Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2024 12:24 Hundurinn veiktist eftir að hafa verið á lausagöngusvæðinu við Geirsnef. Myndin af hundinum er úr safni og tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm/Getty Hundur sem fór á lausagöngusvæðið á Geirsnefi á föstudag liggur nú þungt haldinn eftir að hafa orðið fyrir amfetamíneitrun. Fréttir af eitruninni birtust fyrst á Facebook-hópnum Hundasamfélaginu þar sem Guðfinna Kristinsdóttir, einn stjórnanda hópsins, bað hundaeigendur um að fara varlega við Geirsnef vegna hunds á neyðarvaktinni sem hafði fengið amfetamíneitrun eftir að hafa verið á svæðinu. Um er að ræða rauðan míníature pinscher-hund sem fór með eigendum sínum á lausagöngusvæðið á föstudag. Allt virtist þó í himnalagi á meðan hundurinn var á sjálfu svæðinu. „Tíu mínútum eftir að þau eru farin byrjar hann að fá krampa og verður greinilega mjög veikur,“ segir Guðfinna Kristinsdóttir, stjórnandi Hundasamfélagsins. Eigendurna grunar því að hundurinn hafi komist í eitthvað á bílastæðinu. Fær stöðug krampaköst eftir eitrunina „Hann fór þá upp á spítala og eigandi hundsins segir að hann hafi farið í blóðprufu. Þá hafi mælst amfetamín í blóðinu og þau telja það orsökina fyrir krampaköstunum. Honum hefur verið haldið í svæfingu nokkurn veginn síðan af því hann er í svo miklum krampaköstum,“ segir hún. Er hann þá mjög þungt haldinn? „Mér skilst að þetta sé mjög tvísýnt. Það á að reyna að sjá hvort það sé hægt að vekja hann aftur en ef hann fær sömu krampaköstin er bara tímaspursmál hvenær þarf að taka ákvörðun um það. En ég er ekki læknir þannig ég get ekki metið það sjálf,“ segir Guðfinna. „Það er núna liðinn einn og hálfur sólarhringur þar sem hann hefur verið í svæfingu. Þegar þau hafa reynt að vekja hann hefur hann fengið það mikil krampaköst að dýralæknar mæla með að svæfa hann aftur niður,“ segir hún. Aldrei heyrt af sambærilegu máli Enn er margt óljóst í málinu, bæði nákvæmlega hvar hundurinn komst í ólyfjanin og hvers konar efni þetta voru. „Þetta gætu verið ADHD-lyf sem hann borðaði, það er amfetamín-vatnsleysa í þeim. En ég get ekki sagt til um hvort þetta hafi verið eiturefni eða eitthvað tilfallandi sem inniheldur amfetamín-efni,“ segir Guðfinna og bætir við „Mér skilst að dýraspítalinn á Höfða, sem tók við honum fyrst, séu að taka saman upplýsingar og ætla að senda á lögregluna.“ Er amfetamíneitrun algeng? „Nei, ég hef aldrei heyrt af þessu áður og er búinn að vera stjórnandi Hundasamfélagsins frá því það byrjaði 2012,“ segir Guðfinna. Er þetta þá ólíkt öðrum eitrunartilfellum sem þið hafið heyrt af? „Eitrunartilfelli sem við höfum heyrt af áður eru yfirleitt inni í görðum hjá fólki eða á almennum göngusvæðum og stígum. Mér skilst að það hafi yfirleitt verið rottueitur. Það er öðruvísi einkenni, þau eru blóðþynnandi,“ segir hún. Dýr Hundar Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. 27. júlí 2023 17:03 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fréttir af eitruninni birtust fyrst á Facebook-hópnum Hundasamfélaginu þar sem Guðfinna Kristinsdóttir, einn stjórnanda hópsins, bað hundaeigendur um að fara varlega við Geirsnef vegna hunds á neyðarvaktinni sem hafði fengið amfetamíneitrun eftir að hafa verið á svæðinu. Um er að ræða rauðan míníature pinscher-hund sem fór með eigendum sínum á lausagöngusvæðið á föstudag. Allt virtist þó í himnalagi á meðan hundurinn var á sjálfu svæðinu. „Tíu mínútum eftir að þau eru farin byrjar hann að fá krampa og verður greinilega mjög veikur,“ segir Guðfinna Kristinsdóttir, stjórnandi Hundasamfélagsins. Eigendurna grunar því að hundurinn hafi komist í eitthvað á bílastæðinu. Fær stöðug krampaköst eftir eitrunina „Hann fór þá upp á spítala og eigandi hundsins segir að hann hafi farið í blóðprufu. Þá hafi mælst amfetamín í blóðinu og þau telja það orsökina fyrir krampaköstunum. Honum hefur verið haldið í svæfingu nokkurn veginn síðan af því hann er í svo miklum krampaköstum,“ segir hún. Er hann þá mjög þungt haldinn? „Mér skilst að þetta sé mjög tvísýnt. Það á að reyna að sjá hvort það sé hægt að vekja hann aftur en ef hann fær sömu krampaköstin er bara tímaspursmál hvenær þarf að taka ákvörðun um það. En ég er ekki læknir þannig ég get ekki metið það sjálf,“ segir Guðfinna. „Það er núna liðinn einn og hálfur sólarhringur þar sem hann hefur verið í svæfingu. Þegar þau hafa reynt að vekja hann hefur hann fengið það mikil krampaköst að dýralæknar mæla með að svæfa hann aftur niður,“ segir hún. Aldrei heyrt af sambærilegu máli Enn er margt óljóst í málinu, bæði nákvæmlega hvar hundurinn komst í ólyfjanin og hvers konar efni þetta voru. „Þetta gætu verið ADHD-lyf sem hann borðaði, það er amfetamín-vatnsleysa í þeim. En ég get ekki sagt til um hvort þetta hafi verið eiturefni eða eitthvað tilfallandi sem inniheldur amfetamín-efni,“ segir Guðfinna og bætir við „Mér skilst að dýraspítalinn á Höfða, sem tók við honum fyrst, séu að taka saman upplýsingar og ætla að senda á lögregluna.“ Er amfetamíneitrun algeng? „Nei, ég hef aldrei heyrt af þessu áður og er búinn að vera stjórnandi Hundasamfélagsins frá því það byrjaði 2012,“ segir Guðfinna. Er þetta þá ólíkt öðrum eitrunartilfellum sem þið hafið heyrt af? „Eitrunartilfelli sem við höfum heyrt af áður eru yfirleitt inni í görðum hjá fólki eða á almennum göngusvæðum og stígum. Mér skilst að það hafi yfirleitt verið rottueitur. Það er öðruvísi einkenni, þau eru blóðþynnandi,“ segir hún.
Dýr Hundar Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. 27. júlí 2023 17:03 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. 27. júlí 2023 17:03