Segir Sigurjón Kjartansson ekki ofbjóða sér Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2024 16:36 Eiríkur Örn tekur upp hanskann fyrir Sigurjón Kjartansson og persónulega trúbadorinn hans. Hann segir grín ekki einhliða fyrirbæri. vísir/vilhelm Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur fettir fingur út í það sem honum þykir einfeldningsleg nálgun á gríni. Hann segist hafa rekið augu í að enn og aftur sé hún hafin umræðan um hvort gera megi grín að hræðilegum hlutum. Eiríkur er augljóslega að vísa til greinar Guðnýjar S. Bjarnadóttur stjórnarformanns Hagsmunasamtaka brotaþola sem segir grín að nauðgunum í öllu falli ýta undir kynbundið ofbeldi. Og hún tekur til dæmi af gríni sem Patrik Atlason, Spaugstofan, Fóstbræður og Tvíhöfði hafa haft í frammi. Eiríkur segir hér ekki um einfalda umræðu að ræða, það skipti ekki bara máli hvernig grínið sé heldur líka hver flytur það. Hann segist reka minni til þess að hafa lesið fyrir löngu ritgerð um helförina þar sem fram kom að fórnarlömbin í útrýmingarbúðunum hafi sagt sömu brandara og kvalararnir. En þá hafi grínið augljóslega fengið aðra merkingu, annan tilgang. „En mér finnst í öllu falli fráleitt að ræða þetta út frá þeim forsendum að maður geti bara bent og sagt „hann gerði grín að nauðgun“ og sagt að það sé þess vegna siðferðislega rangt – allt grín um harm sé rangt – einmitt vegna þess að grín er líka listform, grín er líka tilraun til þess að setja hlutina í listrænt og siðferðislegt samhengi, sem er kraftmesta aðferð sem við eigum til þess að skilja okkur sjálf, skilja aðra og skilja þjóðfélagið í kringum okkur. Og við þurfum að skilja harm, ofbeldi, hrottaskap, tráma,“ segir Eiríkur í pistli sem hann birtir á vefsvæði sínu Fjallabaksleiðinni. Allt fer þetta eftir samhenginu Eiríkur segir að þetta þýði ekki að grín geti ekki verið ósmekklegt eins og önnur list. Og hann spyr sig líka, ef menn taka þá stefnu að fordæma fortakslaust grín um hræðilega hluti, hvers vegna eða hvort megi þá gera „drama“ eða „hrylling“ um hræðilega hluti, því hryllingur sé oft fyrst og fremst afþreying og alls ekki ástæða til að ætlaað það veki göfugar tilfinningar. „Það fer bara eftir verkinu. Mér þykir oft hræðilega smekklaust þegar fólk t.d. treður inn nauðgun í dramatískt verk í þeim einum tilgangi að búa til ofsafengna samúð – að kreista út tár lesandans. Ég man ekki hver það var sem sagði það en það var áreiðanlega einhver rithöfundur í einhverjum þætti á BBC Books sem sagði að versta synd sem rithöfundur gæti framið væri að biðja lesandann um að gráta án þess að vinna fyrir því fyrst.“ Að sögn Eiríks eru nauðganir og þess lags hrottaskapur, sérstaklega gegn minnimáttar, ódýrustu leiðina til að heimta slík tár. „Sem þýðir ekki að hrottaskapur eigi ekki heima í drama eða hryllingi – það fer bara eftir meðferðinni í verkinu.“ Smekklaus dyggðaskreyting Eiríkur segir að endingu það persónubundið hvað ofbjóði fólki. „Ég þoli t.d. ágætlega Persónulega trúbadorinn – eða þannig, ég þjáist yfir honum, hann er hræðilegur, persónulegi trúbadúrinn ofbýður mér, en grínið um persónulega trúbadúrinn gerir það ekki, Fóstbræður gera það ekki, Sigurjón Kjartansson gerir það ekki.“ Það sem Eiríki ofbjóði hins vegar séu áhrifavaldar sem ekki standast freistinguna að gera sjálfa sig og sína samúð að miðpunkti almenningsathyglinnar í einum og öllum harmleikjum. „Mér finnst það smekklaust. En slíkt virðist vera öðrum meira að skapi og ég get alveg unnt þeim þess. Ég er hins vegar ekki viss um að það standist „tímans tönn“.“ Grín og gaman Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Eiríkur er augljóslega að vísa til greinar Guðnýjar S. Bjarnadóttur stjórnarformanns Hagsmunasamtaka brotaþola sem segir grín að nauðgunum í öllu falli ýta undir kynbundið ofbeldi. Og hún tekur til dæmi af gríni sem Patrik Atlason, Spaugstofan, Fóstbræður og Tvíhöfði hafa haft í frammi. Eiríkur segir hér ekki um einfalda umræðu að ræða, það skipti ekki bara máli hvernig grínið sé heldur líka hver flytur það. Hann segist reka minni til þess að hafa lesið fyrir löngu ritgerð um helförina þar sem fram kom að fórnarlömbin í útrýmingarbúðunum hafi sagt sömu brandara og kvalararnir. En þá hafi grínið augljóslega fengið aðra merkingu, annan tilgang. „En mér finnst í öllu falli fráleitt að ræða þetta út frá þeim forsendum að maður geti bara bent og sagt „hann gerði grín að nauðgun“ og sagt að það sé þess vegna siðferðislega rangt – allt grín um harm sé rangt – einmitt vegna þess að grín er líka listform, grín er líka tilraun til þess að setja hlutina í listrænt og siðferðislegt samhengi, sem er kraftmesta aðferð sem við eigum til þess að skilja okkur sjálf, skilja aðra og skilja þjóðfélagið í kringum okkur. Og við þurfum að skilja harm, ofbeldi, hrottaskap, tráma,“ segir Eiríkur í pistli sem hann birtir á vefsvæði sínu Fjallabaksleiðinni. Allt fer þetta eftir samhenginu Eiríkur segir að þetta þýði ekki að grín geti ekki verið ósmekklegt eins og önnur list. Og hann spyr sig líka, ef menn taka þá stefnu að fordæma fortakslaust grín um hræðilega hluti, hvers vegna eða hvort megi þá gera „drama“ eða „hrylling“ um hræðilega hluti, því hryllingur sé oft fyrst og fremst afþreying og alls ekki ástæða til að ætlaað það veki göfugar tilfinningar. „Það fer bara eftir verkinu. Mér þykir oft hræðilega smekklaust þegar fólk t.d. treður inn nauðgun í dramatískt verk í þeim einum tilgangi að búa til ofsafengna samúð – að kreista út tár lesandans. Ég man ekki hver það var sem sagði það en það var áreiðanlega einhver rithöfundur í einhverjum þætti á BBC Books sem sagði að versta synd sem rithöfundur gæti framið væri að biðja lesandann um að gráta án þess að vinna fyrir því fyrst.“ Að sögn Eiríks eru nauðganir og þess lags hrottaskapur, sérstaklega gegn minnimáttar, ódýrustu leiðina til að heimta slík tár. „Sem þýðir ekki að hrottaskapur eigi ekki heima í drama eða hryllingi – það fer bara eftir meðferðinni í verkinu.“ Smekklaus dyggðaskreyting Eiríkur segir að endingu það persónubundið hvað ofbjóði fólki. „Ég þoli t.d. ágætlega Persónulega trúbadorinn – eða þannig, ég þjáist yfir honum, hann er hræðilegur, persónulegi trúbadúrinn ofbýður mér, en grínið um persónulega trúbadúrinn gerir það ekki, Fóstbræður gera það ekki, Sigurjón Kjartansson gerir það ekki.“ Það sem Eiríki ofbjóði hins vegar séu áhrifavaldar sem ekki standast freistinguna að gera sjálfa sig og sína samúð að miðpunkti almenningsathyglinnar í einum og öllum harmleikjum. „Mér finnst það smekklaust. En slíkt virðist vera öðrum meira að skapi og ég get alveg unnt þeim þess. Ég er hins vegar ekki viss um að það standist „tímans tönn“.“
Grín og gaman Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira