Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 15:33 Gary Martin og Stefán Logi Magnússon fagna bikarmeistaratitli á sínum tíma með KR vísir/andri marinó Komið er að tímamótum á ferli enska sóknarmannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orðstír nær óslitið frá árinu 2010. Englendingurinn er á leið heim eftir farsælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna. Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Þá hefur hann skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi en í sumar hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík í 2.deild og mun að öllum líkindum leika sinn síðasta leik hér á landi um komandi helgi þegar að Víkingur Ólafsvík tekur á móti Kormáki/Hvöt í lokaumferð 2.deildarinnar. „Eftir yfir áratug á Íslandi mun ég nú flytja aftur heim til Englands og spila þar í vetur,“ skrifar Gary í færslu á samfélagsmiðlum sem birtist fyrr í dag. „Það gæti verið að ég snúi aftur á næsta ári, mögulega á lánssamningi yfir sumartímann en það er ekkert í hendi varðandi mögulega endurkomu til Íslands. Ég vil því þakka þeim liðum sem ég hef spilað fyrir á Íslandi á þessum rúma áratug. ÍA, KR, ÍBV, Valur, Víkingur Reykjavík, Selfoss og Víkingur Ólafsvík. Gary Martin hefur komið víða við hér á landi en fyrst skaust hann fram á sjónarsviðið með liði ÍA.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Nokkur þessara félaga eigi sérstakan stað í hjarta hans. „Félög sem ég mun ávallt vera þakklátur fyrir að hafa komist í kynni við. ÍA fyrir að hafa gefið mér tækifæri á sínum tíma sem 19 ára gömlum leikmanni. Án félagsins hefði ég ekki orðið að neinu. KR fyrir að hafa gefið mér tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins og gert mér það kleift að vinna allt sem hægt var að vinna. Og svo Víkingur Ólafsvík sem gaf mér færi á því að finna aftur gleðina í fótboltanum. Leikmenn liðsins, þjálfarateymið og allir í kringum félagið hafa reynst mér mjög vel.“ Þá skilar Gary kveðju til allra þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á meðan á tíma hans hér á landi stóð. „Einhverjir þeirra munu hafa kunnað vel við mig, aðrir vafalaust hatað mig. En ég hafði alltaf það markmið að vinna.“ Gary fagnar Íslandsmeistaratitli með Hannesi Halldórssyni og KR á sínum tímaVísir/Vilhelm Alls hefur Gary Martin spilað 347 keppnisleiki hér á landi samkvæmt tölfræði á vef Knattspyrnusambands Íslands og í þeim leikjum skorað 188 mörk og hið minnsta einn leikur eftir fyrir hann til þess að bæta við markafjölda sinn hér á landi. „Ísland. Takk fyrir mig. Frábært land. Frábært fólk,“ skrifar Gary svo í lok færslu sinnar. Íslenski boltinn ÍA KR Valur Víkingur Reykjavík Víkingur Ólafsvík UMF Selfoss Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
Sem leikmaður hér á landi í yfir áratug hefur Gary Martin unnið alla titla sem hægt er að vinna. Gary varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Þá hefur hann skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi en í sumar hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík í 2.deild og mun að öllum líkindum leika sinn síðasta leik hér á landi um komandi helgi þegar að Víkingur Ólafsvík tekur á móti Kormáki/Hvöt í lokaumferð 2.deildarinnar. „Eftir yfir áratug á Íslandi mun ég nú flytja aftur heim til Englands og spila þar í vetur,“ skrifar Gary í færslu á samfélagsmiðlum sem birtist fyrr í dag. „Það gæti verið að ég snúi aftur á næsta ári, mögulega á lánssamningi yfir sumartímann en það er ekkert í hendi varðandi mögulega endurkomu til Íslands. Ég vil því þakka þeim liðum sem ég hef spilað fyrir á Íslandi á þessum rúma áratug. ÍA, KR, ÍBV, Valur, Víkingur Reykjavík, Selfoss og Víkingur Ólafsvík. Gary Martin hefur komið víða við hér á landi en fyrst skaust hann fram á sjónarsviðið með liði ÍA.Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Nokkur þessara félaga eigi sérstakan stað í hjarta hans. „Félög sem ég mun ávallt vera þakklátur fyrir að hafa komist í kynni við. ÍA fyrir að hafa gefið mér tækifæri á sínum tíma sem 19 ára gömlum leikmanni. Án félagsins hefði ég ekki orðið að neinu. KR fyrir að hafa gefið mér tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins og gert mér það kleift að vinna allt sem hægt var að vinna. Og svo Víkingur Ólafsvík sem gaf mér færi á því að finna aftur gleðina í fótboltanum. Leikmenn liðsins, þjálfarateymið og allir í kringum félagið hafa reynst mér mjög vel.“ Þá skilar Gary kveðju til allra þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á meðan á tíma hans hér á landi stóð. „Einhverjir þeirra munu hafa kunnað vel við mig, aðrir vafalaust hatað mig. En ég hafði alltaf það markmið að vinna.“ Gary fagnar Íslandsmeistaratitli með Hannesi Halldórssyni og KR á sínum tímaVísir/Vilhelm Alls hefur Gary Martin spilað 347 keppnisleiki hér á landi samkvæmt tölfræði á vef Knattspyrnusambands Íslands og í þeim leikjum skorað 188 mörk og hið minnsta einn leikur eftir fyrir hann til þess að bæta við markafjölda sinn hér á landi. „Ísland. Takk fyrir mig. Frábært land. Frábært fólk,“ skrifar Gary svo í lok færslu sinnar.
Íslenski boltinn ÍA KR Valur Víkingur Reykjavík Víkingur Ólafsvík UMF Selfoss Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira