Hlaupakonan látin eftir að gamall kærasti hellti bensíni yfir hana og kveikti í Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 07:20 Rebecca Cheptegei var öflug hlaupakona og keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í París, í maraþoni. Ólympíufarinn og úgandska hlaupakonan Rebecca Cheptegei er látin, 33 ára gömul. Fyrrverandi kærasti hennar myrti hana með því að hella bensíni yfir hana og kveikja í. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudaginn, eftir árásina, og var þá með brunasár á 75% líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði. Ekki tókst að bjarga lífi Cheptegei en stjórnandi á Moi Teaching and Referral sjúkrahúsinu sagði við keníska blaðið The Star að hún væri því miður látin eftir að öll líffæri hennar hættu að starfa í gærkvöldi. On behalf of #TeamKenya we extend our deepest condolences to the Ugandan sports community, family, and friends of Rebecca Cheptegei. Rebecca’s talent, and perseverance as Uganda’s Women’s Marathon record holder and a Paris 2024 Olympian will always be remembered and celebrated.… pic.twitter.com/k3hNYB9WOP— TeamKenya (@OlympicsKe) September 5, 2024 Lögregla segir að fyrrverandi kærasti Cheptegei, sem sagður er heita Dickson Ndiema, hafi keypt brúsa af bensíni, hellt yfir hana og kveikt í, eftir ósætti þeirra á milli á sunnudaginn. Árásin átti sér stað á heimili Cheptegei og brenndist Ndiema einnig illa. Nágrannar náðu að koma Cheptegei til bjargar en nú er komið í ljós að það var of seint. Sögð hafa deilt vegna landsvæðis Cheptegei Faðir Cheptegei, Joseph, og systir hennar Evalyne Chelagat, ræddu við fjölmiðla á sjúkrahúsinu fyrr í þessari viku og sögðu ósættið hafa verið vegna landsvæðis í eigu Cheptegei. „Þau voru bara vinir og ég velti fyrir mér hvers vegna hann vildi taka eitthvað sem var í eigu dóttur minnar,“ sagði pabbinn við The Star. Þar greindi hann jafnframt frá því að Cheptegei léti eftir sig tvö börn sem ættu annan föður og byggju í Úganda. Þriðja hlaupakonan á þremur árum myrt af maka Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á heimsmeistaramóti í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. Frjálsar íþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sjá meira
Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudaginn, eftir árásina, og var þá með brunasár á 75% líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði. Ekki tókst að bjarga lífi Cheptegei en stjórnandi á Moi Teaching and Referral sjúkrahúsinu sagði við keníska blaðið The Star að hún væri því miður látin eftir að öll líffæri hennar hættu að starfa í gærkvöldi. On behalf of #TeamKenya we extend our deepest condolences to the Ugandan sports community, family, and friends of Rebecca Cheptegei. Rebecca’s talent, and perseverance as Uganda’s Women’s Marathon record holder and a Paris 2024 Olympian will always be remembered and celebrated.… pic.twitter.com/k3hNYB9WOP— TeamKenya (@OlympicsKe) September 5, 2024 Lögregla segir að fyrrverandi kærasti Cheptegei, sem sagður er heita Dickson Ndiema, hafi keypt brúsa af bensíni, hellt yfir hana og kveikt í, eftir ósætti þeirra á milli á sunnudaginn. Árásin átti sér stað á heimili Cheptegei og brenndist Ndiema einnig illa. Nágrannar náðu að koma Cheptegei til bjargar en nú er komið í ljós að það var of seint. Sögð hafa deilt vegna landsvæðis Cheptegei Faðir Cheptegei, Joseph, og systir hennar Evalyne Chelagat, ræddu við fjölmiðla á sjúkrahúsinu fyrr í þessari viku og sögðu ósættið hafa verið vegna landsvæðis í eigu Cheptegei. „Þau voru bara vinir og ég velti fyrir mér hvers vegna hann vildi taka eitthvað sem var í eigu dóttur minnar,“ sagði pabbinn við The Star. Þar greindi hann jafnframt frá því að Cheptegei léti eftir sig tvö börn sem ættu annan föður og byggju í Úganda. Þriðja hlaupakonan á þremur árum myrt af maka Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á heimsmeistaramóti í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua.
Frjálsar íþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sjá meira