Matmálstímar hafa forvarnargildi Fjalar Freyr Einarsson skrifar 6. september 2024 08:32 Í starfi mínu sem atferlisráðgjafi hef ég kynnst fjölmörgum börnum sem sýna margskonar áhættuhegðun, svo sem ofbeldi, neyslu áfengis og ólöglegra efna. Þessi börn koma frá fjölbreyttum fjölskyldum, bæði efnameiri og efnaminni fjölskyldum, vel menntuðum og minna menntuðum. Það er eitt athyglisvert atriði sem flestar þeirra eiga sameiginlegt, en það er að fjölskyldan hefur sjaldan sjaldan átt sameiginlegar matmálsstundir við kvöldverðarborðið í gegnum tíðina. Það kann að virðast smávægilegt, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það að borða saman sem fjölskylda hefur margþættan ávinning. Þegar börn þurfa að vera komin heim á ákveðnum tíma til að taka þátt í sameiginlegum matmálstíma skapast ákveðin regla og agi í lífi þeirra. Þessi venja kennir börnum að virða reglur og rútínu, sem er mikilvægt í daglegu lífi þeirra. Næring er einnig stór þáttur í þessu samhengi. Börn sem borða reglulega með fjölskyldu sinni eru líklegri til að fá hollari máltíðir, sem stuðlar ekki aðeins að betri líkamlegri heilsu, heldur einnig andlegri vellíðan. Matartíminn er ómetanlegur tími til að styrkja fjölskyldutengsl. Þegar fjölskyldumeðlimir ræða saman um það sem á daga þeirra hefur drifið styrkjast böndin á milli þeirra. Foreldrar fá tækifæri til að kynnast börnum sínum betur, þekkja vonir þeirra og þrár, sigra og vonbrigði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölskyldumáltíðir geta ekki aðeins stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti á milli fjölskyldumeðlima, heldur einnig dregið úr áhættuhegðun meðal unglinga, svo sem áfengis- og vímuefnaneyslu, ofbeldi og slakri frammistöðu í skóla. Fyrir stúlkur virðast þessi verndandi áhrif vera sérstaklega sterk, en fjölskyldumáltíðir hafa verið tengdar við minni líkur á vímuefnanotkun og átröskun hjá þeim. Þessar niðurstöður undirstrika hversu mikilvægur matartíminn er, ekki aðeins sem tími til næringar, heldur einnig sem lykilþáttur í félagslegum og andlegum þroska barna og unglinga. Ennfremur er matartíminn oft eina stund dagsins þar sem fjölskyldan getur verið saman án truflana frá skjánum. Börn (og einnig foreldrar) eru oft mjög bundin við símann, jafnvel í kennslustundum, sem getur haft neikvæð áhrif á samskiptafærni þeirra. Með því að leggja símana til hliðar og einbeita sér að samtalinu við matarborðið er verið að styrkja tengslin innan fjölskyldunnar. Þetta umhverfi hvetur börn til að tjáningar og eykur einnig málskilning, sem stuðlar að auknum málþroska og betri hæfni þeirra til að tjá sig í framtíðinni. Ekki veitir af, þegar alltof stór hluti ungmenna útskrifast úr grunnskóla án þess að hafa nægan málskilning til að skilja textann sem það les eða heyrir. Slík samskipti geta einnig stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti innan fjölskyldunnar, sem er ómetanlegt fyrir velferð barna. Á heildina litið skiptir það máli að fjölskyldan borði saman, ekki aðeins til að efla heilsu og aga, heldur einnig til að styrkja samband og samskipti innan fjölskyldunnar. Með því að gefa þessu rými í daglegu lífi geta foreldrar lagt sitt af mörkum til að draga úr áhættuhegðun barna sinna og byggja upp sterkari og heilbrigðari fjölskyldueiningar. Höfundur er atferlisráðgjafi hjá Sigur.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem atferlisráðgjafi hef ég kynnst fjölmörgum börnum sem sýna margskonar áhættuhegðun, svo sem ofbeldi, neyslu áfengis og ólöglegra efna. Þessi börn koma frá fjölbreyttum fjölskyldum, bæði efnameiri og efnaminni fjölskyldum, vel menntuðum og minna menntuðum. Það er eitt athyglisvert atriði sem flestar þeirra eiga sameiginlegt, en það er að fjölskyldan hefur sjaldan sjaldan átt sameiginlegar matmálsstundir við kvöldverðarborðið í gegnum tíðina. Það kann að virðast smávægilegt, en rannsóknir hafa sýnt fram á að það að borða saman sem fjölskylda hefur margþættan ávinning. Þegar börn þurfa að vera komin heim á ákveðnum tíma til að taka þátt í sameiginlegum matmálstíma skapast ákveðin regla og agi í lífi þeirra. Þessi venja kennir börnum að virða reglur og rútínu, sem er mikilvægt í daglegu lífi þeirra. Næring er einnig stór þáttur í þessu samhengi. Börn sem borða reglulega með fjölskyldu sinni eru líklegri til að fá hollari máltíðir, sem stuðlar ekki aðeins að betri líkamlegri heilsu, heldur einnig andlegri vellíðan. Matartíminn er ómetanlegur tími til að styrkja fjölskyldutengsl. Þegar fjölskyldumeðlimir ræða saman um það sem á daga þeirra hefur drifið styrkjast böndin á milli þeirra. Foreldrar fá tækifæri til að kynnast börnum sínum betur, þekkja vonir þeirra og þrár, sigra og vonbrigði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölskyldumáltíðir geta ekki aðeins stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti á milli fjölskyldumeðlima, heldur einnig dregið úr áhættuhegðun meðal unglinga, svo sem áfengis- og vímuefnaneyslu, ofbeldi og slakri frammistöðu í skóla. Fyrir stúlkur virðast þessi verndandi áhrif vera sérstaklega sterk, en fjölskyldumáltíðir hafa verið tengdar við minni líkur á vímuefnanotkun og átröskun hjá þeim. Þessar niðurstöður undirstrika hversu mikilvægur matartíminn er, ekki aðeins sem tími til næringar, heldur einnig sem lykilþáttur í félagslegum og andlegum þroska barna og unglinga. Ennfremur er matartíminn oft eina stund dagsins þar sem fjölskyldan getur verið saman án truflana frá skjánum. Börn (og einnig foreldrar) eru oft mjög bundin við símann, jafnvel í kennslustundum, sem getur haft neikvæð áhrif á samskiptafærni þeirra. Með því að leggja símana til hliðar og einbeita sér að samtalinu við matarborðið er verið að styrkja tengslin innan fjölskyldunnar. Þetta umhverfi hvetur börn til að tjáningar og eykur einnig málskilning, sem stuðlar að auknum málþroska og betri hæfni þeirra til að tjá sig í framtíðinni. Ekki veitir af, þegar alltof stór hluti ungmenna útskrifast úr grunnskóla án þess að hafa nægan málskilning til að skilja textann sem það les eða heyrir. Slík samskipti geta einnig stuðlað að betri andlegri heilsu og auknu trausti innan fjölskyldunnar, sem er ómetanlegt fyrir velferð barna. Á heildina litið skiptir það máli að fjölskyldan borði saman, ekki aðeins til að efla heilsu og aga, heldur einnig til að styrkja samband og samskipti innan fjölskyldunnar. Með því að gefa þessu rými í daglegu lífi geta foreldrar lagt sitt af mörkum til að draga úr áhættuhegðun barna sinna og byggja upp sterkari og heilbrigðari fjölskyldueiningar. Höfundur er atferlisráðgjafi hjá Sigur.is.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun