Ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 10. september 2024 09:33 Samkvæmt könnun neyta Íslendingar miklu minni sykurs heldur en sölutölur benda til. Það er nefnilega þannig að einstaklingar eru tregir til að segja frá raunneyslu sinni eða gleyma að minnast á matvæli sem neytt er milli mála. Ef ég fengi mér einkaþjálfara sem fylgdist gaumgæfilega með matarinntöku minni myndi koma í ljós að ég er alls ekki hætt að borða sykur. Ég borðaði súkkulaðikex eftir hádegismatinn og drakk kók með kvöldmatnum. Svo er sykur orðinn viðbættur í ýmislegt sem manni dettur kannski ekki í hug að innihaldi sykur. Einkaþjálfarinn myndi kannski senda mig út að hlaupa til mótvægis og endurskoða mataræðið. Fylgjast gaumgæfilega með árangri og endurmeta stöðuna. Það er okkur eðlislægt að fegra myndina þegar við gefum skýrslu frá okkur sjálfum. Enda eru margir hlutir, eins og sykurneysla, hlutir sem koma engum öðrum við. Það er hins vegar þegar um er að ræða hluti eins og losun gróðurhúsalofttegunda, rask á náttúru, grunnvatni, loftgæðum eða jarðvegi sem það kemur okkur öllum eiginlega bara mjög mikið við hvort og hversu mikið slíkt athæfi á sér stað yfir höfuð og hvaða mótvægisaðgerðir eru viðhafðar. Samt hefur það viðhafst hjá margvíslegri starfsemi að hafa eftirlit með sjálfri sér. Sjávarútvegurinn semur við sjálfan sig í úrvinnslusjóði og fylgist sjálfur gaumgæfilega með stöðu mála og nær ótrúlegum árangri að eigin sögn. Fiskeldisiðnaðurinn kaupir sjálfur úttektir og skilar til ríkisins um stöðu hafsbotnsins undir kvíunum og öðrum umhverfisáhrifum. Running tide þvertóku fyrir það að nein þörf væri á eftirliti þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafði farið fram á það og fengu með sér ráðherra í lið sem stóðu þétt við bakið á þeim. Endurvinnsluiðnaðurinn skilaði góðum endurvinnslutölum fyrir plast sem fannst svo í stútfullu vöruhúsnæði í Svíþjóð. Og alltaf erum við jafn hissa þegar upp kemur að eitthvað var ekki eins gott og það var látið líta út fyrir að vera. Það er pólitísk sveifla í gangi þar sem talað er um að einfalda leyfisveitingar og létta eða „afhúða“ regluverkið. Þá má ekki gleymast hversu mikils virði það er fyrir almenning að eftirlit sé öflugt. Talsverð stemning var fyrir því að létta á eftirliti í matvælaiðnaðinum þangað til fannst ólöglegur matarlager fullur af rottuskít og upp kom að hollustuháttum var virkilega ábótavant á mörgum matsölustöðum. En það virðist erfitt að koma einhverju skikki á opinbert eftirlit. Sama hversu margir laxar sleppa, margar súlur gera sér hreiður úr plastveiðafærum, afdráttarlausar aðvaranir eru frá Hafró um óvissuþætti kolefnisbindingar í hafi og hversu mörg mál eins og mjólkurfernur brenndar í Lettlandi koma upp. Regluverkið er eins, eftirlitsstofnanir ná ekki að sinna eftirliti sínu og við höldum áfram að spyrja fólk úti á götu hvort það borði nokkuð sykur. Nei, ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur, og kjöt líka. Svo drekk ég bara gvendarbrunnavatn og borða ekkert nema heimaræktað grænmeti og bygg. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun neyta Íslendingar miklu minni sykurs heldur en sölutölur benda til. Það er nefnilega þannig að einstaklingar eru tregir til að segja frá raunneyslu sinni eða gleyma að minnast á matvæli sem neytt er milli mála. Ef ég fengi mér einkaþjálfara sem fylgdist gaumgæfilega með matarinntöku minni myndi koma í ljós að ég er alls ekki hætt að borða sykur. Ég borðaði súkkulaðikex eftir hádegismatinn og drakk kók með kvöldmatnum. Svo er sykur orðinn viðbættur í ýmislegt sem manni dettur kannski ekki í hug að innihaldi sykur. Einkaþjálfarinn myndi kannski senda mig út að hlaupa til mótvægis og endurskoða mataræðið. Fylgjast gaumgæfilega með árangri og endurmeta stöðuna. Það er okkur eðlislægt að fegra myndina þegar við gefum skýrslu frá okkur sjálfum. Enda eru margir hlutir, eins og sykurneysla, hlutir sem koma engum öðrum við. Það er hins vegar þegar um er að ræða hluti eins og losun gróðurhúsalofttegunda, rask á náttúru, grunnvatni, loftgæðum eða jarðvegi sem það kemur okkur öllum eiginlega bara mjög mikið við hvort og hversu mikið slíkt athæfi á sér stað yfir höfuð og hvaða mótvægisaðgerðir eru viðhafðar. Samt hefur það viðhafst hjá margvíslegri starfsemi að hafa eftirlit með sjálfri sér. Sjávarútvegurinn semur við sjálfan sig í úrvinnslusjóði og fylgist sjálfur gaumgæfilega með stöðu mála og nær ótrúlegum árangri að eigin sögn. Fiskeldisiðnaðurinn kaupir sjálfur úttektir og skilar til ríkisins um stöðu hafsbotnsins undir kvíunum og öðrum umhverfisáhrifum. Running tide þvertóku fyrir það að nein þörf væri á eftirliti þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafði farið fram á það og fengu með sér ráðherra í lið sem stóðu þétt við bakið á þeim. Endurvinnsluiðnaðurinn skilaði góðum endurvinnslutölum fyrir plast sem fannst svo í stútfullu vöruhúsnæði í Svíþjóð. Og alltaf erum við jafn hissa þegar upp kemur að eitthvað var ekki eins gott og það var látið líta út fyrir að vera. Það er pólitísk sveifla í gangi þar sem talað er um að einfalda leyfisveitingar og létta eða „afhúða“ regluverkið. Þá má ekki gleymast hversu mikils virði það er fyrir almenning að eftirlit sé öflugt. Talsverð stemning var fyrir því að létta á eftirliti í matvælaiðnaðinum þangað til fannst ólöglegur matarlager fullur af rottuskít og upp kom að hollustuháttum var virkilega ábótavant á mörgum matsölustöðum. En það virðist erfitt að koma einhverju skikki á opinbert eftirlit. Sama hversu margir laxar sleppa, margar súlur gera sér hreiður úr plastveiðafærum, afdráttarlausar aðvaranir eru frá Hafró um óvissuþætti kolefnisbindingar í hafi og hversu mörg mál eins og mjólkurfernur brenndar í Lettlandi koma upp. Regluverkið er eins, eftirlitsstofnanir ná ekki að sinna eftirliti sínu og við höldum áfram að spyrja fólk úti á götu hvort það borði nokkuð sykur. Nei, ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur, og kjöt líka. Svo drekk ég bara gvendarbrunnavatn og borða ekkert nema heimaræktað grænmeti og bygg. Höfundur er formaður Landverndar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun