„Hvað ef Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. september 2024 10:50 Sigmundur Davíð segir vandamálabransann þann hraðast vaxandi á Íslandi. Vísir/Arnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra segir vandamálabransann orðið sérstakt vandamál á Íslandi. Það sé bransi sem gangi út á að finna sífellt nýtt bakslag til þess að geta beðið um meiri pening frá hinu opinbera. Þetta segir Sigmundur í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segir stjórnmálamenn upp til hópa ekki standa í lappirnar gagnvart þessu og fleiri málum sem snúi að umbúðum og ímyndarmennsku. „Vandamálabransinn eins og ég kalla hann stundum er hraðast vaxandi bransinn á Íslandi. Sá bransi vill alls ekki sjá lausnir. Í vandamálabransanum er fólk sem útskýrir fyrir fólki vandamál sem eru mögnuð upp og svo er beðið um sífellt meira fjármagn. Stundum eru vandamálin beinlínis fundin upp. Lausnir draga úr mikilvægi þeirra sem vinna í þessum bransa og þess vegna vill þetta fólk ekki sjá lausnir. Til dæmis bara í jafnréttismálum. Þar er alltaf bakslag. Það er reyndar sameiginlegt í vandamálabransanum að það er alltaf bakslag. Menn komast hærra og hærra á alþjóðlegum mælikvörðum ár frá ári, en svo er alltaf fundið nýtt bakslag. Hvort sem það er einhver sem krotar á götu í Hveragerði eða annað, þá þarf alltaf meiri peninga af því að það er komið bakslag.“ Sjálfstæðisflokkurinn hafi rekið langt til vinstri Bjarni Benediktsson tjáði sig nýlega um Sigmund Davíð og samstarfið við hann og segir hann ekki hafa komið hægra megin að sér í neinum málum. En Sigmundur er á því að Sjálfstæðisflokkinn hafi rekið mjög langt til vinstri og að það sé hluti af skýringunni á slakri útkomu í skoðanakönnunum. „Ég hef ekki verið hægra megin við gamla Sjálfstæðisflokkinn, en nýja Sjálfstæðisflokkinn hefur rekið svo langt af leið að hann er kominn að mínu mati vinstra megin við miðjuna. Þá er ég einkum að tala um þingflokkinn og ráðherrana og hvernig þeir hafa nálgast pólitíkina. Stjórnmálin hefur rekið svo langt til vinstri að gamli hægri vinstri ásinn virðist ekki vera í gildi lengur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið að færa sig í það að líkjast Samfylkingunni. Í sumum málum er flokkurinn meira að segja vinstra megin við Samfylkinguna. Það hefur verið furðulegt að horfa á þetta gerast, en þetta er „trend“ sem við sjáum víða. Að flokka eins og Sjálfstæðisflokkinn langar að vera að eigin mati nútímalegir og telja að leiðin til þess sé að elta ímyndarstjórnmál og „Woke“ stefnuna.“ Óþægilegt að ræða innihaldið Í þættinum ræða Sölvi og Sigmundur um sýnilega vopnaða lögreglu á Íslandi og hvers vegna sú þróun hefur verið að eiga sér stað. „Íslendingum finnst almennt ekki þægilegt að horfa upp á vopnaða lögreglumenn, en það er það sem gerist ef við víkjum og langt frá okkar grundvallar gildum. Það var alltaf þannig að meira að segja glæpamenn á Íslandi drógu ákveðin mörk um það hvað væri eðlilegt. En ef þú missir tökin á því hvernig samfélagið þróast, þá verða viðbrögðin bara vopnuð lögregla og leyniþjónusta. Þetta er óhugnaleg þróun sem við þurfum að ræða miklu meira. En oft er það þannig að þeim mun stærri sem málin eru, þeim mun smeykari eru stjórnmálamenn um að ræða þau. Pólitíkin hefur færst í mikla umbúðamennsku og þá getur verið óþægilegt að ræða innihaldið. Við höfum horft upp á marga óhugnalega atburði á Íslandi undanfarið og sá nýjasti eiginlega of hræðilegur til að hugsa um hann. En við verðum að hugsa um þessa atburði og ræða þá, til þess að þeir endurtaki sig ekki.“ Skoðanir fjölmiðlamanna skíni oft í gegn Sigmundur starfaði um skeið sem fjölmiðlamaður, meðal annars á Ríkisútvarpinu. Í þættinum ræðir hann um stöðu fjölmiðla og RÚV. Hann er á því að skoðanir fjölmiðlamanna skíni talsvert oft í gegnum fréttaflutning, sem gangi gegn grundvallaratriðum í blaðamennsku. „Þegar ég var að byrja í þessu fagi kynntist ég fólki af gamla skólanum sem var einmitt með þau viðhorf að það ætti ekki að taka hlutina úr samhengi, halda hlutleysi og að skoðanir fréttamanna ættu ekki að sjást í umfjöllun. Mér fannst reyndar strax þá stundum komið þetta viðhorf að það þyrfti að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. Þá hittust fréttamenn á reglubundnum fundum til að ræða fréttir dagsins og oft voru menn með ákveðna skoðun og þá kom þessi spurning: „Hvern getum við fengið til að segja þetta?“ En almennt er orðið meira um það núna, sérstaklega á sumum meginstraumsmiðlum, að það sé áhersla á að breyða út einhvern boðskap frekar en að segja frá gangi mála. En maður þarf auðvitað að passa sig að alhæfa ekki af því að fréttamenn eru eins misjafnir og þeir eru margir. Það fer stundum í taugarnar á mér þegar það er alæhæft um stjórnmálamenn að þeir séu allir eins og það sama gildir auðvitað um fjölmiðlamenn,” segir Sigmundur, sem tekur sem dæmi umfjöllun um fjárkúgunarmálið svokallaða, þar sem hann var fórnarlambið. „Hvað ef Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli?“ ,Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli. Á þeim tíma höfðu fjölmiðlarnir mestan áhuga á að vita hvað þær hefðu á mig, en ekki því að barni á leikskóla hafi verið hótað og innihaldi málsins. Forvitnin lá í kenningu um að ég hefði keypt DV, sem var enginn fótur fyrir,“ segir Sigmundur og heldur áfram að taka dæmi af fréttum sem hann segir að skoðanir fréttamanna liti umfjöllunina. „Það var fyrirsögn um daginn á RÚV sem sagði „rugludallurinn Robert F. Kennedy“ og svo var farið í gegnum umfjöllun um hann þar sem voru tekin dæmi um hvað hann væri mikill rugludallur og samsæriskenningamaður. En svo þurftu þau reyndar að leiðrétta hluta af fréttinni af því að það láu fyrir gögn um hið gagnstæða.” Hægt er að nálgast viðtalið við Sigmund Davíð og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Miðflokkurinn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira
„Vandamálabransinn eins og ég kalla hann stundum er hraðast vaxandi bransinn á Íslandi. Sá bransi vill alls ekki sjá lausnir. Í vandamálabransanum er fólk sem útskýrir fyrir fólki vandamál sem eru mögnuð upp og svo er beðið um sífellt meira fjármagn. Stundum eru vandamálin beinlínis fundin upp. Lausnir draga úr mikilvægi þeirra sem vinna í þessum bransa og þess vegna vill þetta fólk ekki sjá lausnir. Til dæmis bara í jafnréttismálum. Þar er alltaf bakslag. Það er reyndar sameiginlegt í vandamálabransanum að það er alltaf bakslag. Menn komast hærra og hærra á alþjóðlegum mælikvörðum ár frá ári, en svo er alltaf fundið nýtt bakslag. Hvort sem það er einhver sem krotar á götu í Hveragerði eða annað, þá þarf alltaf meiri peninga af því að það er komið bakslag.“ Sjálfstæðisflokkurinn hafi rekið langt til vinstri Bjarni Benediktsson tjáði sig nýlega um Sigmund Davíð og samstarfið við hann og segir hann ekki hafa komið hægra megin að sér í neinum málum. En Sigmundur er á því að Sjálfstæðisflokkinn hafi rekið mjög langt til vinstri og að það sé hluti af skýringunni á slakri útkomu í skoðanakönnunum. „Ég hef ekki verið hægra megin við gamla Sjálfstæðisflokkinn, en nýja Sjálfstæðisflokkinn hefur rekið svo langt af leið að hann er kominn að mínu mati vinstra megin við miðjuna. Þá er ég einkum að tala um þingflokkinn og ráðherrana og hvernig þeir hafa nálgast pólitíkina. Stjórnmálin hefur rekið svo langt til vinstri að gamli hægri vinstri ásinn virðist ekki vera í gildi lengur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið að færa sig í það að líkjast Samfylkingunni. Í sumum málum er flokkurinn meira að segja vinstra megin við Samfylkinguna. Það hefur verið furðulegt að horfa á þetta gerast, en þetta er „trend“ sem við sjáum víða. Að flokka eins og Sjálfstæðisflokkinn langar að vera að eigin mati nútímalegir og telja að leiðin til þess sé að elta ímyndarstjórnmál og „Woke“ stefnuna.“ Óþægilegt að ræða innihaldið Í þættinum ræða Sölvi og Sigmundur um sýnilega vopnaða lögreglu á Íslandi og hvers vegna sú þróun hefur verið að eiga sér stað. „Íslendingum finnst almennt ekki þægilegt að horfa upp á vopnaða lögreglumenn, en það er það sem gerist ef við víkjum og langt frá okkar grundvallar gildum. Það var alltaf þannig að meira að segja glæpamenn á Íslandi drógu ákveðin mörk um það hvað væri eðlilegt. En ef þú missir tökin á því hvernig samfélagið þróast, þá verða viðbrögðin bara vopnuð lögregla og leyniþjónusta. Þetta er óhugnaleg þróun sem við þurfum að ræða miklu meira. En oft er það þannig að þeim mun stærri sem málin eru, þeim mun smeykari eru stjórnmálamenn um að ræða þau. Pólitíkin hefur færst í mikla umbúðamennsku og þá getur verið óþægilegt að ræða innihaldið. Við höfum horft upp á marga óhugnalega atburði á Íslandi undanfarið og sá nýjasti eiginlega of hræðilegur til að hugsa um hann. En við verðum að hugsa um þessa atburði og ræða þá, til þess að þeir endurtaki sig ekki.“ Skoðanir fjölmiðlamanna skíni oft í gegn Sigmundur starfaði um skeið sem fjölmiðlamaður, meðal annars á Ríkisútvarpinu. Í þættinum ræðir hann um stöðu fjölmiðla og RÚV. Hann er á því að skoðanir fjölmiðlamanna skíni talsvert oft í gegnum fréttaflutning, sem gangi gegn grundvallaratriðum í blaðamennsku. „Þegar ég var að byrja í þessu fagi kynntist ég fólki af gamla skólanum sem var einmitt með þau viðhorf að það ætti ekki að taka hlutina úr samhengi, halda hlutleysi og að skoðanir fréttamanna ættu ekki að sjást í umfjöllun. Mér fannst reyndar strax þá stundum komið þetta viðhorf að það þyrfti að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. Þá hittust fréttamenn á reglubundnum fundum til að ræða fréttir dagsins og oft voru menn með ákveðna skoðun og þá kom þessi spurning: „Hvern getum við fengið til að segja þetta?“ En almennt er orðið meira um það núna, sérstaklega á sumum meginstraumsmiðlum, að það sé áhersla á að breyða út einhvern boðskap frekar en að segja frá gangi mála. En maður þarf auðvitað að passa sig að alhæfa ekki af því að fréttamenn eru eins misjafnir og þeir eru margir. Það fer stundum í taugarnar á mér þegar það er alæhæft um stjórnmálamenn að þeir séu allir eins og það sama gildir auðvitað um fjölmiðlamenn,” segir Sigmundur, sem tekur sem dæmi umfjöllun um fjárkúgunarmálið svokallaða, þar sem hann var fórnarlambið. „Hvað ef Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli?“ ,Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli. Á þeim tíma höfðu fjölmiðlarnir mestan áhuga á að vita hvað þær hefðu á mig, en ekki því að barni á leikskóla hafi verið hótað og innihaldi málsins. Forvitnin lá í kenningu um að ég hefði keypt DV, sem var enginn fótur fyrir,“ segir Sigmundur og heldur áfram að taka dæmi af fréttum sem hann segir að skoðanir fréttamanna liti umfjöllunina. „Það var fyrirsögn um daginn á RÚV sem sagði „rugludallurinn Robert F. Kennedy“ og svo var farið í gegnum umfjöllun um hann þar sem voru tekin dæmi um hvað hann væri mikill rugludallur og samsæriskenningamaður. En svo þurftu þau reyndar að leiðrétta hluta af fréttinni af því að það láu fyrir gögn um hið gagnstæða.” Hægt er að nálgast viðtalið við Sigmund Davíð og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Miðflokkurinn Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira