Elsti karlmaður landsins fallinn frá Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. september 2024 16:33 Karl Sigurðsson. Vísir/Magnús Hlynur Karl Sigurðsson, elsti íslenski karlmaðurinn, er fallinn frá 106 ára að aldri. Karl fæddist á Ísafirði þann 14. maí 1918 og var skírður 1. desember 1918 á sama degi og Ísland varð fullvalda. Karl lætur eftir sig stóran hóp afkomenda. Karl fæddist í húsi sem kallað var Rómaborg, en var á fyrsta ári þegar fjölskyldan flutti út í Hnífsdal þar sem hann bjó stærstan hluta ævinnar. Hann byrjaði í sjómennsku fimmtán ára og hlaut fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1940. Stefndi á 106 ára aldur Magnús Hlynur, fréttamaður okkar, heimsótti Karl fyrir tveimur árum á hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði þegar að Karl var 104 ára en þá setti hann sér það markmið að ná 106 ára aldri. Hann þakkaði vatninu á Vestfjörðum fyrir langlífi sitt og hve hress hann væri. „Ég kem nú frá fátæku heimili. Það var alltaf nóg að borða en það var fiskur í hverri máltíð nema á sunnudögum þá var kjöt. Ég var skipstjóri í 30 ár, alltaf með sama nafnið en þrír bátar. Það þekktu mig allir sem Kalli á Mímir. Ég hef aldrei eignast vasasíma. Ég átti bara bílasíma á tímabili og svo náttúrulega í heimahúsi,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu fyrir tveimur árum. 94 afkomendur „Tvisvar lenti Karl í sjávarháska og þakkaði sundkunnáttu að ekki fór verr. Þegar Karl kom í land vann hann sem vélstjóri í frystihúsi, allt til 78 ára aldurs. Karl og Kristjana Hjartardóttir, sem varð 95 ára, voru í hjónabandi í 71 ár. Þau voru fermingarsystkini, fermd fyrir 92 árum. Börnin voru sex og eru tvö þeirra á lífi, Sigríður Ingibjörg og Halldóra. Afkomendurnir eru orðnir 94,“ segir í Facebook-færslu Langlífis um Karl. Halldóra Karlsdóttir, dóttir Karls, segir í samtali við Vísi að afkomendurnir séu alls 94 með „bónusbörnum“ og vísar þá til þess að afkomendurnir eru það margir ef taldir eru allir sem hafa komið inn í fjölskylduna sem stjúpbörn. Karl Sigurðsson ásamt fjölskyldu.facebook Sigurður Jónasson faðir Karls var úr Dalasýslu og varð 99 ára, en móðir hans, Sigríður Ingibjörg Salómonsdóttir, fæddist í Önundarfirði en var ættuð úr Álftafirði við Djúp. Hún varð 89 ára. Systkini Karls voru þrettán, Sigurður bróðir hans varð 102 ára og sá yngsti er orðinn 94 ára og er einn eftirlifandi af systkinum Karls. Sagt að Karl hafi skorað öll mörkin „Í afmælisgrein á aldarafmælinu kom fram að Karl hefði alla tíð verið vel á sig kominn, verið kattliðugur, stundað glímu og verið liðtækur í knattspyrnu. Á öðrum Sjómannadeginum á Ísafirði, 1939, léku sjómenn við knattspyrnufélagið Vestra á Íþróttavellinum. Sjómenn unnu með þremur mörkum gegn einu. Sagt er að Karl hafi skorað öll þrjú mörkin!“ Frá 104 ára aldri dvaldi Karl á hjúkrunarheimilinu Eyri en aðstandendur hans þakka starfsfólki þar fyrir ómetanlega hlýju og góða umönnun. Karl er næst langlífastur íslenskra karla en Georg Breiðfjörð Ólafsson var sá elsti sem féll frá þegar rúmur mánuður var í 108 ára afmæli hans. Eldri borgarar Ísafjarðarbær Langlífi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Karl fæddist í húsi sem kallað var Rómaborg, en var á fyrsta ári þegar fjölskyldan flutti út í Hnífsdal þar sem hann bjó stærstan hluta ævinnar. Hann byrjaði í sjómennsku fimmtán ára og hlaut fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1940. Stefndi á 106 ára aldur Magnús Hlynur, fréttamaður okkar, heimsótti Karl fyrir tveimur árum á hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði þegar að Karl var 104 ára en þá setti hann sér það markmið að ná 106 ára aldri. Hann þakkaði vatninu á Vestfjörðum fyrir langlífi sitt og hve hress hann væri. „Ég kem nú frá fátæku heimili. Það var alltaf nóg að borða en það var fiskur í hverri máltíð nema á sunnudögum þá var kjöt. Ég var skipstjóri í 30 ár, alltaf með sama nafnið en þrír bátar. Það þekktu mig allir sem Kalli á Mímir. Ég hef aldrei eignast vasasíma. Ég átti bara bílasíma á tímabili og svo náttúrulega í heimahúsi,“ sagði Karl í samtali við fréttastofu fyrir tveimur árum. 94 afkomendur „Tvisvar lenti Karl í sjávarháska og þakkaði sundkunnáttu að ekki fór verr. Þegar Karl kom í land vann hann sem vélstjóri í frystihúsi, allt til 78 ára aldurs. Karl og Kristjana Hjartardóttir, sem varð 95 ára, voru í hjónabandi í 71 ár. Þau voru fermingarsystkini, fermd fyrir 92 árum. Börnin voru sex og eru tvö þeirra á lífi, Sigríður Ingibjörg og Halldóra. Afkomendurnir eru orðnir 94,“ segir í Facebook-færslu Langlífis um Karl. Halldóra Karlsdóttir, dóttir Karls, segir í samtali við Vísi að afkomendurnir séu alls 94 með „bónusbörnum“ og vísar þá til þess að afkomendurnir eru það margir ef taldir eru allir sem hafa komið inn í fjölskylduna sem stjúpbörn. Karl Sigurðsson ásamt fjölskyldu.facebook Sigurður Jónasson faðir Karls var úr Dalasýslu og varð 99 ára, en móðir hans, Sigríður Ingibjörg Salómonsdóttir, fæddist í Önundarfirði en var ættuð úr Álftafirði við Djúp. Hún varð 89 ára. Systkini Karls voru þrettán, Sigurður bróðir hans varð 102 ára og sá yngsti er orðinn 94 ára og er einn eftirlifandi af systkinum Karls. Sagt að Karl hafi skorað öll mörkin „Í afmælisgrein á aldarafmælinu kom fram að Karl hefði alla tíð verið vel á sig kominn, verið kattliðugur, stundað glímu og verið liðtækur í knattspyrnu. Á öðrum Sjómannadeginum á Ísafirði, 1939, léku sjómenn við knattspyrnufélagið Vestra á Íþróttavellinum. Sjómenn unnu með þremur mörkum gegn einu. Sagt er að Karl hafi skorað öll þrjú mörkin!“ Frá 104 ára aldri dvaldi Karl á hjúkrunarheimilinu Eyri en aðstandendur hans þakka starfsfólki þar fyrir ómetanlega hlýju og góða umönnun. Karl er næst langlífastur íslenskra karla en Georg Breiðfjörð Ólafsson var sá elsti sem féll frá þegar rúmur mánuður var í 108 ára afmæli hans.
Eldri borgarar Ísafjarðarbær Langlífi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira