Hundamatur í uppáhaldi hjá æðarfugli á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2024 20:06 Dalrós Líf Richter á Akranesi og æðarfuglinn Dúdú, sem eru perluvinir enda hugsar Dalrós einstaklega vel um fuglinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yndislegt samband hefur skapast á milli unglingsstúlku á Akranesi og fjörutíu og fimm daga æðarfugls, sem stelpan hefur tekið að sér. Fuglinn, sem heitir Dúdú elskar mest af öllu hundamat og mjölorma. Í húsinu við Skagabraut 15 býr Dalrós Líf með fjölskyldu sinni og dýrunum á heimilinu en þar er meðal annars hundur, köttur og nokkrar hænur út í garði. En nú er það æðarfuglinn Dúdú sem á allan hug Dalrósar og fjölskyldu en hún bjargaði honum úr eggi í hreiðri, sem mamma hans hafði yfirgefið. „Hann vill ekkert fara frá mér, ég er búin að reyna að sleppa honum. Hann elskar mig og manneskjur en ekki dýr,” segir Dalrós Líf og bætir við. „Ég fer út á sjó og læt hann synda, fer svo út á bryggju, þar hoppar hann stundum sjálfur út í á meðan ég er að veiða mat fyrir hann eða eitthvað þannig.” Dúdú er mjög hrifin af hundamatnum á heimilinu þó hann sé fyrst og fremst ætlaður hundinum sjálfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós fer líka oft með Dúdú út í garð þar sem hann fær að leika sér og svo fara þau stundum út að ganga saman og vekja þá alltaf mikla athygli á Akranesi. En hvað fær hann að borða hjá þér? „Á meðan þeir eru að vaxa þá þurfa þeir að borða tvisvar sinnum líkamsþyngd sína á degi. Hann borðar rækjur, síli, þorska, marflær, sjávarsnigla, krabba, skelfiskur. Hann er líka alltaf að stelast í hundamat og svo er ég farin að rækta mjölorma fyrir hann.” Mamma Dalrósar, Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir, segir að hún hafi alltaf haft mjög mikill áhuga á öllum dýrum og því komi henni ekkert á óvart við það að hún hafi tekið Dúdú að sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós segir heilmikla vinnu að hugsa um Dúdú, hann skíti til dæmis tuttugu sinnum á hverjum klukkutíma enda sé hún endalaust að þrífa eftir hann. Hún veit ekki enn hvort fuglinn er karlkyns eða kvenkyns. „Ef hann verður strákur þá á hann að heita Kappi af því að hann er alltaf að synda og er svona sundkappi en ef það er stelpa þá er það Glytta af því að honum finnst svakalega gaman að synda í gegnum marglyttur,” segir Dalrós. Og Dúdú fer meira að segja reglulega í sturtu á Skagabrautinni og finnst það mjög, mjög gaman. Þetta er svolítið sérstakur fugl? „Já, mjög svo, ég held að hann sé bara með jafn mikið ADHD og ég,” segir Dalrós hlæjandi um leið og hún gefur Dúdú gott knús. Dúdú finnst mjög gaman að fara í sturtu og láta vatnið sprautast yfir sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Fuglar Dýr Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Í húsinu við Skagabraut 15 býr Dalrós Líf með fjölskyldu sinni og dýrunum á heimilinu en þar er meðal annars hundur, köttur og nokkrar hænur út í garði. En nú er það æðarfuglinn Dúdú sem á allan hug Dalrósar og fjölskyldu en hún bjargaði honum úr eggi í hreiðri, sem mamma hans hafði yfirgefið. „Hann vill ekkert fara frá mér, ég er búin að reyna að sleppa honum. Hann elskar mig og manneskjur en ekki dýr,” segir Dalrós Líf og bætir við. „Ég fer út á sjó og læt hann synda, fer svo út á bryggju, þar hoppar hann stundum sjálfur út í á meðan ég er að veiða mat fyrir hann eða eitthvað þannig.” Dúdú er mjög hrifin af hundamatnum á heimilinu þó hann sé fyrst og fremst ætlaður hundinum sjálfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós fer líka oft með Dúdú út í garð þar sem hann fær að leika sér og svo fara þau stundum út að ganga saman og vekja þá alltaf mikla athygli á Akranesi. En hvað fær hann að borða hjá þér? „Á meðan þeir eru að vaxa þá þurfa þeir að borða tvisvar sinnum líkamsþyngd sína á degi. Hann borðar rækjur, síli, þorska, marflær, sjávarsnigla, krabba, skelfiskur. Hann er líka alltaf að stelast í hundamat og svo er ég farin að rækta mjölorma fyrir hann.” Mamma Dalrósar, Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir, segir að hún hafi alltaf haft mjög mikill áhuga á öllum dýrum og því komi henni ekkert á óvart við það að hún hafi tekið Dúdú að sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós segir heilmikla vinnu að hugsa um Dúdú, hann skíti til dæmis tuttugu sinnum á hverjum klukkutíma enda sé hún endalaust að þrífa eftir hann. Hún veit ekki enn hvort fuglinn er karlkyns eða kvenkyns. „Ef hann verður strákur þá á hann að heita Kappi af því að hann er alltaf að synda og er svona sundkappi en ef það er stelpa þá er það Glytta af því að honum finnst svakalega gaman að synda í gegnum marglyttur,” segir Dalrós. Og Dúdú fer meira að segja reglulega í sturtu á Skagabrautinni og finnst það mjög, mjög gaman. Þetta er svolítið sérstakur fugl? „Já, mjög svo, ég held að hann sé bara með jafn mikið ADHD og ég,” segir Dalrós hlæjandi um leið og hún gefur Dúdú gott knús. Dúdú finnst mjög gaman að fara í sturtu og láta vatnið sprautast yfir sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Fuglar Dýr Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira