Að skapa sér stöðu og heimta pening! Haraldur Þór Jónsson skrifar 13. september 2024 10:00 Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er því slegið upp að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé að skapa sér stöðu og að sveitarfélagið hafi heimtað greiðslu frá Landsvirkjun til þess að Landsvirkjun fengi að byggja Búrfellslund. Ljóst er að slík fullyrðing stenst ekki og er útúrsnúningur á þeirri flóknu stöðu sem komin er upp í uppbyggingu á orkumannvirkjum á Íslandi í dag. Ég hef margfjallað um það síðustu 18 mánuði að orkumannvirki skila takmörkuðum efnahagslegum ávinningi til nærsamfélagsins. Í sumum tilfellum, eins og hjá okkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá getum við lent í beinu fjárhagslegu tapi. Þann 15. febrúar 2023 var tekin ákvörðun í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að frekari orkumannvirki verði ekki sett í skipulag sveitarfélagsins þar sem það þjónaði ekki hagsmunum íbúanna í nærumhverfinu. Sú afstaða sveitarfélagsins hefur því verið skýr í meira en 18 mánuði. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur mótmælt Búrfellslundi í gegnum allt ferlið og má sjá þau gögn á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar birtum við kæruna sem við höfum sent til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt gögnum sem við höfum sent til Skipulagsstofnunar og Orkustofnunar í undirbúningsferli Búrfellslundar. Í þeim gögnum kemur skýrt fram að sökum neikvæðra umhverfisáhrifa Búrfellslundar teljum við hann valda okkar sveitarfélagi skaða til framtíðar. Búrfellslundur skilar engum tekjum í nærsamfélagið en veldur gríðarlega neikvæðum umhverfisáhrifum á hálendi Íslands og mun því takmarka möguleika okkar til framtíðar. Í umhverfismati Búrfellslundar sem Landsvirkjun lét vinna er fjallað um mótvægisaðgerðir. Þar kemur fram að Landsvirkjun mun vinna með sveitarfélögum á svæðinu og aðilum í ferðaþjónustu að hugmyndum um hvernig hægt verður að nýta uppbyggingu Búrfellslundar á þann hátt að ný tækifæri skapist í ferðamennsku. Slíkt hefur ekki verið gert og við höfum komið þeim sjónarmiðum í gegnum ferlið til bæði Landsvirkjunar og ráðuneytisins sem fer með málaflokkinn, að forsenda þess að geta sætt sig við slíkt inngrip séu mótvægisaðgerðir gagnvart ferðaþjónustu til að vega upp á móti þeim gríðarlega neikvæðu áhrifum sem Búrfellslundur veldur. Það þýðir á íslensku að styrkja innviði, laga vegi og göngustíga o.s.frv. Sumir vilja greinilega túlka það sem heimtingu á peningum, dæmi hver fyrir sig. Það verður að tryggja að uppbygging orkumannvirkja, sem í flestum tilfellum er á landsbyggðinni, leiði ekki til þess að nærsamfélagið verði veikari með takarkaðri möguleika til að byggja upp sitt samfélag til framtíðar. Slíkt er aðeins hægt að gera með sanngjarnri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga ásamt því að ráðast í viðeigandi mótvægisaðgerðir gagnvart neikvæðum umhverfisáhrifum sem umhverfismatið leiðir í ljós. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Vindorka Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er því slegið upp að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé að skapa sér stöðu og að sveitarfélagið hafi heimtað greiðslu frá Landsvirkjun til þess að Landsvirkjun fengi að byggja Búrfellslund. Ljóst er að slík fullyrðing stenst ekki og er útúrsnúningur á þeirri flóknu stöðu sem komin er upp í uppbyggingu á orkumannvirkjum á Íslandi í dag. Ég hef margfjallað um það síðustu 18 mánuði að orkumannvirki skila takmörkuðum efnahagslegum ávinningi til nærsamfélagsins. Í sumum tilfellum, eins og hjá okkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá getum við lent í beinu fjárhagslegu tapi. Þann 15. febrúar 2023 var tekin ákvörðun í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að frekari orkumannvirki verði ekki sett í skipulag sveitarfélagsins þar sem það þjónaði ekki hagsmunum íbúanna í nærumhverfinu. Sú afstaða sveitarfélagsins hefur því verið skýr í meira en 18 mánuði. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur mótmælt Búrfellslundi í gegnum allt ferlið og má sjá þau gögn á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar birtum við kæruna sem við höfum sent til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt gögnum sem við höfum sent til Skipulagsstofnunar og Orkustofnunar í undirbúningsferli Búrfellslundar. Í þeim gögnum kemur skýrt fram að sökum neikvæðra umhverfisáhrifa Búrfellslundar teljum við hann valda okkar sveitarfélagi skaða til framtíðar. Búrfellslundur skilar engum tekjum í nærsamfélagið en veldur gríðarlega neikvæðum umhverfisáhrifum á hálendi Íslands og mun því takmarka möguleika okkar til framtíðar. Í umhverfismati Búrfellslundar sem Landsvirkjun lét vinna er fjallað um mótvægisaðgerðir. Þar kemur fram að Landsvirkjun mun vinna með sveitarfélögum á svæðinu og aðilum í ferðaþjónustu að hugmyndum um hvernig hægt verður að nýta uppbyggingu Búrfellslundar á þann hátt að ný tækifæri skapist í ferðamennsku. Slíkt hefur ekki verið gert og við höfum komið þeim sjónarmiðum í gegnum ferlið til bæði Landsvirkjunar og ráðuneytisins sem fer með málaflokkinn, að forsenda þess að geta sætt sig við slíkt inngrip séu mótvægisaðgerðir gagnvart ferðaþjónustu til að vega upp á móti þeim gríðarlega neikvæðu áhrifum sem Búrfellslundur veldur. Það þýðir á íslensku að styrkja innviði, laga vegi og göngustíga o.s.frv. Sumir vilja greinilega túlka það sem heimtingu á peningum, dæmi hver fyrir sig. Það verður að tryggja að uppbygging orkumannvirkja, sem í flestum tilfellum er á landsbyggðinni, leiði ekki til þess að nærsamfélagið verði veikari með takarkaðri möguleika til að byggja upp sitt samfélag til framtíðar. Slíkt er aðeins hægt að gera með sanngjarnri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga ásamt því að ráðast í viðeigandi mótvægisaðgerðir gagnvart neikvæðum umhverfisáhrifum sem umhverfismatið leiðir í ljós. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun