Rifrildi úti á velli eftir úrslitaleik EM olli skilnaðinum Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 07:31 Það virtist fara mjög vel á með Alice Campello og Alvaro Morata þegar þessi mynd var tekin eftir úrslitaleik EM. Campello mun hins vegar ekki hafa viljað hafa fjölskyldu Morata með á vellinum. Getty/Ian MacNicol Spænski landsliðsfyrirliðinn Alvaro Morata skildi við eiginkonu sína, fyrirsætuna Alice Campello, í ágúst. Nú hefur blaðakona greint frá því að rifrildi úti á velli, eftir úrslitaleik EM, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Morata og félagar í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í Þýskalandi með sigri gegn Englandi í úrslitaleik. Sigurvíman virðist þó hafa fallið í skuggann af rifrildi hjónanna, segir blaðakonan Alexia Rivas samkvæmt Marca. „Þetta var rifrildi á EM. Það var verið að fagna Evrópumeistaratitlinum og Alice vildi bara að hún, börnin þeirra og vinir fengju að vera á vellinum. Ekki foreldrar hans eða fjölskylda,“ segir Rivas. Út af þessu hafi allt orðið brjálað. Alvaro Morata divorces wife after ‘bizarre’ argument on pitch post Euro 2024 win… 😳🏆 pic.twitter.com/TU0lsEj1FU— Mail Sport (@MailSport) September 4, 2024 Hjónin fyrrverandi eiga fjögur börn saman. Campello hefur sjálf tjáð sig um skilnaðinn og meðal annars sagt kjaftasögur um framhjáhald Morata vera hreinasta kjaftæði. Þar að auki að þau muni enn elska hvort annað og sýna hvort öðru virðingu. Rivas segir að útilokað sé að Morata og Campello taki saman á ný. „Það er engin leið til baka. Lögfræðingarnir eru þegar byrjaðir að græja skilnaðarpappírana og þetta er sameiginleg ákvörðun,“ segir Rivas. Eftir Evrópumótið í Þýskalandi gekk Morata til liðs við AC Milan á Ítalíu í júlí, eftir að hafa verið keyptur frá Atlético Madrid. Þessi 31 árs gamli framherji skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2028. Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Morata og félagar í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í Þýskalandi með sigri gegn Englandi í úrslitaleik. Sigurvíman virðist þó hafa fallið í skuggann af rifrildi hjónanna, segir blaðakonan Alexia Rivas samkvæmt Marca. „Þetta var rifrildi á EM. Það var verið að fagna Evrópumeistaratitlinum og Alice vildi bara að hún, börnin þeirra og vinir fengju að vera á vellinum. Ekki foreldrar hans eða fjölskylda,“ segir Rivas. Út af þessu hafi allt orðið brjálað. Alvaro Morata divorces wife after ‘bizarre’ argument on pitch post Euro 2024 win… 😳🏆 pic.twitter.com/TU0lsEj1FU— Mail Sport (@MailSport) September 4, 2024 Hjónin fyrrverandi eiga fjögur börn saman. Campello hefur sjálf tjáð sig um skilnaðinn og meðal annars sagt kjaftasögur um framhjáhald Morata vera hreinasta kjaftæði. Þar að auki að þau muni enn elska hvort annað og sýna hvort öðru virðingu. Rivas segir að útilokað sé að Morata og Campello taki saman á ný. „Það er engin leið til baka. Lögfræðingarnir eru þegar byrjaðir að græja skilnaðarpappírana og þetta er sameiginleg ákvörðun,“ segir Rivas. Eftir Evrópumótið í Þýskalandi gekk Morata til liðs við AC Milan á Ítalíu í júlí, eftir að hafa verið keyptur frá Atlético Madrid. Þessi 31 árs gamli framherji skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2028.
Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira