Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. september 2024 23:44 Trump var ansi heitt í hamsi í gær. getty Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. Atvikið átti sér stað á tímapunkti í kappræðunum þar sem Trump var orðið ansi heitt í hamsi. Hann var spurður hvers vegna hann hefði, í sinni forsetatíð, verið mótfallinn frumvarpi sem myndi styrkja landamæravarnir. Andartökum fyrr hafði Harris skotið á dræma mætingu á kosningafundi Trump og slaka frammistöðu hans þar. Trump brást ókvæða við og sagði að enginn sæi ástæðu til að mæta á kosningafundi Harris, en hann væri aftur á móti með „stærstu kosningafundi í sögu stjórnmála“. Í stað þess að svara spurningunni um frumvarpið sneri hann sér að samsæriskenningu um gæludýraát innflytjenda. „Í Springfield eru þeir að borða hundana, fólkið sem kom. Þeir eru að borða kettina. Þeir eru að borða gæludýr fólksins sem bjó þarna. Þetta er það sem er að gerast við landið okkar,“ sagði Trump. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=lHycpIhnFcU">watch on YouTube</a> Samsæriskenning Trump virðist eiga rætur að rekja til færslu JD Vance, varaforsetaefni Trump, á X þar sem hann segir innflytjendur frá Haítí stunda það að borða gæludýr fólks. Það er hann sagður hafa eftir nýnasistahópum og hægriöfgamönnum, samkvæmt umfjöllun NPR. Staðhæfingarnar hafa verið afsannaðar af fjöldamörgum fjölmiðlum vestanhafs og stjórnandi kappræðanna David Muir gerði slíkt hið sama. Sagði ABC hafa haft samband við bæjarstjóra Springfield í Ohio-ríki, sem hafi staðfest að engin slík tilvik hefðu komið á borð lögreglu. Trump sagðist hins vegar hafa séð það í sjónvarpinu. Nú hafa komið fram upplýsingar sem varpa ljósi á uppruna samsæriskenningarinnar. TMZ greinir frá því að svo virðist sem að eitt tilfelli dýraáts hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar verið í borginni Canton í Ohio og að bandarísk kona að nafni Allexis Telia Ferrell hafi verið staðinn að því að borða kött úti á miðri götu. Myndband úr búkmyndavél lögreglumanns sem kom á vettvang hefur farið víða um samfélagsmiðla. FACT CHECK (Share this as much as the misinformation!)CLAIM: Undocumented Haitian immigrants are stealing and eating people’s pets in Springfield, Ohio.TRUTH: Absolutely false!- The woman featured in the video is not Haitian; her name is Telia Ferrell, and she’s a U.S.… pic.twitter.com/uAifrOUPRJ— Brian Krassenstein (@krassenstein) September 9, 2024 Í frétt TMZ kemur auk þess fram að Ferrell sé ekki innflytjandi, heldur fædd og uppalin í Ohio. Hún eigi brotaferil að baki og að sögn yfirvalda glími hún við geðrænan vanda. Hún sitji nú í gæsluvarðhaldi. Áhorfendur kappræðanna gerðu sér einnig mat úr meintu dýraáti. Einhverjir birtu myndband af forviða hundum og köttum að hlusta á hræðsluáróður Trump. Líklega hefur þó verið átt við eftirfarandi myndband: THEY'RE EATING THE DOGS pic.twitter.com/lQqMW5l8pT— Tarquin 🇺🇦 (@Tarquin_Helmet) September 11, 2024 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Atvikið átti sér stað á tímapunkti í kappræðunum þar sem Trump var orðið ansi heitt í hamsi. Hann var spurður hvers vegna hann hefði, í sinni forsetatíð, verið mótfallinn frumvarpi sem myndi styrkja landamæravarnir. Andartökum fyrr hafði Harris skotið á dræma mætingu á kosningafundi Trump og slaka frammistöðu hans þar. Trump brást ókvæða við og sagði að enginn sæi ástæðu til að mæta á kosningafundi Harris, en hann væri aftur á móti með „stærstu kosningafundi í sögu stjórnmála“. Í stað þess að svara spurningunni um frumvarpið sneri hann sér að samsæriskenningu um gæludýraát innflytjenda. „Í Springfield eru þeir að borða hundana, fólkið sem kom. Þeir eru að borða kettina. Þeir eru að borða gæludýr fólksins sem bjó þarna. Þetta er það sem er að gerast við landið okkar,“ sagði Trump. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=lHycpIhnFcU">watch on YouTube</a> Samsæriskenning Trump virðist eiga rætur að rekja til færslu JD Vance, varaforsetaefni Trump, á X þar sem hann segir innflytjendur frá Haítí stunda það að borða gæludýr fólks. Það er hann sagður hafa eftir nýnasistahópum og hægriöfgamönnum, samkvæmt umfjöllun NPR. Staðhæfingarnar hafa verið afsannaðar af fjöldamörgum fjölmiðlum vestanhafs og stjórnandi kappræðanna David Muir gerði slíkt hið sama. Sagði ABC hafa haft samband við bæjarstjóra Springfield í Ohio-ríki, sem hafi staðfest að engin slík tilvik hefðu komið á borð lögreglu. Trump sagðist hins vegar hafa séð það í sjónvarpinu. Nú hafa komið fram upplýsingar sem varpa ljósi á uppruna samsæriskenningarinnar. TMZ greinir frá því að svo virðist sem að eitt tilfelli dýraáts hafi átt sér stað. Það hafi hins vegar verið í borginni Canton í Ohio og að bandarísk kona að nafni Allexis Telia Ferrell hafi verið staðinn að því að borða kött úti á miðri götu. Myndband úr búkmyndavél lögreglumanns sem kom á vettvang hefur farið víða um samfélagsmiðla. FACT CHECK (Share this as much as the misinformation!)CLAIM: Undocumented Haitian immigrants are stealing and eating people’s pets in Springfield, Ohio.TRUTH: Absolutely false!- The woman featured in the video is not Haitian; her name is Telia Ferrell, and she’s a U.S.… pic.twitter.com/uAifrOUPRJ— Brian Krassenstein (@krassenstein) September 9, 2024 Í frétt TMZ kemur auk þess fram að Ferrell sé ekki innflytjandi, heldur fædd og uppalin í Ohio. Hún eigi brotaferil að baki og að sögn yfirvalda glími hún við geðrænan vanda. Hún sitji nú í gæsluvarðhaldi. Áhorfendur kappræðanna gerðu sér einnig mat úr meintu dýraáti. Einhverjir birtu myndband af forviða hundum og köttum að hlusta á hræðsluáróður Trump. Líklega hefur þó verið átt við eftirfarandi myndband: THEY'RE EATING THE DOGS pic.twitter.com/lQqMW5l8pT— Tarquin 🇺🇦 (@Tarquin_Helmet) September 11, 2024
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira