„Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2024 20:25 Elísabet Brekkan telur að gera þurfi mun betur í að kenna innflytjendum íslensku og fyrirtækin þurfi að taka ábyrgð. Kennari með áratugareynslu af íslenskukennslu fyrir útlendinga segir þjóðina hafa sofnað á verðinum hvað varðar að kenna innflytjendum málið. Fyrirtækin í landinu þurfi að taka ábyrgð og Íslendingar þurfi líka að sýna útlendingum áhuga. Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu er sömuleiðis hvergi hærra en á Íslandi. Sjá einnig: Íslendingar eiga met í fjölgun útlendinga Elísabet Brekkan hefur kennt útlendingum íslensku í rúm 40 ár. Hún ræddi um stöðu íslenskukennslu fyrir innflytjendur við Erlu Björgu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fyrirtækin verði að taka meiri ábyrgð „Þetta hefur breyst alveg rosalega mikið af því það er svo ofboðslega mikið af fólki sem fer beint að vinna. Svo er líka afstaðan til þeirra að þú snýrð þér alltaf bara að útlendingnum og talar ensku við hann þó þetta sé ekki hans heimamál,“ segir Elísabet aðspurð hvaða máli íslenskukennsla skipti fyrir stöðu útlendinga. „Þetta skiptir rosalega miklu máli og fyrirtækin verða sjálf að taka ábyrgð,“ segir Elísabet. „Þetta hefur breyst rosalega mikið frá því að víetnömsku hóparnir komu 1979. Þetta er allt öðruvísi í dag. Þú sérð að það er verið að byggja steinhallir út um allt og það eru allt Pólverjar og Litháar sem eru að vinna þar.“ Alltof lítið samneyti milli Íslendinga og útlendinga Elísabet telur fyrirtækin þurfa að gera meira í að kenna starfsfólki sínu málið. Heldurðu að það sé áhugi hjá þessu fólki á að læra tungumálið? „Það er jafn mismunandi eins og þeir eru margir og við verðum líka að sýna þeim áhuga. Því miður er alltof lítið samneyti. Fyrir svo utan að ég er að kenna krökkum líka og ég fer út í frímínútur og þá eru sauðíslenskir krakkar að tala ensku saman. Hvað er að gerast?“ Er eitthvað sem við þurfum að gera til að gera þetta aðgengilegra? „Mér fyndist til dæmis að fyrirtæki eins og Bónus eða Krónan ættu að fá einhvern til að koma inn í fyrirtækið og segja „Þetta er orðaforðinn sem væri eðlilegt að þeir hefðu.“ Þarf ekki að vera mikið,“ segir hún. Læra þá á vinnutíma? „Á vinnutíma já, byrja þar,“ segir Elísabet og bætir við „Það er óþolandi að fara út á land á Íslandi og panta hamborgara og það er enginn sem skilur þegar þú talar íslensku.“ Hver ber ábyrgðina? „Hver ber ábyrgðina? Nú ætla ég ekki að segja eitthvað eitt nafn. Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum af því þetta gerðist allt svo ofboðslega hratt,“ segir Elísabet. Endurvekja þurfi Sumarskólann „Ég er búin að vera í þessum bransa mjög lengi. Þannig var að Námsflokkar Reykjavíkur, Rauði krossinn og Reykjavíkurborg hélt hér úti alveg stórkostlegri starfsemi sem hét Sumarskólinn. Hann var starfræktur í sextán ár og ég vann þar í fjórtán ár. „Þar var hver einasti útlenski krakki, mömmur og jafnvel ömmur og líka pabbar sem voru ekkert margir, allan daginn í heilan mánuð. Árangurinn var svakalegur því ég fylgdist með mörgum krökkum sem fóru út í skólana sem höfðu fengið þetta start,“ segir Elísabet. „Orðaforðakennslu í fyrirtækin! Það er ekki nóg að kunna að segja Viltu poka,“ segir hún að lokum. Innflytjendamál Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu er sömuleiðis hvergi hærra en á Íslandi. Sjá einnig: Íslendingar eiga met í fjölgun útlendinga Elísabet Brekkan hefur kennt útlendingum íslensku í rúm 40 ár. Hún ræddi um stöðu íslenskukennslu fyrir innflytjendur við Erlu Björgu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fyrirtækin verði að taka meiri ábyrgð „Þetta hefur breyst alveg rosalega mikið af því það er svo ofboðslega mikið af fólki sem fer beint að vinna. Svo er líka afstaðan til þeirra að þú snýrð þér alltaf bara að útlendingnum og talar ensku við hann þó þetta sé ekki hans heimamál,“ segir Elísabet aðspurð hvaða máli íslenskukennsla skipti fyrir stöðu útlendinga. „Þetta skiptir rosalega miklu máli og fyrirtækin verða sjálf að taka ábyrgð,“ segir Elísabet. „Þetta hefur breyst rosalega mikið frá því að víetnömsku hóparnir komu 1979. Þetta er allt öðruvísi í dag. Þú sérð að það er verið að byggja steinhallir út um allt og það eru allt Pólverjar og Litháar sem eru að vinna þar.“ Alltof lítið samneyti milli Íslendinga og útlendinga Elísabet telur fyrirtækin þurfa að gera meira í að kenna starfsfólki sínu málið. Heldurðu að það sé áhugi hjá þessu fólki á að læra tungumálið? „Það er jafn mismunandi eins og þeir eru margir og við verðum líka að sýna þeim áhuga. Því miður er alltof lítið samneyti. Fyrir svo utan að ég er að kenna krökkum líka og ég fer út í frímínútur og þá eru sauðíslenskir krakkar að tala ensku saman. Hvað er að gerast?“ Er eitthvað sem við þurfum að gera til að gera þetta aðgengilegra? „Mér fyndist til dæmis að fyrirtæki eins og Bónus eða Krónan ættu að fá einhvern til að koma inn í fyrirtækið og segja „Þetta er orðaforðinn sem væri eðlilegt að þeir hefðu.“ Þarf ekki að vera mikið,“ segir hún. Læra þá á vinnutíma? „Á vinnutíma já, byrja þar,“ segir Elísabet og bætir við „Það er óþolandi að fara út á land á Íslandi og panta hamborgara og það er enginn sem skilur þegar þú talar íslensku.“ Hver ber ábyrgðina? „Hver ber ábyrgðina? Nú ætla ég ekki að segja eitthvað eitt nafn. Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum af því þetta gerðist allt svo ofboðslega hratt,“ segir Elísabet. Endurvekja þurfi Sumarskólann „Ég er búin að vera í þessum bransa mjög lengi. Þannig var að Námsflokkar Reykjavíkur, Rauði krossinn og Reykjavíkurborg hélt hér úti alveg stórkostlegri starfsemi sem hét Sumarskólinn. Hann var starfræktur í sextán ár og ég vann þar í fjórtán ár. „Þar var hver einasti útlenski krakki, mömmur og jafnvel ömmur og líka pabbar sem voru ekkert margir, allan daginn í heilan mánuð. Árangurinn var svakalegur því ég fylgdist með mörgum krökkum sem fóru út í skólana sem höfðu fengið þetta start,“ segir Elísabet. „Orðaforðakennslu í fyrirtækin! Það er ekki nóg að kunna að segja Viltu poka,“ segir hún að lokum.
Innflytjendamál Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira