Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 2 Haraldur Þór Jónsson skrifar 6. september 2024 08:00 Áfram held ég fjalla um þær rangfærslur sem komu fram í Speglinum á Rás 2, miðvikudaginn 4. september, þegar rætt var rætt við forstjóra Landsvirkjunar um Búrfellslund. Fyrir þá sem sáu ekki greinina mína frá því í gær undir á visir.is, Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 1, þá er um að gera að byrja á því að lesa hana áður en þú heldur áfram. Í viðtalinu sagði forstjórinn að Búrfellslundur myndi hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð! Þarna átti ég erfitt með að trúa mínum eigin eyrum og birti ég því hérna orðrétt texta úr umhverfismats skýrslu Búrfellslundar sem Landsvirkjun vann og kom út í mars árið 2016: Í matsskýrslu er lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á helstu áningarstaði ferðamanna og ferðaleiðir á áhrifasvæði framkvæmdarinnar. Matið byggir að mestu á fjarlægð vindorkuversins frá viðkomandi staðsetningu. Þjórsárdalsvegur og Landvegur, sem eru mikilvægar vegtengingar upp á miðhálendið, fara um framkvæmdasvæðið og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif af vindorkuverinu nokkuð til verulega neikvæð á þeim leiðum, háð fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Á Dómadalsleið sést einnig vel til framkvæmdasvæðisins. Næstu áningarstaðir ferðamanna við framkvæmdasvæðið eru Áfangagil og Hólaskógur. Þar verður vindorkuverið áberandi og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif þar verulega neikvæð vegna nálægðar. Þá verður vindorkuverið sýnilegt frá gönguleiðum austan Búrfells og að Hólaskógi og eru áhrif þar metin af Landsvirkjun nokkuð til verulega neikvæð, eftir fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Stöng og Gjáin eru vinsælir ferðamannastaðir í Þjórsárdal sem eru í um 3 km fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu og verða vindmyllurnar sýnilegar þar frá ákveðnum stöðum. Landsvirkjun metur áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Aðrir nálægir áningarstaðir í um 5 km fjarlægð eru Fossbrekkur og Tröllkonuhlaup þar sem sjónræn áhrif eru metin talsvert til verulega neikvæð af Landsvirkjun. Leiðin eftir línuveginum að Háafossi liggur einnig nærri framkvæmdasvæðinu og metur Landsvirkjun áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Fram kemur að ekki sjáist til vindmyllnanna frá Háafossi, en frá bílastæði í nágrenni fossins verði áhrif talsvert til verulega neikvæð. Sjónræn áhrif á reiðleiðum austan Búrfells sem liggja í innan við 5 km fjarlægð frá vindmyllunum eru metin verulega neikvæð, en hins vegar eru reiðleiðir vestan Búrfells að mestu utan þess svæðis sem sést til vindorkuversins. Vindmyllurnar verða sýnilegar af hjólaleið norðan Búrfells, sem liggur innan 5 km fjarlægðar frá framkvæmdasvæðinu en af hjólaleið vestan Búrfells er talið gæta óverulegra sjónrænna áhrifa, þar sem þær eru í hvarfi. Sjónræn áhrif frá Heklutindi, Gaukshöfða og Rjúpnavöllum eru metin nokkuð neikvæð. Samkvæmt rannsóknum meðal ferðamanna sem vísað er til í matsskýrslu felst aðdráttarafl Hálendis Íslands í víðernum ásamt ýmsum eiginleikum náttúrunnar eins og fegurð, landslagi, útsýni og fjölbreytileika. Í matsskýrslunni kemur fram að 66% ferðamanna sem tóku þátt í rannsókn um viðhorf ferðamanna telja að vindmyllur minnki aðdráttarafl svæðisins, en jafnframt telja tæplega 60% að vindorkuver við Búrfell hefði ekki áhrif á ferðahegðun þeirra. Fram kemur að niðurstöður rannsóknar meðal ferðamanna bendi til þess að vindmyllur við Búrfell muni skerða upplifun hluta þeirra ferðamanna sem ferðast um svæðið. Niðurstaða Landsvirkjunar er að áhrif á ferðamenn á svæðinu verði nokkuð neikvæð á heildina litið. Þá telur Landsvirkjun að uppbygging vindorkuvers við Búrfell geti farið saman við uppbyggingu og viðgang ferðaþjónustu í nágrenni framkvæmdasvæðisins. Áhrif á íbúa og ferðaþjónustuaðila eru metin nokkuð neikvæð. Ég ætla nú ekki að vera neikvæður, en á rúmlega einni blaðsíðu kemur orðið verulega neikvæð fyrir að minnsta kosti átta sinnum og orðið nokkuð neikvæð þrisvar. Hafa ber í huga að þetta er mat Landsvirkjunar, svo við getum gert okkur í hugarlund hvernig hlutlaus aðili myndi meta Búrfellslund, tala nú ekki um náttúrverndar sinni sem vill vernda Hálendi Íslands, en Búrfellslundur er einmitt fyrirhugaður á Hálendi Íslands. Einnig vil ég benda á að í upptalningu ferðamannastaða hérna að ofan eru einmitt flestir af fjölsóttustu ferðamannastöðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Orðum fylgir ábyrgð og því skora ég á forstjóra Landsvirkjunar að útskýra fyrir almenningi hvernig orð hans um að Búrfellslundur muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð geti staðist! Því miður eru fjölmörg atriði eftir til viðbótar sem þarf að leiðrétta úr þættinum og mun ég birta kafla nr. 3 á morgun. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Vindorka Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Áfram held ég fjalla um þær rangfærslur sem komu fram í Speglinum á Rás 2, miðvikudaginn 4. september, þegar rætt var rætt við forstjóra Landsvirkjunar um Búrfellslund. Fyrir þá sem sáu ekki greinina mína frá því í gær undir á visir.is, Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 1, þá er um að gera að byrja á því að lesa hana áður en þú heldur áfram. Í viðtalinu sagði forstjórinn að Búrfellslundur myndi hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð! Þarna átti ég erfitt með að trúa mínum eigin eyrum og birti ég því hérna orðrétt texta úr umhverfismats skýrslu Búrfellslundar sem Landsvirkjun vann og kom út í mars árið 2016: Í matsskýrslu er lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á helstu áningarstaði ferðamanna og ferðaleiðir á áhrifasvæði framkvæmdarinnar. Matið byggir að mestu á fjarlægð vindorkuversins frá viðkomandi staðsetningu. Þjórsárdalsvegur og Landvegur, sem eru mikilvægar vegtengingar upp á miðhálendið, fara um framkvæmdasvæðið og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif af vindorkuverinu nokkuð til verulega neikvæð á þeim leiðum, háð fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Á Dómadalsleið sést einnig vel til framkvæmdasvæðisins. Næstu áningarstaðir ferðamanna við framkvæmdasvæðið eru Áfangagil og Hólaskógur. Þar verður vindorkuverið áberandi og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif þar verulega neikvæð vegna nálægðar. Þá verður vindorkuverið sýnilegt frá gönguleiðum austan Búrfells og að Hólaskógi og eru áhrif þar metin af Landsvirkjun nokkuð til verulega neikvæð, eftir fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Stöng og Gjáin eru vinsælir ferðamannastaðir í Þjórsárdal sem eru í um 3 km fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu og verða vindmyllurnar sýnilegar þar frá ákveðnum stöðum. Landsvirkjun metur áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Aðrir nálægir áningarstaðir í um 5 km fjarlægð eru Fossbrekkur og Tröllkonuhlaup þar sem sjónræn áhrif eru metin talsvert til verulega neikvæð af Landsvirkjun. Leiðin eftir línuveginum að Háafossi liggur einnig nærri framkvæmdasvæðinu og metur Landsvirkjun áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Fram kemur að ekki sjáist til vindmyllnanna frá Háafossi, en frá bílastæði í nágrenni fossins verði áhrif talsvert til verulega neikvæð. Sjónræn áhrif á reiðleiðum austan Búrfells sem liggja í innan við 5 km fjarlægð frá vindmyllunum eru metin verulega neikvæð, en hins vegar eru reiðleiðir vestan Búrfells að mestu utan þess svæðis sem sést til vindorkuversins. Vindmyllurnar verða sýnilegar af hjólaleið norðan Búrfells, sem liggur innan 5 km fjarlægðar frá framkvæmdasvæðinu en af hjólaleið vestan Búrfells er talið gæta óverulegra sjónrænna áhrifa, þar sem þær eru í hvarfi. Sjónræn áhrif frá Heklutindi, Gaukshöfða og Rjúpnavöllum eru metin nokkuð neikvæð. Samkvæmt rannsóknum meðal ferðamanna sem vísað er til í matsskýrslu felst aðdráttarafl Hálendis Íslands í víðernum ásamt ýmsum eiginleikum náttúrunnar eins og fegurð, landslagi, útsýni og fjölbreytileika. Í matsskýrslunni kemur fram að 66% ferðamanna sem tóku þátt í rannsókn um viðhorf ferðamanna telja að vindmyllur minnki aðdráttarafl svæðisins, en jafnframt telja tæplega 60% að vindorkuver við Búrfell hefði ekki áhrif á ferðahegðun þeirra. Fram kemur að niðurstöður rannsóknar meðal ferðamanna bendi til þess að vindmyllur við Búrfell muni skerða upplifun hluta þeirra ferðamanna sem ferðast um svæðið. Niðurstaða Landsvirkjunar er að áhrif á ferðamenn á svæðinu verði nokkuð neikvæð á heildina litið. Þá telur Landsvirkjun að uppbygging vindorkuvers við Búrfell geti farið saman við uppbyggingu og viðgang ferðaþjónustu í nágrenni framkvæmdasvæðisins. Áhrif á íbúa og ferðaþjónustuaðila eru metin nokkuð neikvæð. Ég ætla nú ekki að vera neikvæður, en á rúmlega einni blaðsíðu kemur orðið verulega neikvæð fyrir að minnsta kosti átta sinnum og orðið nokkuð neikvæð þrisvar. Hafa ber í huga að þetta er mat Landsvirkjunar, svo við getum gert okkur í hugarlund hvernig hlutlaus aðili myndi meta Búrfellslund, tala nú ekki um náttúrverndar sinni sem vill vernda Hálendi Íslands, en Búrfellslundur er einmitt fyrirhugaður á Hálendi Íslands. Einnig vil ég benda á að í upptalningu ferðamannastaða hérna að ofan eru einmitt flestir af fjölsóttustu ferðamannastöðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Orðum fylgir ábyrgð og því skora ég á forstjóra Landsvirkjunar að útskýra fyrir almenningi hvernig orð hans um að Búrfellslundur muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð geti staðist! Því miður eru fjölmörg atriði eftir til viðbótar sem þarf að leiðrétta úr þættinum og mun ég birta kafla nr. 3 á morgun. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar