Rifrildi úti á velli eftir úrslitaleik EM olli skilnaðinum Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 07:31 Það virtist fara mjög vel á með Alice Campello og Alvaro Morata þegar þessi mynd var tekin eftir úrslitaleik EM. Campello mun hins vegar ekki hafa viljað hafa fjölskyldu Morata með á vellinum. Getty/Ian MacNicol Spænski landsliðsfyrirliðinn Alvaro Morata skildi við eiginkonu sína, fyrirsætuna Alice Campello, í ágúst. Nú hefur blaðakona greint frá því að rifrildi úti á velli, eftir úrslitaleik EM, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Morata og félagar í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í Þýskalandi með sigri gegn Englandi í úrslitaleik. Sigurvíman virðist þó hafa fallið í skuggann af rifrildi hjónanna, segir blaðakonan Alexia Rivas samkvæmt Marca. „Þetta var rifrildi á EM. Það var verið að fagna Evrópumeistaratitlinum og Alice vildi bara að hún, börnin þeirra og vinir fengju að vera á vellinum. Ekki foreldrar hans eða fjölskylda,“ segir Rivas. Út af þessu hafi allt orðið brjálað. Alvaro Morata divorces wife after ‘bizarre’ argument on pitch post Euro 2024 win… 😳🏆 pic.twitter.com/TU0lsEj1FU— Mail Sport (@MailSport) September 4, 2024 Hjónin fyrrverandi eiga fjögur börn saman. Campello hefur sjálf tjáð sig um skilnaðinn og meðal annars sagt kjaftasögur um framhjáhald Morata vera hreinasta kjaftæði. Þar að auki að þau muni enn elska hvort annað og sýna hvort öðru virðingu. Rivas segir að útilokað sé að Morata og Campello taki saman á ný. „Það er engin leið til baka. Lögfræðingarnir eru þegar byrjaðir að græja skilnaðarpappírana og þetta er sameiginleg ákvörðun,“ segir Rivas. Eftir Evrópumótið í Þýskalandi gekk Morata til liðs við AC Milan á Ítalíu í júlí, eftir að hafa verið keyptur frá Atlético Madrid. Þessi 31 árs gamli framherji skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2028. Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Morata og félagar í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í Þýskalandi með sigri gegn Englandi í úrslitaleik. Sigurvíman virðist þó hafa fallið í skuggann af rifrildi hjónanna, segir blaðakonan Alexia Rivas samkvæmt Marca. „Þetta var rifrildi á EM. Það var verið að fagna Evrópumeistaratitlinum og Alice vildi bara að hún, börnin þeirra og vinir fengju að vera á vellinum. Ekki foreldrar hans eða fjölskylda,“ segir Rivas. Út af þessu hafi allt orðið brjálað. Alvaro Morata divorces wife after ‘bizarre’ argument on pitch post Euro 2024 win… 😳🏆 pic.twitter.com/TU0lsEj1FU— Mail Sport (@MailSport) September 4, 2024 Hjónin fyrrverandi eiga fjögur börn saman. Campello hefur sjálf tjáð sig um skilnaðinn og meðal annars sagt kjaftasögur um framhjáhald Morata vera hreinasta kjaftæði. Þar að auki að þau muni enn elska hvort annað og sýna hvort öðru virðingu. Rivas segir að útilokað sé að Morata og Campello taki saman á ný. „Það er engin leið til baka. Lögfræðingarnir eru þegar byrjaðir að græja skilnaðarpappírana og þetta er sameiginleg ákvörðun,“ segir Rivas. Eftir Evrópumótið í Þýskalandi gekk Morata til liðs við AC Milan á Ítalíu í júlí, eftir að hafa verið keyptur frá Atlético Madrid. Þessi 31 árs gamli framherji skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2028.
Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira