Stéttaskipt tjáningarfrelsi Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir skrifa 10. september 2024 12:03 Í gær, mánudaginn 9. september sl. kom niðurstaða dómsmálaráðherra í máli vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar. Vararíkissaksóknari eins og flest vita var áminntur og sendur í leyfi fyrir ítrekaða orðræðu, deilingar og „like“ á samfélagsmiðlum. Orðræðu gegn samkynhneigðum, fólki á flótta, innflytjendum, tilteknum samtökum og tjáning í formi deilinga og „like“ um einstaka mál þolenda ofbeldis, þó ekki til stuðnings þeirra. Til upprifjunar þá deildi hann m.a. og líkaði við Facebook færslu sem braut gegn persónuvernd þolanda ofbeldis, sakaði fólk á flótta um að gera sér upp samkynhneigð til að fá vernd hér á landi og líkaði við færslu þar sem bæði þolandi og Stígamót eru sökuð um lögbrot á opinberum vettvangi. Væri Helgi ekki maður í valdastöðu, stöðu sem hefur áhrif á gang mála brotaþola, væri þessi niðurstaða ekki jafn grafalvarleg. Staðreyndin er sú að hann hefur meiri völd innan samfélagsins sem og réttarkerfisins en flest okkar í þessu þjóðfélagi. Einstaklingar, óháð kyni, kynhneigð og uppruna á að geta treyst því að fá réttláta málsmeðferð í kerfinu án fordóma. Hvernig getur embættið uppfyllt þau skilyrði með þennan mann innanborðs? Sama dag þurfti baráttukona að biðja landsþekktan meintan rað ofbeldismann afsökunar á nafnlausri Twitter færslu. Svari þar sem hann var hvergi nafngreindur en speglaði sjálfan sig við og ekki í fyrsta skipti. Eftir sat baráttukonan í málaferlum við umræddan mann í 3 ár, með tilheyrandi kostnaði þar til hún gafst upp fjölskyldu sinnar vegna. Þann 8. nóvember 2017 gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um siðareglur fyrir ákærendur á Íslandi til fyllingar á evrópsku leiðbeiningarreglunum. Þar segir í 3. gr.: „Ákærendur skulu gæta þess að framkoma og framganga þeirra utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til ákæruvaldsins“. Fram kemur að ákærendur skuli forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þeirra og dregið úr trausti almennings gagnvart þeim. Þá þurfi ákærendur að gæta þess, taki þeir þátt í opinberri umræðu, að framganga þeirra sé með þeim hætti að „hlutleysi þeirra sem ákærenda verði ekki dregið í efa“. Afhverju berum við þessi tvö mál saman? Því þessi mál eru keimlík. Orðræðu vararíkissaksóknara má rekja til ársins 2011, á meðan meint ofbeldishegðun mannsins sem þvingaði fram afsökunarbeiðni má rekja á internetinu og ljósvakamiðlum allt til ársins 2009. Bæði málin eiga sér því langa sögu og virðast kjarna annars vegar að tjáningarfrelsi sé stéttaskipt og hins vegar að dómsmálaráðherra þyki ásættanlegur fórnarkostnaður að rýra traust til ákæruvaldsins, sem er nú þegar veikt, frekar en að taka slaginn gegn rótgrónu feðraveldi. Dómsmálaráðherra sagði „...tjáning vararíkissaksóknara hefur verið sett fram við sérstakar aðstæður“ og vísar til þess ofbeldis sem Helgi var beittur og segir að sérstakar aðstæður heimili rýmri tjáningu. Dómar sem hafa fallið undanfarin árin gefa hins vegar þolendum ofbeldis ekki þetta rými þegar þau skila skömminni. Tjáningarfrelsi og hatursorðræða eiga ekkert skylt. Dómsmálaráðherra samþykkir hatursorðræðu gegn öllu fólki á flótta á meðan embættið sem Helgi situr í setur ítrekað múl á þolendur ofbeldis og stuðningsfólk þeirra. Þolendur ofbeldis mega ekki einu sinni tjá sig um einstaka meinta gerendur hvað þá sína eigin kvalara á meðan Helgi fær súkkulaðipassa og snuð. Konur og jaðarhópar njóta ekki þeirra forréttinda að mega tjá sig óheflað. Undir sömu leikreglum mætti háttsettur karlmaður í valdastöðu ekki stunda hatursorðræðu undir formerkjum tjáningarfrelsis sökum vinnutengds álags og konu væri ekki refsað fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt, standa með öðrum þolendum og segja það sama og ómað hefur um íslenskan veraldarvef og innan samfélagsins í 15 ár. Öfgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í gær, mánudaginn 9. september sl. kom niðurstaða dómsmálaráðherra í máli vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar. Vararíkissaksóknari eins og flest vita var áminntur og sendur í leyfi fyrir ítrekaða orðræðu, deilingar og „like“ á samfélagsmiðlum. Orðræðu gegn samkynhneigðum, fólki á flótta, innflytjendum, tilteknum samtökum og tjáning í formi deilinga og „like“ um einstaka mál þolenda ofbeldis, þó ekki til stuðnings þeirra. Til upprifjunar þá deildi hann m.a. og líkaði við Facebook færslu sem braut gegn persónuvernd þolanda ofbeldis, sakaði fólk á flótta um að gera sér upp samkynhneigð til að fá vernd hér á landi og líkaði við færslu þar sem bæði þolandi og Stígamót eru sökuð um lögbrot á opinberum vettvangi. Væri Helgi ekki maður í valdastöðu, stöðu sem hefur áhrif á gang mála brotaþola, væri þessi niðurstaða ekki jafn grafalvarleg. Staðreyndin er sú að hann hefur meiri völd innan samfélagsins sem og réttarkerfisins en flest okkar í þessu þjóðfélagi. Einstaklingar, óháð kyni, kynhneigð og uppruna á að geta treyst því að fá réttláta málsmeðferð í kerfinu án fordóma. Hvernig getur embættið uppfyllt þau skilyrði með þennan mann innanborðs? Sama dag þurfti baráttukona að biðja landsþekktan meintan rað ofbeldismann afsökunar á nafnlausri Twitter færslu. Svari þar sem hann var hvergi nafngreindur en speglaði sjálfan sig við og ekki í fyrsta skipti. Eftir sat baráttukonan í málaferlum við umræddan mann í 3 ár, með tilheyrandi kostnaði þar til hún gafst upp fjölskyldu sinnar vegna. Þann 8. nóvember 2017 gaf ríkissaksóknari út fyrirmæli um siðareglur fyrir ákærendur á Íslandi til fyllingar á evrópsku leiðbeiningarreglunum. Þar segir í 3. gr.: „Ákærendur skulu gæta þess að framkoma og framganga þeirra utan starfs sé ekki til þess fallin að rýra traust til ákæruvaldsins“. Fram kemur að ákærendur skuli forðast að hafast nokkuð það að sem er þeim til vanvirðu og álitshnekkis eða getur varpað rýrð á störf þeirra og dregið úr trausti almennings gagnvart þeim. Þá þurfi ákærendur að gæta þess, taki þeir þátt í opinberri umræðu, að framganga þeirra sé með þeim hætti að „hlutleysi þeirra sem ákærenda verði ekki dregið í efa“. Afhverju berum við þessi tvö mál saman? Því þessi mál eru keimlík. Orðræðu vararíkissaksóknara má rekja til ársins 2011, á meðan meint ofbeldishegðun mannsins sem þvingaði fram afsökunarbeiðni má rekja á internetinu og ljósvakamiðlum allt til ársins 2009. Bæði málin eiga sér því langa sögu og virðast kjarna annars vegar að tjáningarfrelsi sé stéttaskipt og hins vegar að dómsmálaráðherra þyki ásættanlegur fórnarkostnaður að rýra traust til ákæruvaldsins, sem er nú þegar veikt, frekar en að taka slaginn gegn rótgrónu feðraveldi. Dómsmálaráðherra sagði „...tjáning vararíkissaksóknara hefur verið sett fram við sérstakar aðstæður“ og vísar til þess ofbeldis sem Helgi var beittur og segir að sérstakar aðstæður heimili rýmri tjáningu. Dómar sem hafa fallið undanfarin árin gefa hins vegar þolendum ofbeldis ekki þetta rými þegar þau skila skömminni. Tjáningarfrelsi og hatursorðræða eiga ekkert skylt. Dómsmálaráðherra samþykkir hatursorðræðu gegn öllu fólki á flótta á meðan embættið sem Helgi situr í setur ítrekað múl á þolendur ofbeldis og stuðningsfólk þeirra. Þolendur ofbeldis mega ekki einu sinni tjá sig um einstaka meinta gerendur hvað þá sína eigin kvalara á meðan Helgi fær súkkulaðipassa og snuð. Konur og jaðarhópar njóta ekki þeirra forréttinda að mega tjá sig óheflað. Undir sömu leikreglum mætti háttsettur karlmaður í valdastöðu ekki stunda hatursorðræðu undir formerkjum tjáningarfrelsis sökum vinnutengds álags og konu væri ekki refsað fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt, standa með öðrum þolendum og segja það sama og ómað hefur um íslenskan veraldarvef og innan samfélagsins í 15 ár. Öfgar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun