er þeir leggja í loka atlöguna í átt að Bestu deildar sæti. „Jú það er engin spurning. Það er stemning fyrir þessum leik. Enda mikið undir. Við ætlum að gera þetta að skemmtilegum degi. Það verður gaman í Breiðholtinu.“ Lokaumferð Lengjudeildarinnar hefst klukkan tvö í dag. Við greinum frá úrslitum hennar hér á Vísi.
Lengjudeild karla Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira