Fegurðarsamkeppnin sem tók ljótan snúning Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. september 2024 19:14 Atburðarásin eftir fegurðarsamkeppnina Miss Universe Fídji er lygi líkust. TikTok Umfangsmikið ágreiningsmál skekur nú heim fegurðarsamkeppna, en skipuleggjendur Miss Universe Fídji hafa verið sakaðir um að hagræða úrslitum keppninnar. Á rúmri viku hefur úrslitum keppninnar verið breytt tvisvar og alvarlegum ásökunum verið kastað á hendur skipuleggjenda. Keppnin var haldin á Fídji í fyrsta skipti frá 1981 á föstudagskvöld. Hin 24 ára gamla Manshika Prasad, MBA-nemi af fídjeyskum uppruna, var krýnd ungfrú Fídji eftir að hafa hlotið atkvæði fjögurra dómara af sjö. Prasad var jafnframt tjáð að hún yrði keppandi Fídji í Miss Universe-keppninni í Mexíkó í nóvember næstkomandi. En í framhaldinu tók Miss Universe Fídji „ljótan snúning“ að sögn dómara keppninnar sem blaðamaður BBC ræddi við. Ítarlega umfjöllun um málið er að finna á miðlinum. Afturkölliði úrslitin Tveimur dögum eftir að keppninni lauk birti Miss Universe Fídji (MUF) fréttatilkynningu þar sem fram kom að „alvarleg brot á siðareglum“ hefðu átt sér stað og að ný úrslit keppninnar yrðu birt innan skamms. Nokkrum klukkustundum síðar var Prasad tjáð að hún yrði svipt titlinum og væri ekki á leið til Mexíkó í nóvember til að keppa. Hin þrítuga Nadine Roberts frá Ástralíu, sem á fídjeyska móður, væri hin eiginlega ungfrú Fídji. Í fréttatilkynningu frá MUF kom fram að upphaflega hefði réttum verkferlum ekki verið framfylgt. Úrslitum hafi verið hagrætt vegna þess að sigur „fídjeysks frumbyggja“ í keppninni yrði framkvæmdastjóra keppninnar til hagsbóta. Hin ástralska Roberts væri ótvíræður sigurvegari keppninnar. Báðir sigurvegarar tjáðu sig um málið í tilkynningum sem þær birtu á samfélagsmiðla. Nýkrýnd Roberts þakkaði skipuleggjendum fyrir skjót viðbrögð á meðan nýsvipt Prasad varaði við að ekki væri allt sem sýndist. Augljós kostur Í umfjöllun BBC um málið er rætt við sjónvarpskonuna og stílistann Jennifer Chan, sem var einn af sjö dómörum keppninnar. „Manshika [Prasad] var augljós sigurvegari,“ sagði hún við miðilinn. „Ekki bara af sviðsframkomu hennar að dæma heldur einnig vegna þess hvernig hún kom fram við hinar stelpurnar, hvernig hún myndaðist og sat fyrir.“ Hún sagðist hundrað prósent öruggt að Prasad væri sterkasti kosturinn til að koma fram fyrir hönd Fídji. Þá segir Chan Roberts hafa verið bálreið að sjá er hún stóð á sviðinu að verðlaunaafhendingu lokinni. Hvað kom til? Daginn eftir að keppnin var haldin far Prasad, þáverandi ungfrú Fídji, boðið í bátsferð með dómörum keppninnar. Einn dómarinn var þó fjarverandi. Sú heitir Riri Febriani og dæmdi fyrir hönd Lux Projects, fyrirtækisins sem keypt hefði höfundarréttinn að keppninni. Samkvæmt heimildum BBC var Febriani í stöðugum símasamskiptum við mann að nafni Jamie þann dag. Sá reyndist síðar vera viðskiptamaðurinn Jamie McIntyre. Hann var dæmdur í tíu ára viðskiptabann árið 2016 fyrir fjársvik sem námu sjö milljónum ástralskra dala, eða tæplega 650 milljónum króna. McIntyre kemur aftur við sögu síðar. Í ljós kom að stjórnendur Lux Projects væru óánægðir með úrslit keppninnar. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu sem birt var tveimur dögum eftir keppnina kom fram að leyfishafi keppninnar sjálfur hefði átt að fá atkvæðisrétt í dómnefnd. Þar sem dómararnir væru átta ætti leyfishafinn að eiga úrslitaatkvæði. Þá kom fram að skipuleggjandinn Grant Dwyer, hefði fyrir hönd leyfishafans kosið Roberts til sigurs. Þá hefðu atkvæði verið fjögur gegn fjórum og atkvæði Dwyer ráðið úrslitum. Því væri Roberts eiginlegur sigurvegari keppninnar. Eiginmaðurinn tengdur skipuleggjandanum Jennifer Chan og Melissa White, annar dómari sem BBC ræddi við, segjast báðar aldrei hafa heyrt af því að dómarar ættu að vera átta. Chan benti á að Dwyer, sem fékk úrslitaatkvæðið, hafi ekki einu sinni verið á keppninni. Þá bendir White á að eftir mokstur hafi hún komist að því að Lux Projects, skipuleggjandi og eigandi höfundarréttar keppninnar, væri í nánu samstarfi við ástralskan viðskiptamann að nafni Jamie McIntyre. „Og Jamie McIntyre er kvæntur Nadine Roberts.“ En hvernig kemur hann við sögu? Talsmenn McIntyre sögðu BBC að hann væri hvorki stjórnandi né eigandi Lux Projects, en hafi starfað sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu og hann sé einn eiganda tengdra fyrirtæki. Þeir segja ásakanir um aðild McIntrye að úrslitunum séu samsæriskenningar. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt að hann hafi veitt fyrirtækinu ráðgjöf. Hreppti titilinn á ný Þá kemur á bátinn að ásakanirnar um að skipuleggjandi keppninnar hafi hagrætt úrslitunum til þess að Prasad, kona af fídjeyskum uppruna ynni standast ekki skoðun. Skipuleggjandinn hafi í raun kosið hina áströlsku Roberts. Á föstudaginn tilkynnti Manshika Prasad, upprunalegi sigurvegari keppninnar að hún hefði verið endurkrýnd ungfrú Fídji 2024. Samkvæmt heimildum BBC gripu alþjóðlegu Miss Universe-samtökin inn í málið og unnu að því að leiðrétta þá flækju sem Miss Universe Fiji virðist hafa skapað. Roberts virðist þó ekki tilbúin að lúta í lægra haldi og kallar sig enn „hina raunverulegu ungfrú Fídji 2024“ á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Manshika Prasad (@_manshikaprasad) Fídji Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Keppnin var haldin á Fídji í fyrsta skipti frá 1981 á föstudagskvöld. Hin 24 ára gamla Manshika Prasad, MBA-nemi af fídjeyskum uppruna, var krýnd ungfrú Fídji eftir að hafa hlotið atkvæði fjögurra dómara af sjö. Prasad var jafnframt tjáð að hún yrði keppandi Fídji í Miss Universe-keppninni í Mexíkó í nóvember næstkomandi. En í framhaldinu tók Miss Universe Fídji „ljótan snúning“ að sögn dómara keppninnar sem blaðamaður BBC ræddi við. Ítarlega umfjöllun um málið er að finna á miðlinum. Afturkölliði úrslitin Tveimur dögum eftir að keppninni lauk birti Miss Universe Fídji (MUF) fréttatilkynningu þar sem fram kom að „alvarleg brot á siðareglum“ hefðu átt sér stað og að ný úrslit keppninnar yrðu birt innan skamms. Nokkrum klukkustundum síðar var Prasad tjáð að hún yrði svipt titlinum og væri ekki á leið til Mexíkó í nóvember til að keppa. Hin þrítuga Nadine Roberts frá Ástralíu, sem á fídjeyska móður, væri hin eiginlega ungfrú Fídji. Í fréttatilkynningu frá MUF kom fram að upphaflega hefði réttum verkferlum ekki verið framfylgt. Úrslitum hafi verið hagrætt vegna þess að sigur „fídjeysks frumbyggja“ í keppninni yrði framkvæmdastjóra keppninnar til hagsbóta. Hin ástralska Roberts væri ótvíræður sigurvegari keppninnar. Báðir sigurvegarar tjáðu sig um málið í tilkynningum sem þær birtu á samfélagsmiðla. Nýkrýnd Roberts þakkaði skipuleggjendum fyrir skjót viðbrögð á meðan nýsvipt Prasad varaði við að ekki væri allt sem sýndist. Augljós kostur Í umfjöllun BBC um málið er rætt við sjónvarpskonuna og stílistann Jennifer Chan, sem var einn af sjö dómörum keppninnar. „Manshika [Prasad] var augljós sigurvegari,“ sagði hún við miðilinn. „Ekki bara af sviðsframkomu hennar að dæma heldur einnig vegna þess hvernig hún kom fram við hinar stelpurnar, hvernig hún myndaðist og sat fyrir.“ Hún sagðist hundrað prósent öruggt að Prasad væri sterkasti kosturinn til að koma fram fyrir hönd Fídji. Þá segir Chan Roberts hafa verið bálreið að sjá er hún stóð á sviðinu að verðlaunaafhendingu lokinni. Hvað kom til? Daginn eftir að keppnin var haldin far Prasad, þáverandi ungfrú Fídji, boðið í bátsferð með dómörum keppninnar. Einn dómarinn var þó fjarverandi. Sú heitir Riri Febriani og dæmdi fyrir hönd Lux Projects, fyrirtækisins sem keypt hefði höfundarréttinn að keppninni. Samkvæmt heimildum BBC var Febriani í stöðugum símasamskiptum við mann að nafni Jamie þann dag. Sá reyndist síðar vera viðskiptamaðurinn Jamie McIntyre. Hann var dæmdur í tíu ára viðskiptabann árið 2016 fyrir fjársvik sem námu sjö milljónum ástralskra dala, eða tæplega 650 milljónum króna. McIntyre kemur aftur við sögu síðar. Í ljós kom að stjórnendur Lux Projects væru óánægðir með úrslit keppninnar. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu sem birt var tveimur dögum eftir keppnina kom fram að leyfishafi keppninnar sjálfur hefði átt að fá atkvæðisrétt í dómnefnd. Þar sem dómararnir væru átta ætti leyfishafinn að eiga úrslitaatkvæði. Þá kom fram að skipuleggjandinn Grant Dwyer, hefði fyrir hönd leyfishafans kosið Roberts til sigurs. Þá hefðu atkvæði verið fjögur gegn fjórum og atkvæði Dwyer ráðið úrslitum. Því væri Roberts eiginlegur sigurvegari keppninnar. Eiginmaðurinn tengdur skipuleggjandanum Jennifer Chan og Melissa White, annar dómari sem BBC ræddi við, segjast báðar aldrei hafa heyrt af því að dómarar ættu að vera átta. Chan benti á að Dwyer, sem fékk úrslitaatkvæðið, hafi ekki einu sinni verið á keppninni. Þá bendir White á að eftir mokstur hafi hún komist að því að Lux Projects, skipuleggjandi og eigandi höfundarréttar keppninnar, væri í nánu samstarfi við ástralskan viðskiptamann að nafni Jamie McIntyre. „Og Jamie McIntyre er kvæntur Nadine Roberts.“ En hvernig kemur hann við sögu? Talsmenn McIntyre sögðu BBC að hann væri hvorki stjórnandi né eigandi Lux Projects, en hafi starfað sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu og hann sé einn eiganda tengdra fyrirtæki. Þeir segja ásakanir um aðild McIntrye að úrslitunum séu samsæriskenningar. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt að hann hafi veitt fyrirtækinu ráðgjöf. Hreppti titilinn á ný Þá kemur á bátinn að ásakanirnar um að skipuleggjandi keppninnar hafi hagrætt úrslitunum til þess að Prasad, kona af fídjeyskum uppruna ynni standast ekki skoðun. Skipuleggjandinn hafi í raun kosið hina áströlsku Roberts. Á föstudaginn tilkynnti Manshika Prasad, upprunalegi sigurvegari keppninnar að hún hefði verið endurkrýnd ungfrú Fídji 2024. Samkvæmt heimildum BBC gripu alþjóðlegu Miss Universe-samtökin inn í málið og unnu að því að leiðrétta þá flækju sem Miss Universe Fiji virðist hafa skapað. Roberts virðist þó ekki tilbúin að lúta í lægra haldi og kallar sig enn „hina raunverulegu ungfrú Fídji 2024“ á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Manshika Prasad (@_manshikaprasad)
Fídji Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira