Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga Snæbjörn Guðmundsson skrifar 9. september 2024 07:01 „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ Árið 2011 vitnaði Fréttablaðið með þessum hætti í erindi Harðar Arnarsonar um orkumál. Hann hafði þá setið sem forstjóri Landsvirkjunar í tæp tvö ár og sá fyrir sér síðasta stórvirkjanaskeiðið. Í lok þess væri ekkert bitastætt eftir óvirkjað. Á þessum tíma voru fáir Íslendingar með hugann við orkuskipti, kolefnisjöfnun eða vetnisverksmiðjur til að bjarga heiminum. Hörður var ekki að hugsa um loftslagsmál eða orkuskipti þegar hann sá fyrir sér að orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu. Þarna mátti einfaldlega heyra gamalkunnugt stef sem forgöngumenn orkugeirans hafa sönglað í áratugi. Þeirra takmark er að ganga eins nærri náttúrunni með virkjunum og þeir komast upp með og selja hæstbjóðanda orkuna í þágu tímabundins hagvaxtar, algjörlega burtséð frá áhrifum á lífríki, landslag og samfélög. Sem betur fer tókst Landsvirkjun ekki þetta ætlunarverk sitt enda ekki í nokkurri aðstöðu til að rjúka í ofurframkvæmdir í framhaldi af Kárahnjúkavirkjun. En segjum sem svo að Hörður hefði reynst sannspár og allir vænlegir orkukostir landsins því þegar virkjaðir eða langt komnir núna, árið 2024. Væri staðan í raforkumálum Íslendinga frábrugðin því sem hún er í dag? Nei, hún væri nákvæmlega sú sama. Það væri enn „raforkuskortur“ enda hefði Landsvirkjun að sjálfsögðu selt eða lofað jafnharðan allri raforkunni til stóriðju líkt og hún hefur gert í áratugi. Gagnaver og iðjuver hefðu sprottið upp eins og gorkúlur og þau þanist út sem fyrir voru. Til þess var jú leikurinn gerður þegar Hörður spáði fyrir um „síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð.“ Orkuþorsta virkjanaaflanna verður nefnilega aldrei svalað. Ef orkufíklarnir hefðu fengið frítt spil árið 2011 og væru nú langt komnir með að virkja allt sem talið var vænlegt að virkja, líkt og Hörður sá fyrir sér, væru þeir núna að heimta afganginn – það sem áður átti að þyrma og setja í verndarflokk rammaáætlunar. Í huga orkugeirans skiptir náttúran hvort eð er engu máli og verndun hennar þvælist bara fyrir framförum og hagvexti. Öll umhugsun um náttúruna er rétt svo í orði en hvergi á borði. Sjálft grundvallarhugtakið „náttúruvernd“ er aldrei notað. Árið 2011 taldi forstjóri Landsvirkjunar að náttúruauðlindir landsins yrðu hratt fullnýttar fyrir örlítið meiri hagvöxt – tímabundinn yl fyrir orkufyrirtæki, verkfræðistofur og verktaka, og svo yrði bara allt búið. Þökkum fyrir að þessar gamaldags hugmyndir hafi ekki náð fram að ganga en vörum okkur um leið á síbylju virkjanaforkólfa dagsins í dag um raforkuskort og virkjanir. Áratugum saman hefur orkuiðnaðurinn þrástagast á því að hér þurfi tafarlaust að virkja hitt og þetta og alltaf fundið nýjar og nýjar tylliástæður fyrir áróðrinum. Miðað við höfðatölu framleiða Íslendingar meiri raforku en nokkurt annað ríki í veröldinni. Samt erum við alltaf á vonarvöl. Trúir því einhver að markmið hins eilífa barlóms um nauðsyn virkjanaframkvæmda hafi í raun breyst, þótt hann sé nú klæddur í búning fagurgala um orkuskipti? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
„Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ Árið 2011 vitnaði Fréttablaðið með þessum hætti í erindi Harðar Arnarsonar um orkumál. Hann hafði þá setið sem forstjóri Landsvirkjunar í tæp tvö ár og sá fyrir sér síðasta stórvirkjanaskeiðið. Í lok þess væri ekkert bitastætt eftir óvirkjað. Á þessum tíma voru fáir Íslendingar með hugann við orkuskipti, kolefnisjöfnun eða vetnisverksmiðjur til að bjarga heiminum. Hörður var ekki að hugsa um loftslagsmál eða orkuskipti þegar hann sá fyrir sér að orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu. Þarna mátti einfaldlega heyra gamalkunnugt stef sem forgöngumenn orkugeirans hafa sönglað í áratugi. Þeirra takmark er að ganga eins nærri náttúrunni með virkjunum og þeir komast upp með og selja hæstbjóðanda orkuna í þágu tímabundins hagvaxtar, algjörlega burtséð frá áhrifum á lífríki, landslag og samfélög. Sem betur fer tókst Landsvirkjun ekki þetta ætlunarverk sitt enda ekki í nokkurri aðstöðu til að rjúka í ofurframkvæmdir í framhaldi af Kárahnjúkavirkjun. En segjum sem svo að Hörður hefði reynst sannspár og allir vænlegir orkukostir landsins því þegar virkjaðir eða langt komnir núna, árið 2024. Væri staðan í raforkumálum Íslendinga frábrugðin því sem hún er í dag? Nei, hún væri nákvæmlega sú sama. Það væri enn „raforkuskortur“ enda hefði Landsvirkjun að sjálfsögðu selt eða lofað jafnharðan allri raforkunni til stóriðju líkt og hún hefur gert í áratugi. Gagnaver og iðjuver hefðu sprottið upp eins og gorkúlur og þau þanist út sem fyrir voru. Til þess var jú leikurinn gerður þegar Hörður spáði fyrir um „síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð.“ Orkuþorsta virkjanaaflanna verður nefnilega aldrei svalað. Ef orkufíklarnir hefðu fengið frítt spil árið 2011 og væru nú langt komnir með að virkja allt sem talið var vænlegt að virkja, líkt og Hörður sá fyrir sér, væru þeir núna að heimta afganginn – það sem áður átti að þyrma og setja í verndarflokk rammaáætlunar. Í huga orkugeirans skiptir náttúran hvort eð er engu máli og verndun hennar þvælist bara fyrir framförum og hagvexti. Öll umhugsun um náttúruna er rétt svo í orði en hvergi á borði. Sjálft grundvallarhugtakið „náttúruvernd“ er aldrei notað. Árið 2011 taldi forstjóri Landsvirkjunar að náttúruauðlindir landsins yrðu hratt fullnýttar fyrir örlítið meiri hagvöxt – tímabundinn yl fyrir orkufyrirtæki, verkfræðistofur og verktaka, og svo yrði bara allt búið. Þökkum fyrir að þessar gamaldags hugmyndir hafi ekki náð fram að ganga en vörum okkur um leið á síbylju virkjanaforkólfa dagsins í dag um raforkuskort og virkjanir. Áratugum saman hefur orkuiðnaðurinn þrástagast á því að hér þurfi tafarlaust að virkja hitt og þetta og alltaf fundið nýjar og nýjar tylliástæður fyrir áróðrinum. Miðað við höfðatölu framleiða Íslendingar meiri raforku en nokkurt annað ríki í veröldinni. Samt erum við alltaf á vonarvöl. Trúir því einhver að markmið hins eilífa barlóms um nauðsyn virkjanaframkvæmda hafi í raun breyst, þótt hann sé nú klæddur í búning fagurgala um orkuskipti? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun