Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2024 10:05 Ragnar Þór er svartsýn á horfur í íslensku samfélagi. Vísir/Einar Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli síðdegis á morgun gegn því sem þau kalla „skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum“. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir mótmælin söguleg þar sem langt sé liðið frá því að stór heildarsamtök launafólks stóðu síðast að baki aðgerðum af þessu tagi. „Krafan er fyrst og síðast að ríkisstjórnin vakni af þessum blundi og fari í markvissar aðgerðir til þess að sporna við þessu ástandi. Það er meginkrafan,“ sagði Ragnar Þór í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórnin brugðist í einu og öllu Sakaði Ragnar Þór ríkisstjórnina um að taka stöðuna og hlutverk sitt í að vinna að því að ná jafnvægi í húsnæðismálum ekki alvarlega. Húsnæðisverð hafi verið helsti drifkrafturinn í verðbólgu á landinu undanfarin ár. „Ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist í einu og öllu þegar kemur að baráttunni við háa verðbólgu og vexti,“ sagði hann. Hagstjórn á Íslandi hefði verið beitt „grimmilega“ gegn fólkinu í landinu síðastliðin ár og áratugi. Efnahagslegur óstöðugleiki væri heimatilbúinn að því leyti að húsnæðismarkaðurinn hefði verið algerlega vanræktur og ekki hefði verið komið böndum á skammtímaleigu húsnæðis til ferðamanna. Varaði verkalýðsforkólfurinn við því að ástandið gæti ekki annað en versnað, sérstaklega á leigumarkaði þar sem staðan væri skeflilega fyrir ef ekki yrði komið böndum á hann. Það væri algerlega óásættanlegt fyrir landsmenn sem reyndu að koma þaki yfir höfuðið að afborganir af lánum hefðu meira en tvöfaldast. Það væri með ólíkindum að ríkisstjórnin hefði komist upp með það svo lengi. „Þetta getur engin heilvita þjóð sætt sig við.“ Eins og eftirmál hrunsins Þá fullyrti Ragnar Þór að viðvarandi háir stýrivextir hefðu engan árangur borið í að ná tökum á verðbólgunni. Þeir hefðu þvert á móti ýtt undir verðlagshækkanir og komið í veg fyrir frekari uppbyggingu á húsnæðismarki. Hvorki ríkisstjórnin né sveitarfélög hefðu tekið vandann nægilega alvarlega. „Við sem samfélag eigum ekki að láta bjóða okkur þessa stöðu,“ sagði Ragnar Þór og vísaði til hárra húsnæðislánavaxta. Líkti hann stöðunni nú við eftirmál hrunsins þegar þúsundir heimila hafi endað undir uppboðshamrinum. Vanskil fari vaxandi. „Hvaða heilvita ríki myndi láta bjóða sér þessa stöðu, vera með húsnæðisvexti í þessum hæðum og verðbólguna eins og hún er.“ Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli síðdegis á morgun gegn því sem þau kalla „skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum“. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir mótmælin söguleg þar sem langt sé liðið frá því að stór heildarsamtök launafólks stóðu síðast að baki aðgerðum af þessu tagi. „Krafan er fyrst og síðast að ríkisstjórnin vakni af þessum blundi og fari í markvissar aðgerðir til þess að sporna við þessu ástandi. Það er meginkrafan,“ sagði Ragnar Þór í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórnin brugðist í einu og öllu Sakaði Ragnar Þór ríkisstjórnina um að taka stöðuna og hlutverk sitt í að vinna að því að ná jafnvægi í húsnæðismálum ekki alvarlega. Húsnæðisverð hafi verið helsti drifkrafturinn í verðbólgu á landinu undanfarin ár. „Ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist í einu og öllu þegar kemur að baráttunni við háa verðbólgu og vexti,“ sagði hann. Hagstjórn á Íslandi hefði verið beitt „grimmilega“ gegn fólkinu í landinu síðastliðin ár og áratugi. Efnahagslegur óstöðugleiki væri heimatilbúinn að því leyti að húsnæðismarkaðurinn hefði verið algerlega vanræktur og ekki hefði verið komið böndum á skammtímaleigu húsnæðis til ferðamanna. Varaði verkalýðsforkólfurinn við því að ástandið gæti ekki annað en versnað, sérstaklega á leigumarkaði þar sem staðan væri skeflilega fyrir ef ekki yrði komið böndum á hann. Það væri algerlega óásættanlegt fyrir landsmenn sem reyndu að koma þaki yfir höfuðið að afborganir af lánum hefðu meira en tvöfaldast. Það væri með ólíkindum að ríkisstjórnin hefði komist upp með það svo lengi. „Þetta getur engin heilvita þjóð sætt sig við.“ Eins og eftirmál hrunsins Þá fullyrti Ragnar Þór að viðvarandi háir stýrivextir hefðu engan árangur borið í að ná tökum á verðbólgunni. Þeir hefðu þvert á móti ýtt undir verðlagshækkanir og komið í veg fyrir frekari uppbyggingu á húsnæðismarki. Hvorki ríkisstjórnin né sveitarfélög hefðu tekið vandann nægilega alvarlega. „Við sem samfélag eigum ekki að láta bjóða okkur þessa stöðu,“ sagði Ragnar Þór og vísaði til hárra húsnæðislánavaxta. Líkti hann stöðunni nú við eftirmál hrunsins þegar þúsundir heimila hafi endað undir uppboðshamrinum. Vanskil fari vaxandi. „Hvaða heilvita ríki myndi láta bjóða sér þessa stöðu, vera með húsnæðisvexti í þessum hæðum og verðbólguna eins og hún er.“
Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira