Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 3. september 2024 21:06 Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Arnar Halldórsson Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir á ríkisstjórnarfundi í morgun vegna aukningar í vopnaburði ungmennaungmenna. Hún og Sigríður Björk Guðjónsdóttir höfðu báðar orð á því að fjölga þyrfti úrræðum vegna þeirrar þróunar. Til að mynda þyrfti að fjölga samfélagslögregluþjónum og húsnæði undir úrræði. „Það er náttúrlega gríðarlegur vandi hjá okkur í dag á Stuðlum, og sérstaklega þá í neyðarvistun,“ segir Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Berghildur ræddi við hana í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólöf Ásta segir vistunardaga barna í gæsluvarðhaldi hafa fjölgað gríðarlega milli ára. „Ef við skoðun tvö ár aftur í tímann þá vorum við með tíu vistunardaga fyrir börn í gæsluvarðhaldi. Síðan vorum við með 360 í fyrra og við erum komin upp í 520 vistunardaga í dag.“ Hvað þýðir þetta varðandi til dæmis húsnæði? „Við erum náttúrlega að nota neyðarvistun Stuðla, sem er barnaverndarúrræði þegar þarf að stoppa unglinga af sem eru jafnvel að valda heilsu sinni tjóni. Þetta er líka fyrir börn sem eru í vímuefnavanda til þess að stoppa af. Þetta er barnaverndarúrræði og svo erum við með meðferðarúrræði. Og þetta flyst náttúrlega á milli hjá okkur. Við náum ekki alveg að sinna meðferðinni eins og við viljum vegna þess að það er svo gríðarlegt álag á neyðarvistuninni.“ Hún segir að Barna- og fjölskyldustofa fái lánað húsnæði hjá Fangelsismálastofnun til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og þeirra sem eru vistaðir á Stuðlum. Ungmennin óttaslegin Sem fyrr segir er vinna að nýjum úrræðum gegn vopnaburði barna hafin. Til að mynda hefur dómsmálaráðherra skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Þá verður notast við málmleitartæki á busaballi Menntaskólans í Reykjavík síðar í vikunni. „Það er kominn ákveðinn órói í samfélagið,“ segir Ólöf aðspurð hvernig henni litist á slíkar aðgerðir. „Og við finnum það í unglingasamfélaginu, þau eru óttaslegin. En við þurfum náttúrlega að taka þetta föstum tökum og það sem er að gerast núna er samvinna milli kerfa. Það er þverpólitísk samstaða í þessu verkefni sem gerir það að verkum að við ættum fljótlega að geta unnið bug á þessu,“ segir Ólöf. Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Félagsmál Fangelsismál Málefni Stuðla Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir á ríkisstjórnarfundi í morgun vegna aukningar í vopnaburði ungmennaungmenna. Hún og Sigríður Björk Guðjónsdóttir höfðu báðar orð á því að fjölga þyrfti úrræðum vegna þeirrar þróunar. Til að mynda þyrfti að fjölga samfélagslögregluþjónum og húsnæði undir úrræði. „Það er náttúrlega gríðarlegur vandi hjá okkur í dag á Stuðlum, og sérstaklega þá í neyðarvistun,“ segir Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Berghildur ræddi við hana í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólöf Ásta segir vistunardaga barna í gæsluvarðhaldi hafa fjölgað gríðarlega milli ára. „Ef við skoðun tvö ár aftur í tímann þá vorum við með tíu vistunardaga fyrir börn í gæsluvarðhaldi. Síðan vorum við með 360 í fyrra og við erum komin upp í 520 vistunardaga í dag.“ Hvað þýðir þetta varðandi til dæmis húsnæði? „Við erum náttúrlega að nota neyðarvistun Stuðla, sem er barnaverndarúrræði þegar þarf að stoppa unglinga af sem eru jafnvel að valda heilsu sinni tjóni. Þetta er líka fyrir börn sem eru í vímuefnavanda til þess að stoppa af. Þetta er barnaverndarúrræði og svo erum við með meðferðarúrræði. Og þetta flyst náttúrlega á milli hjá okkur. Við náum ekki alveg að sinna meðferðinni eins og við viljum vegna þess að það er svo gríðarlegt álag á neyðarvistuninni.“ Hún segir að Barna- og fjölskyldustofa fái lánað húsnæði hjá Fangelsismálastofnun til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og þeirra sem eru vistaðir á Stuðlum. Ungmennin óttaslegin Sem fyrr segir er vinna að nýjum úrræðum gegn vopnaburði barna hafin. Til að mynda hefur dómsmálaráðherra skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Þá verður notast við málmleitartæki á busaballi Menntaskólans í Reykjavík síðar í vikunni. „Það er kominn ákveðinn órói í samfélagið,“ segir Ólöf aðspurð hvernig henni litist á slíkar aðgerðir. „Og við finnum það í unglingasamfélaginu, þau eru óttaslegin. En við þurfum náttúrlega að taka þetta föstum tökum og það sem er að gerast núna er samvinna milli kerfa. Það er þverpólitísk samstaða í þessu verkefni sem gerir það að verkum að við ættum fljótlega að geta unnið bug á þessu,“ segir Ólöf.
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Félagsmál Fangelsismál Málefni Stuðla Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira