Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 14:33 Daði segir að um leið og veðrið er gott fjölgi þyrluflugunum. Vísir/Vilhelm Félagar í samtökunum Hljóðmörk - Íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli krefjast þess að óþarfa flug hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. „Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ segir Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi. Hann segir að meðlimum samtakanna þyki umræðan hafa verið keyrð niður í skotgrafir. Það sé erfitt að eiga umræðuna og þegar þau hafi reynt að nálgast bæjar- eða borgarfulltrúa eða Isavia hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til hagsmuna íbúa. Ekki bara vegna fjölda eldgosa Hann segir að með auknum straumi ferðamanna til Íslands undanfarin ár, sem og eldgosum á Reykjanesskaga hafi hávaði frá þyrlum og einkaflugvélum stóraukist á þessum svæðum. „Samanlögð umferðin er orðin gríðarlega mikil. Þegar þú tekur þetta allt saman er þetta orðið að meiri háttar skaðvaldi í umhverfinu,“ segir en samtökin settu saman dæmi um umferð á Kársnesinu sem má sjá hér að neðan. „Þetta er ekki allt á sama deginum en er til að sýna að það er umferð allan sólarhringinn. Fjölskylda mín hefur vaknað við þyrlur og flugvélar á nóttunni. Ef það er gott veður er stanslaus umferð yfir Kársnesið,“ segir Daði og því sé ekki hægt að rekja aukna umferð eingöngu til eldgosanna á Reykjanesskaga síðustu ár. „Það þarf bara að vera gott veður og þá eru þyrlufyrirtækin að fljúga með fólk út á land og yfir borgina.“ Gera ekki athugasemd við tilveru flugvallarins Daði segir samtökin ekki taka afstöðu til tilveru flugvallarins. Þeim þyki óeðlilegt að einkaflugvélar lendi þarna og að túristaþyrlur lendi þarna. „Ef það snýr ekki að einhverju öryggishlutverki þá finnst okkur ekki að það eigi að vera þar,“ segir Daði. Hann segir að auk þess sé Icelandair farið að fljúga 757 þotum í áætlanaflugi til Akureyrar. „Það er algjörlega hræðilegt. Þær eru að fljúga yfir á kvöldin og það glymur í húsinu. Það er hvergi hægt að leita skjóls. Hann er í leikskólanum, við bókasafnið og í sundinu. Ég var þar í morgun og þá flugu þyrlur yfir.“ Daði segir félaga í samtökunum hafa kynnt sér þróun erlendis og segir að sama umræða sé í gangi í stórborgum eins og London og New York. „Það er verið að kvarta undan sömu hlutum. Það á ekki að vera sjálfsagt að fljúga þyrlum yfir íbúðabyggð.“ Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
„Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ segir Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi. Hann segir að meðlimum samtakanna þyki umræðan hafa verið keyrð niður í skotgrafir. Það sé erfitt að eiga umræðuna og þegar þau hafi reynt að nálgast bæjar- eða borgarfulltrúa eða Isavia hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til hagsmuna íbúa. Ekki bara vegna fjölda eldgosa Hann segir að með auknum straumi ferðamanna til Íslands undanfarin ár, sem og eldgosum á Reykjanesskaga hafi hávaði frá þyrlum og einkaflugvélum stóraukist á þessum svæðum. „Samanlögð umferðin er orðin gríðarlega mikil. Þegar þú tekur þetta allt saman er þetta orðið að meiri háttar skaðvaldi í umhverfinu,“ segir en samtökin settu saman dæmi um umferð á Kársnesinu sem má sjá hér að neðan. „Þetta er ekki allt á sama deginum en er til að sýna að það er umferð allan sólarhringinn. Fjölskylda mín hefur vaknað við þyrlur og flugvélar á nóttunni. Ef það er gott veður er stanslaus umferð yfir Kársnesið,“ segir Daði og því sé ekki hægt að rekja aukna umferð eingöngu til eldgosanna á Reykjanesskaga síðustu ár. „Það þarf bara að vera gott veður og þá eru þyrlufyrirtækin að fljúga með fólk út á land og yfir borgina.“ Gera ekki athugasemd við tilveru flugvallarins Daði segir samtökin ekki taka afstöðu til tilveru flugvallarins. Þeim þyki óeðlilegt að einkaflugvélar lendi þarna og að túristaþyrlur lendi þarna. „Ef það snýr ekki að einhverju öryggishlutverki þá finnst okkur ekki að það eigi að vera þar,“ segir Daði. Hann segir að auk þess sé Icelandair farið að fljúga 757 þotum í áætlanaflugi til Akureyrar. „Það er algjörlega hræðilegt. Þær eru að fljúga yfir á kvöldin og það glymur í húsinu. Það er hvergi hægt að leita skjóls. Hann er í leikskólanum, við bókasafnið og í sundinu. Ég var þar í morgun og þá flugu þyrlur yfir.“ Daði segir félaga í samtökunum hafa kynnt sér þróun erlendis og segir að sama umræða sé í gangi í stórborgum eins og London og New York. „Það er verið að kvarta undan sömu hlutum. Það á ekki að vera sjálfsagt að fljúga þyrlum yfir íbúðabyggð.“
Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira