Kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna Þorsteinn Sæberg skrifar 3. september 2024 11:03 Þá er fyrstu viku nýs skólaárs lokið og framundan skólaárið 2024-2025 með fjölbreyttum áskorunum og tækifærum fyrir alla aðila skólasamfélagsins. „Sumarið er tíminn“ segir í þekktu dægurlagi og sannarlega finnum við flest hversu mikilvægt það er fyrir okkur að njóta þess sem sumarið á Íslandi býður upp á með sinni auknu birtu og breytta veðurfari. Þá fjölgar oftar en ekki samverustundum fjölskyldunnar og frjálsræði eykst í víðum skilningi með aukinni útiveru, útileikjum og ferðalögum innan- og utanlands. Þegar kemur að skólabyrjun barnanna okkar á haustin fer samfélagið í ákveðinn gír. Líf fjölskyldunnar er skipulagt í kringum skólatíma barnanna og þeirra tómstunda sem börnin sinna auk þess sem foreldrar þurfa að sinna því margþætta verkefni sem fylgir því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Samfélaginu þar sem segja má að skólinn sé kjarninn. Þar eiga börnin rétt á menntun í samræmi við aldur sinn og þroska gegnum mismunandi skólastig leik-, grunn- og framhaldsskóla, en á þeirri leið er byggt undir þann grunn sem skapar tækifærin sem bíða þeirra í framhaldsnámi og á fullorðinsárum. Virkni barnanna okkar í samfélagi framtíðar ræðst að stórum hluta af þeirri menntun sem skólakerfið okkar veitir þeim. Í skólakerfi okkar starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna sem brenna fyrir störfum sínum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem skólastarfinu fylgja. Fólk sem veit að öflugt skólastarf skilar sér í betri menntun og aukinni vellíðan fyrir börnin okkar. Fólk sem veit einnig að stöðugleiki í starfinu og námi barnanna skilar sér margfalt til samfélagsins. Skólastjórar hafa það hlutverk að stjórna skólunum okkar, veita þeim faglega forystu um leið og þeir bera ábyrgð á starfi þeirra. Skólastjórnendur stuðla að samstarfi aðila skólasamfélagsins og framfylgja þeirri stefnumótun sem skólastarfið byggir á, markmiðum, námskrám og ekki síst þeirri þekkingu og fagmennsku sem þróast innan hvers skóla. Framkvæmd stefnumótunar og árangursríkt skólastarf byggir á stöðugleika í starfsmannahaldi sem verður sífellt meiri áskorun fyrir stjórnendur í skólum landsins. Nú við upphaf nýs skólaárs er staða starfsmannamála áhyggjuefni en strax á vormánuðum fór að bera á fjölda auglýsinga þar sem auglýst var eftir kennurum og stjórnendum skóla. Hallað hefur undan fæti á undanförnum árum og á síðasta skólaári var staðan sú að 1 af hverjum 5 sem starfaði við kennslu í grunnskólum, eða um 20%, var án kennsluréttinda. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og búast má við að hlutfallið hækki enn frekar á þessu skólaári. Um er að ræða meðaltal fyrir landið en hlutfall þeirra sem eru með réttindi til kennslu er mjög misjafnt eftir landshlutum. Starfsmannavelta á skólatíma hefur aukist sem valdið hefur tímabundnu rofi í skipulagi starfsins og hefur eðlilega haft áhrif á börnin og ekki síður á starf stjórnenda sem bera ábyrgð á mönnun og skipulagi. Þessi staða er líklega ein ástæða þess hversu illa gengur orðið að manna stöður stjórnenda, en stöðugleiki í stjórnendateymum skóla er mikilvægur fyrir aukin gæði, betri ákvarðanatöku og markvissari stefnumótun. Eins og áður sagði skiptir stöðugleiki í skólastarfi verulegu máli og er í raun grunnurinn að auknum gæðum í skólastarfi. Eitt mikilvægasta verkefni skólastjórnenda er að fá hæfa kennara til starfa og sú þróun sem við höfum séð undanfarið um sífellt hærra hlutfall ófaglærðra í skólastarfi er þróun sem við verðum sem samfélag að snúa við. Það er ljóst að í skólastarfi eru kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna. Verkefnið framundan þarfnast samstöðu okkar allra þar sem við setjum áhersluna að bættu skólastarfi á Íslandi til framtíðar fyrst og fremst á það markmið að fjárfesta í kennurum, samfélaginu og börnunum okkar til heilla. Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þá er fyrstu viku nýs skólaárs lokið og framundan skólaárið 2024-2025 með fjölbreyttum áskorunum og tækifærum fyrir alla aðila skólasamfélagsins. „Sumarið er tíminn“ segir í þekktu dægurlagi og sannarlega finnum við flest hversu mikilvægt það er fyrir okkur að njóta þess sem sumarið á Íslandi býður upp á með sinni auknu birtu og breytta veðurfari. Þá fjölgar oftar en ekki samverustundum fjölskyldunnar og frjálsræði eykst í víðum skilningi með aukinni útiveru, útileikjum og ferðalögum innan- og utanlands. Þegar kemur að skólabyrjun barnanna okkar á haustin fer samfélagið í ákveðinn gír. Líf fjölskyldunnar er skipulagt í kringum skólatíma barnanna og þeirra tómstunda sem börnin sinna auk þess sem foreldrar þurfa að sinna því margþætta verkefni sem fylgir því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Samfélaginu þar sem segja má að skólinn sé kjarninn. Þar eiga börnin rétt á menntun í samræmi við aldur sinn og þroska gegnum mismunandi skólastig leik-, grunn- og framhaldsskóla, en á þeirri leið er byggt undir þann grunn sem skapar tækifærin sem bíða þeirra í framhaldsnámi og á fullorðinsárum. Virkni barnanna okkar í samfélagi framtíðar ræðst að stórum hluta af þeirri menntun sem skólakerfið okkar veitir þeim. Í skólakerfi okkar starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna sem brenna fyrir störfum sínum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem skólastarfinu fylgja. Fólk sem veit að öflugt skólastarf skilar sér í betri menntun og aukinni vellíðan fyrir börnin okkar. Fólk sem veit einnig að stöðugleiki í starfinu og námi barnanna skilar sér margfalt til samfélagsins. Skólastjórar hafa það hlutverk að stjórna skólunum okkar, veita þeim faglega forystu um leið og þeir bera ábyrgð á starfi þeirra. Skólastjórnendur stuðla að samstarfi aðila skólasamfélagsins og framfylgja þeirri stefnumótun sem skólastarfið byggir á, markmiðum, námskrám og ekki síst þeirri þekkingu og fagmennsku sem þróast innan hvers skóla. Framkvæmd stefnumótunar og árangursríkt skólastarf byggir á stöðugleika í starfsmannahaldi sem verður sífellt meiri áskorun fyrir stjórnendur í skólum landsins. Nú við upphaf nýs skólaárs er staða starfsmannamála áhyggjuefni en strax á vormánuðum fór að bera á fjölda auglýsinga þar sem auglýst var eftir kennurum og stjórnendum skóla. Hallað hefur undan fæti á undanförnum árum og á síðasta skólaári var staðan sú að 1 af hverjum 5 sem starfaði við kennslu í grunnskólum, eða um 20%, var án kennsluréttinda. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og búast má við að hlutfallið hækki enn frekar á þessu skólaári. Um er að ræða meðaltal fyrir landið en hlutfall þeirra sem eru með réttindi til kennslu er mjög misjafnt eftir landshlutum. Starfsmannavelta á skólatíma hefur aukist sem valdið hefur tímabundnu rofi í skipulagi starfsins og hefur eðlilega haft áhrif á börnin og ekki síður á starf stjórnenda sem bera ábyrgð á mönnun og skipulagi. Þessi staða er líklega ein ástæða þess hversu illa gengur orðið að manna stöður stjórnenda, en stöðugleiki í stjórnendateymum skóla er mikilvægur fyrir aukin gæði, betri ákvarðanatöku og markvissari stefnumótun. Eins og áður sagði skiptir stöðugleiki í skólastarfi verulegu máli og er í raun grunnurinn að auknum gæðum í skólastarfi. Eitt mikilvægasta verkefni skólastjórnenda er að fá hæfa kennara til starfa og sú þróun sem við höfum séð undanfarið um sífellt hærra hlutfall ófaglærðra í skólastarfi er þróun sem við verðum sem samfélag að snúa við. Það er ljóst að í skólastarfi eru kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna. Verkefnið framundan þarfnast samstöðu okkar allra þar sem við setjum áhersluna að bættu skólastarfi á Íslandi til framtíðar fyrst og fremst á það markmið að fjárfesta í kennurum, samfélaginu og börnunum okkar til heilla. Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun