Hundamatur í uppáhaldi hjá æðarfugli á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2024 20:06 Dalrós Líf Richter á Akranesi og æðarfuglinn Dúdú, sem eru perluvinir enda hugsar Dalrós einstaklega vel um fuglinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yndislegt samband hefur skapast á milli unglingsstúlku á Akranesi og fjörutíu og fimm daga æðarfugls, sem stelpan hefur tekið að sér. Fuglinn, sem heitir Dúdú elskar mest af öllu hundamat og mjölorma. Í húsinu við Skagabraut 15 býr Dalrós Líf með fjölskyldu sinni og dýrunum á heimilinu en þar er meðal annars hundur, köttur og nokkrar hænur út í garði. En nú er það æðarfuglinn Dúdú sem á allan hug Dalrósar og fjölskyldu en hún bjargaði honum úr eggi í hreiðri, sem mamma hans hafði yfirgefið. „Hann vill ekkert fara frá mér, ég er búin að reyna að sleppa honum. Hann elskar mig og manneskjur en ekki dýr,” segir Dalrós Líf og bætir við. „Ég fer út á sjó og læt hann synda, fer svo út á bryggju, þar hoppar hann stundum sjálfur út í á meðan ég er að veiða mat fyrir hann eða eitthvað þannig.” Dúdú er mjög hrifin af hundamatnum á heimilinu þó hann sé fyrst og fremst ætlaður hundinum sjálfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós fer líka oft með Dúdú út í garð þar sem hann fær að leika sér og svo fara þau stundum út að ganga saman og vekja þá alltaf mikla athygli á Akranesi. En hvað fær hann að borða hjá þér? „Á meðan þeir eru að vaxa þá þurfa þeir að borða tvisvar sinnum líkamsþyngd sína á degi. Hann borðar rækjur, síli, þorska, marflær, sjávarsnigla, krabba, skelfiskur. Hann er líka alltaf að stelast í hundamat og svo er ég farin að rækta mjölorma fyrir hann.” Mamma Dalrósar, Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir, segir að hún hafi alltaf haft mjög mikill áhuga á öllum dýrum og því komi henni ekkert á óvart við það að hún hafi tekið Dúdú að sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós segir heilmikla vinnu að hugsa um Dúdú, hann skíti til dæmis tuttugu sinnum á hverjum klukkutíma enda sé hún endalaust að þrífa eftir hann. Hún veit ekki enn hvort fuglinn er karlkyns eða kvenkyns. „Ef hann verður strákur þá á hann að heita Kappi af því að hann er alltaf að synda og er svona sundkappi en ef það er stelpa þá er það Glytta af því að honum finnst svakalega gaman að synda í gegnum marglyttur,” segir Dalrós. Og Dúdú fer meira að segja reglulega í sturtu á Skagabrautinni og finnst það mjög, mjög gaman. Þetta er svolítið sérstakur fugl? „Já, mjög svo, ég held að hann sé bara með jafn mikið ADHD og ég,” segir Dalrós hlæjandi um leið og hún gefur Dúdú gott knús. Dúdú finnst mjög gaman að fara í sturtu og láta vatnið sprautast yfir sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Fuglar Dýr Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Sjá meira
Í húsinu við Skagabraut 15 býr Dalrós Líf með fjölskyldu sinni og dýrunum á heimilinu en þar er meðal annars hundur, köttur og nokkrar hænur út í garði. En nú er það æðarfuglinn Dúdú sem á allan hug Dalrósar og fjölskyldu en hún bjargaði honum úr eggi í hreiðri, sem mamma hans hafði yfirgefið. „Hann vill ekkert fara frá mér, ég er búin að reyna að sleppa honum. Hann elskar mig og manneskjur en ekki dýr,” segir Dalrós Líf og bætir við. „Ég fer út á sjó og læt hann synda, fer svo út á bryggju, þar hoppar hann stundum sjálfur út í á meðan ég er að veiða mat fyrir hann eða eitthvað þannig.” Dúdú er mjög hrifin af hundamatnum á heimilinu þó hann sé fyrst og fremst ætlaður hundinum sjálfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós fer líka oft með Dúdú út í garð þar sem hann fær að leika sér og svo fara þau stundum út að ganga saman og vekja þá alltaf mikla athygli á Akranesi. En hvað fær hann að borða hjá þér? „Á meðan þeir eru að vaxa þá þurfa þeir að borða tvisvar sinnum líkamsþyngd sína á degi. Hann borðar rækjur, síli, þorska, marflær, sjávarsnigla, krabba, skelfiskur. Hann er líka alltaf að stelast í hundamat og svo er ég farin að rækta mjölorma fyrir hann.” Mamma Dalrósar, Jóhanna Kristín Þorsteinsdóttir, segir að hún hafi alltaf haft mjög mikill áhuga á öllum dýrum og því komi henni ekkert á óvart við það að hún hafi tekið Dúdú að sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalrós segir heilmikla vinnu að hugsa um Dúdú, hann skíti til dæmis tuttugu sinnum á hverjum klukkutíma enda sé hún endalaust að þrífa eftir hann. Hún veit ekki enn hvort fuglinn er karlkyns eða kvenkyns. „Ef hann verður strákur þá á hann að heita Kappi af því að hann er alltaf að synda og er svona sundkappi en ef það er stelpa þá er það Glytta af því að honum finnst svakalega gaman að synda í gegnum marglyttur,” segir Dalrós. Og Dúdú fer meira að segja reglulega í sturtu á Skagabrautinni og finnst það mjög, mjög gaman. Þetta er svolítið sérstakur fugl? „Já, mjög svo, ég held að hann sé bara með jafn mikið ADHD og ég,” segir Dalrós hlæjandi um leið og hún gefur Dúdú gott knús. Dúdú finnst mjög gaman að fara í sturtu og láta vatnið sprautast yfir sig.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Fuglar Dýr Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Sjá meira